Vel að verki staðið við Hvalsnes 31. desember 2006 06:00 Jónína Bjartmarz skrifar Strand flutningaskipsins Wilson Muuga við Hvalsnes á Reykjanesi hefur vakið menn til umhugsunar um hættuna á verulegri olíumengun sem orðið getur hér við land. Siglingar við landið eru ekki hættulausar og sagan segir frá fjölmörgu skipsstrandinu og óhugnanlegu manntjóni við strendur landsins. Það er því nauðsynlegt að læra af fenginni reynslu svo forða megi slysum í framtíðinni. Tilgangurinn með því að dæla olíu Wilson Muuga í land var sá að afstýra umhverfis- og mengunarslysi, en á strandstað er fuglamergð mikil yfir vetrartímann og auk stórra flokka æðarfugla eru á þessum slóðum helstu vetrarstöðvar tegunda á válista s.s. toppskarfs. Betur fór en á horfðist við að ná olíunni úr skipinu og frá því fyrir jól hefur verið unnið sleitulaust að því að forða því að olían hafnaði í sjónum. Starfsmenn Umhverfisstofnunar og Olíudreifingar hafa unnið afar faglega að þessu í samstarfi við þyrlusveitir Landhelgisgæslunnar, Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja, Framtak og starfsmenn sýslumannsins í Keflavík. Þá veittu björgunarsveitarmenn ómetanlega aðstoð á strandstað og tóku að sér að vakta fjöruna og kanna hvort olíumengunar yrði vart. Olíudælingin gekk fumlaust og áhugavert var að fylgjast með því hve skipulega var gengið til verks. Eiga þeir fjölmörgu sem komu að þessari vel heppnuðu björgun þakkir skyldar. Nú þegar bráðaaðgerðum til að forða mengunarslysi við Hvalsnes er lokið tekur við almenn og tímafrekari hreinsun þar sem flak skipsins verður fjarlægt af strandstað. Þetta strand leiðir vissulega hugann að siglingum stórra skipa hér við land. Sérstaklega þeirra sem flytja olíu eða annan hættulegan farm. Því hefur verið spáð að hér við land muni siglingar skipa sem flytja olíu og gas aukast til muna frá því sem nú er. Olíuslys hér við land af völdum slíkra skipa myndu valda verulegum umhverfis- og efnahagsskaða. Öryggi skipaferða í hafinu umhverfis landið skiptir okkur því miklu, ekki aðeins fyrir umhverfið heldur einnig ímynd okkar sem seljendur fisks og annarra matvæla. Það hefur sýnt sig að við eigum þjálfað fólk til að takast á við mengunaróhöpp sem verða af skipssköðum eins og þeim við Hvalsnes, en besta leiðin til að vernda nátttúruna er að fyrirbyggja eins og kostur er að slíkir atburðir eigi sér stað hér uppi í landsteinunum. Bestu fyrirbyggjandi aðgerðirnar eru þær að setja reglur sem halda siglingaleiðum olíuskipa og annarra skipa með sambærilegan farm vel frá landinu. Að því eigum við að vinna á næstu vikum og mánuðum. Höfundur er umhverfisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Jónína Bjartmarz skrifar Strand flutningaskipsins Wilson Muuga við Hvalsnes á Reykjanesi hefur vakið menn til umhugsunar um hættuna á verulegri olíumengun sem orðið getur hér við land. Siglingar við landið eru ekki hættulausar og sagan segir frá fjölmörgu skipsstrandinu og óhugnanlegu manntjóni við strendur landsins. Það er því nauðsynlegt að læra af fenginni reynslu svo forða megi slysum í framtíðinni. Tilgangurinn með því að dæla olíu Wilson Muuga í land var sá að afstýra umhverfis- og mengunarslysi, en á strandstað er fuglamergð mikil yfir vetrartímann og auk stórra flokka æðarfugla eru á þessum slóðum helstu vetrarstöðvar tegunda á válista s.s. toppskarfs. Betur fór en á horfðist við að ná olíunni úr skipinu og frá því fyrir jól hefur verið unnið sleitulaust að því að forða því að olían hafnaði í sjónum. Starfsmenn Umhverfisstofnunar og Olíudreifingar hafa unnið afar faglega að þessu í samstarfi við þyrlusveitir Landhelgisgæslunnar, Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja, Framtak og starfsmenn sýslumannsins í Keflavík. Þá veittu björgunarsveitarmenn ómetanlega aðstoð á strandstað og tóku að sér að vakta fjöruna og kanna hvort olíumengunar yrði vart. Olíudælingin gekk fumlaust og áhugavert var að fylgjast með því hve skipulega var gengið til verks. Eiga þeir fjölmörgu sem komu að þessari vel heppnuðu björgun þakkir skyldar. Nú þegar bráðaaðgerðum til að forða mengunarslysi við Hvalsnes er lokið tekur við almenn og tímafrekari hreinsun þar sem flak skipsins verður fjarlægt af strandstað. Þetta strand leiðir vissulega hugann að siglingum stórra skipa hér við land. Sérstaklega þeirra sem flytja olíu eða annan hættulegan farm. Því hefur verið spáð að hér við land muni siglingar skipa sem flytja olíu og gas aukast til muna frá því sem nú er. Olíuslys hér við land af völdum slíkra skipa myndu valda verulegum umhverfis- og efnahagsskaða. Öryggi skipaferða í hafinu umhverfis landið skiptir okkur því miklu, ekki aðeins fyrir umhverfið heldur einnig ímynd okkar sem seljendur fisks og annarra matvæla. Það hefur sýnt sig að við eigum þjálfað fólk til að takast á við mengunaróhöpp sem verða af skipssköðum eins og þeim við Hvalsnes, en besta leiðin til að vernda nátttúruna er að fyrirbyggja eins og kostur er að slíkir atburðir eigi sér stað hér uppi í landsteinunum. Bestu fyrirbyggjandi aðgerðirnar eru þær að setja reglur sem halda siglingaleiðum olíuskipa og annarra skipa með sambærilegan farm vel frá landinu. Að því eigum við að vinna á næstu vikum og mánuðum. Höfundur er umhverfisráðherra.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar