Lífið

Örfáir miðar eftir á Sálina og gospel

SÁLIN Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns heldur tónleika í Höllinni 15. september.
SÁLIN Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns heldur tónleika í Höllinni 15. september.

Aðeins örfáir miðar eru eftir á tónleika Sálarinnar hans Jóns míns og Gospelkórs Reykjavíkur sem verða haldnir í Laugardalshöll 15. september.

Á efnisskránni verða valin lög úr söngvasafni Sálarinnar, en einnig verður frumflutt glænýtt efni úr smiðju sveitarinnar. Öll lögin verða útsett sérstaklega með hliðsjón af hinum rómaða kór. Tónleikarnir verða hljóð- og myndritaðir og er stefnt að útgáfu í nóvember.

Miðasala á tónleikana fer fram í Esso Fossvogi og á Ártúnshöfða, midi.is og í verslunum Skífunnar og BT.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.