Breytum í vor 31. desember 2006 06:00 Sveitarstjórnarkosningar í maí gáfu nokkurn forsmekk að því sem nú er í vændum. Þar urðu fyrirferðarmikil mál sem að líkindum mun einnig bera hátt í alþingiskosningunum. Má nefna málefni aldraðra og velferðarmál almennt og síðan umhverfismálin. Vinstrihreyfingin – grænt framboð fékk góða kosningu. Við náðum sterkri fótfestu á sveitarstjórnarstiginu og einkum var útkoma okkar glæsileg í stærstu sveitarfélögunum. Þannig á VG nú 6 borgar- og bæjarfulltrúa í 4 stærstu kaupstöðum landsins. Fylgi V-listanna var nálægt 13% að vegnu meðaltali og VG þar með þriðja stærsta stjórnmálaaflið í sveitarstjórnum. En næst á dagskrá eru afdrifaríkar alþingiskosningar þar sem þjóðin þarf að svara með skýrum hætti hvaða stefnu hún vill í mikilvægum málaflokkum. Stjórnarsamstarfið er útbrunnið og þegar af þeim ástæðum brýnt að knýja fram umskipti í íslenskum stjórnmálum. Valdþreytan skín af báðum stjórnarflokkunum. Framsókn er augljóslega ekki í ástandi til að stjórna einu né neinu og Sjálfstæðisflokkurinn er einnig langþreyttur og kraftlaus. Vera hans í mörgum ráðuneytum, samfellt í einn og hálfan áratug, liggur eins og mara á viðkomandi málaflokkum. Dómsmálin, samgöngumálin, menntamálin og Ríkisútvarpið, allt þetta og stjórnarráðið í heild, þarf að frelsa undan Sjálfstæðisflokknum.Málefnin ráðiEn fyrst og síðast er mikilvægt að knýja fram breytta stjórnarstefnu á Íslandi. Óánægja almennings með framvinduna á fjölmörgum sviðum fer vaxandi:• Jafnvægisleysið í efnahagsmálum og á vinnumarkaði, afleiðingar stóriðjustefnunnar, ábyrgðarleysis og mistaka ríkisstjórnarinnar við hagstjórn, eru nú að koma landsmönnum í koll í formi verðbólgu og hækkandi lána, óstöðugs gengis, ört vaxandi erlendra skulda og lakara lánshæfis. Ábyrg hagstjórn þar sem snúið verður af feigðarbraut viðskiptahalla og erlendrar skuldasöfnunar verður að taka við.• Velferðarkerfið hefur mætt afgangi og misskiptingin blasir hvarvetna við. Ríkisstjórnin hefur aukið á ört vaxandi launa- og aðstöðumun með skattkerfisbreytingum sem hygla hátekju- og stóreignafólki og fjármagnseigendum. Velferðarstjórn eins og VG hefur barist fyrir þarf að komast til valda.• Kosningarnar næsta vor verða þó einna afdrifaríkastar þegar kemur að umhverfismálum. Atkvæðaseðillinn þá kann að vera síðasta tækifærið til að koma á framfæri skýrum skilaboðum um hvort menn vilja áframhaldandi blinda og óhefta stóriðjustefnu, áframhaldandi álvæðingu á kostnað íslenskrar náttúru og annars atvinnulífs, eða staldra við. Kosningasigur vinstri grænna og sterk staða okkar í næstu ríkisstjórn er það sem til þarf.• Gerbreyta þarf áherslum í utanríkis- og friðarmálum. Gera verður upp stuðning Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks við Íraksstríðið og tryggja að slíkt endurtaki sig aldrei.• Á sviði atvinnu- og byggðamála þarf metnaðarleysið, stóriðju- og einkavæðingarþjónkunin að víkja fyrir áherslu á fjölbreytni, samgöngubætur og jöfnun aðstöðu. Þeir sem virkilega vilja sýna ríkisstjórninni rauða spjaldið næsta vor hafa til þess eina örugga aðferð, þ.e. að kjósa Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Ég þakka landsmönnum fyrir samfylgdina á árinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Sveitarstjórnarkosningar í maí gáfu nokkurn forsmekk að því sem nú er í vændum. Þar urðu fyrirferðarmikil mál sem að líkindum mun einnig bera hátt í alþingiskosningunum. Má nefna málefni aldraðra og velferðarmál almennt og síðan umhverfismálin. Vinstrihreyfingin – grænt framboð fékk góða kosningu. Við náðum sterkri fótfestu á sveitarstjórnarstiginu og einkum var útkoma okkar glæsileg í stærstu sveitarfélögunum. Þannig á VG nú 6 borgar- og bæjarfulltrúa í 4 stærstu kaupstöðum landsins. Fylgi V-listanna var nálægt 13% að vegnu meðaltali og VG þar með þriðja stærsta stjórnmálaaflið í sveitarstjórnum. En næst á dagskrá eru afdrifaríkar alþingiskosningar þar sem þjóðin þarf að svara með skýrum hætti hvaða stefnu hún vill í mikilvægum málaflokkum. Stjórnarsamstarfið er útbrunnið og þegar af þeim ástæðum brýnt að knýja fram umskipti í íslenskum stjórnmálum. Valdþreytan skín af báðum stjórnarflokkunum. Framsókn er augljóslega ekki í ástandi til að stjórna einu né neinu og Sjálfstæðisflokkurinn er einnig langþreyttur og kraftlaus. Vera hans í mörgum ráðuneytum, samfellt í einn og hálfan áratug, liggur eins og mara á viðkomandi málaflokkum. Dómsmálin, samgöngumálin, menntamálin og Ríkisútvarpið, allt þetta og stjórnarráðið í heild, þarf að frelsa undan Sjálfstæðisflokknum.Málefnin ráðiEn fyrst og síðast er mikilvægt að knýja fram breytta stjórnarstefnu á Íslandi. Óánægja almennings með framvinduna á fjölmörgum sviðum fer vaxandi:• Jafnvægisleysið í efnahagsmálum og á vinnumarkaði, afleiðingar stóriðjustefnunnar, ábyrgðarleysis og mistaka ríkisstjórnarinnar við hagstjórn, eru nú að koma landsmönnum í koll í formi verðbólgu og hækkandi lána, óstöðugs gengis, ört vaxandi erlendra skulda og lakara lánshæfis. Ábyrg hagstjórn þar sem snúið verður af feigðarbraut viðskiptahalla og erlendrar skuldasöfnunar verður að taka við.• Velferðarkerfið hefur mætt afgangi og misskiptingin blasir hvarvetna við. Ríkisstjórnin hefur aukið á ört vaxandi launa- og aðstöðumun með skattkerfisbreytingum sem hygla hátekju- og stóreignafólki og fjármagnseigendum. Velferðarstjórn eins og VG hefur barist fyrir þarf að komast til valda.• Kosningarnar næsta vor verða þó einna afdrifaríkastar þegar kemur að umhverfismálum. Atkvæðaseðillinn þá kann að vera síðasta tækifærið til að koma á framfæri skýrum skilaboðum um hvort menn vilja áframhaldandi blinda og óhefta stóriðjustefnu, áframhaldandi álvæðingu á kostnað íslenskrar náttúru og annars atvinnulífs, eða staldra við. Kosningasigur vinstri grænna og sterk staða okkar í næstu ríkisstjórn er það sem til þarf.• Gerbreyta þarf áherslum í utanríkis- og friðarmálum. Gera verður upp stuðning Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks við Íraksstríðið og tryggja að slíkt endurtaki sig aldrei.• Á sviði atvinnu- og byggðamála þarf metnaðarleysið, stóriðju- og einkavæðingarþjónkunin að víkja fyrir áherslu á fjölbreytni, samgöngubætur og jöfnun aðstöðu. Þeir sem virkilega vilja sýna ríkisstjórninni rauða spjaldið næsta vor hafa til þess eina örugga aðferð, þ.e. að kjósa Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Ég þakka landsmönnum fyrir samfylgdina á árinu.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar