Breytum í vor 31. desember 2006 06:00 Sveitarstjórnarkosningar í maí gáfu nokkurn forsmekk að því sem nú er í vændum. Þar urðu fyrirferðarmikil mál sem að líkindum mun einnig bera hátt í alþingiskosningunum. Má nefna málefni aldraðra og velferðarmál almennt og síðan umhverfismálin. Vinstrihreyfingin – grænt framboð fékk góða kosningu. Við náðum sterkri fótfestu á sveitarstjórnarstiginu og einkum var útkoma okkar glæsileg í stærstu sveitarfélögunum. Þannig á VG nú 6 borgar- og bæjarfulltrúa í 4 stærstu kaupstöðum landsins. Fylgi V-listanna var nálægt 13% að vegnu meðaltali og VG þar með þriðja stærsta stjórnmálaaflið í sveitarstjórnum. En næst á dagskrá eru afdrifaríkar alþingiskosningar þar sem þjóðin þarf að svara með skýrum hætti hvaða stefnu hún vill í mikilvægum málaflokkum. Stjórnarsamstarfið er útbrunnið og þegar af þeim ástæðum brýnt að knýja fram umskipti í íslenskum stjórnmálum. Valdþreytan skín af báðum stjórnarflokkunum. Framsókn er augljóslega ekki í ástandi til að stjórna einu né neinu og Sjálfstæðisflokkurinn er einnig langþreyttur og kraftlaus. Vera hans í mörgum ráðuneytum, samfellt í einn og hálfan áratug, liggur eins og mara á viðkomandi málaflokkum. Dómsmálin, samgöngumálin, menntamálin og Ríkisútvarpið, allt þetta og stjórnarráðið í heild, þarf að frelsa undan Sjálfstæðisflokknum.Málefnin ráðiEn fyrst og síðast er mikilvægt að knýja fram breytta stjórnarstefnu á Íslandi. Óánægja almennings með framvinduna á fjölmörgum sviðum fer vaxandi:• Jafnvægisleysið í efnahagsmálum og á vinnumarkaði, afleiðingar stóriðjustefnunnar, ábyrgðarleysis og mistaka ríkisstjórnarinnar við hagstjórn, eru nú að koma landsmönnum í koll í formi verðbólgu og hækkandi lána, óstöðugs gengis, ört vaxandi erlendra skulda og lakara lánshæfis. Ábyrg hagstjórn þar sem snúið verður af feigðarbraut viðskiptahalla og erlendrar skuldasöfnunar verður að taka við.• Velferðarkerfið hefur mætt afgangi og misskiptingin blasir hvarvetna við. Ríkisstjórnin hefur aukið á ört vaxandi launa- og aðstöðumun með skattkerfisbreytingum sem hygla hátekju- og stóreignafólki og fjármagnseigendum. Velferðarstjórn eins og VG hefur barist fyrir þarf að komast til valda.• Kosningarnar næsta vor verða þó einna afdrifaríkastar þegar kemur að umhverfismálum. Atkvæðaseðillinn þá kann að vera síðasta tækifærið til að koma á framfæri skýrum skilaboðum um hvort menn vilja áframhaldandi blinda og óhefta stóriðjustefnu, áframhaldandi álvæðingu á kostnað íslenskrar náttúru og annars atvinnulífs, eða staldra við. Kosningasigur vinstri grænna og sterk staða okkar í næstu ríkisstjórn er það sem til þarf.• Gerbreyta þarf áherslum í utanríkis- og friðarmálum. Gera verður upp stuðning Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks við Íraksstríðið og tryggja að slíkt endurtaki sig aldrei.