Lífið

Þetta er ekkert mál frumsýnd á morgun

Vinsæll Jón Páll var einn af tákngervingum Íslands um miðjan níunda áratuginn.
Vinsæll Jón Páll var einn af tákngervingum Íslands um miðjan níunda áratuginn.

Heimildarmyndin Þetta er ekkert mál verður frumsýnd annað kvöld í Smárabíói með viðhöfn.

Þarna er á ferðinni áhugaverð mynd um viðburðarríki en stutta ævi Jóns Páls Sigmarssonar, eins dáðasta, fræknasta og orðheppnasta íþróttamanns sem Ísland hefur alið. Jón Páll átti stórkostlegan feril í kraftlyftingum og aflraunum en hann varð Sterkasti maður heims, fjórum sinnum, fyrst 1984. Óhætt er hægt að segja að Jón Páll hafi verið einn af tákngervingum Íslands á níunda áratugnum þegar Íslendingar voru bæði sterkastir og fallegastir enda var Hólmfríður Karlsdóttir krýnd Ungfrú heimur um svipað leyti og Jón Páll einokaði aflraunakeppnir erlendis.

Það eru þeir Steingrímur Þórðarson og Hjalti Úrsus sem eiga heiðurinn af heimildarmyndinni og tóku þeir viðtöl við samferðarmenn íslenska víkingsins. Fréttablaðið komst yfir nokkrar skemmtilegar ljósmyndir frá ævi Jóns Páls en á þeim sést svart á hvítu hversu viðburðarríka ævi hann átti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.