• Á sviði atvinnu- og byggðamála þarf metnaðarleysið, stóriðju- og einkavæðingarþjónkunin að víkja fyrir áherslu á fjölbreytni, samgöngubætur og jöfnun aðstöðu. Þeir sem virkilega vilja sýna ríkisstjórninni rauða spjaldið næsta vor hafa til þess eina örugga aðferð, þ.e. að kjósa Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Ég þakka landsmönnum fyrir samfylgdina á árinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Sveitarstjórnarkosningar í maí gáfu nokkurn forsmekk að því sem nú er í vændum. Þar urðu fyrirferðarmikil mál sem að líkindum mun einnig bera hátt í alþingiskosningunum. Má nefna málefni aldraðra og velferðarmál almennt og síðan umhverfismálin. Vinstrihreyfingin – grænt framboð fékk góða kosningu. Við náðum sterkri fótfestu á sveitarstjórnarstiginu og einkum var útkoma okkar glæsileg í stærstu sveitarfélögunum. Þannig á VG nú 6 borgar- og bæjarfulltrúa í 4 stærstu kaupstöðum landsins. Fylgi V-listanna var nálægt 13% að vegnu meðaltali og VG þar með þriðja stærsta stjórnmálaaflið í sveitarstjórnum. En næst á dagskrá eru afdrifaríkar alþingiskosningar þar sem þjóðin þarf að svara með skýrum hætti hvaða stefnu hún vill í mikilvægum málaflokkum. Stjórnarsamstarfið er útbrunnið og þegar af þeim ástæðum brýnt að knýja fram umskipti í íslenskum stjórnmálum. Valdþreytan skín af báðum stjórnarflokkunum. Framsókn er augljóslega ekki í ástandi til að stjórna einu né neinu og Sjálfstæðisflokkurinn er einnig langþreyttur og kraftlaus. Vera hans í mörgum ráðuneytum, samfellt í einn og hálfan áratug, liggur eins og mara á viðkomandi málaflokkum. Dómsmálin, samgöngumálin, menntamálin og Ríkisútvarpið, allt þetta og stjórnarráðið í heild, þarf að frelsa undan Sjálfstæðisflokknum.Málefnin ráðiEn fyrst og síðast er mikilvægt að knýja fram breytta stjórnarstefnu á Íslandi. Óánægja almennings með framvinduna á fjölmörgum sviðum fer vaxandi:• Jafnvægisleysið í efnahagsmálum og á vinnumarkaði, afleiðingar stóriðjustefnunnar, ábyrgðarleysis og mistaka ríkisstjórnarinnar við hagstjórn, eru nú að koma landsmönnum í koll í formi verðbólgu og hækkandi lána, óstöðugs gengis, ört vaxandi erlendra skulda og lakara lánshæfis. Ábyrg hagstjórn þar sem snúið verður af feigðarbraut viðskiptahalla og erlendrar skuldasöfnunar verður að taka við.• Velferðarkerfið hefur mætt afgangi og misskiptingin blasir hvarvetna við. Ríkisstjórnin hefur aukið á ört vaxandi launa- og aðstöðumun með skattkerfisbreytingum sem hygla hátekju- og stóreignafólki og fjármagnseigendum. Velferðarstjórn eins og VG hefur barist fyrir þarf að komast til valda.• Kosningarnar næsta vor verða þó einna afdrifaríkastar þegar kemur að umhverfismálum. Atkvæðaseðillinn þá kann að vera síðasta tækifærið til að koma á framfæri skýrum skilaboðum um hvort menn vilja áframhaldandi blinda og óhefta stóriðjustefnu, áframhaldandi álvæðingu á kostnað íslenskrar náttúru og annars atvinnulífs, eða staldra við. Kosningasigur vinstri grænna og sterk staða okkar í næstu ríkisstjórn er það sem til þarf.• Gerbreyta þarf áherslum í utanríkis- og friðarmálum. Gera verður upp stuðning Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks við Íraksstríðið og tryggja að slíkt endurtaki sig aldrei.• Á sviði atvinnu- og byggðamála þarf metnaðarleysið, stóriðju- og einkavæðingarþjónkunin að víkja fyrir áherslu á fjölbreytni, samgöngubætur og jöfnun aðstöðu. Þeir sem virkilega vilja sýna ríkisstjórninni rauða spjaldið næsta vor hafa til þess eina örugga aðferð, þ.e. að kjósa Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Ég þakka landsmönnum fyrir samfylgdina á árinu.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar