Velferðin – áratugabarátta 31. desember 2006 06:00 Í áratugi hafa launþegar, samtök þeirra og stjórnmálaflokkar haft uppi áherslur um velferðarþjóðfélag í bestu merkingu þess. Hér ættu allir að geta lifað af við þau kjör og réttindi sem okkur væru tryggð. Lágmarkslaun á vinnumarkaði og lágmarksbætur Tryggingastofnunar ríkisins (T.R.) til eldri borgara og öryrkja ásamt lífeyrissjóðakerfinu eða atvinnuleysisbótasjóði ættu að tryggja framfærslu, til mannsæmandi lífs. Sem forystumaður stéttarfélags og Landssambands yfirmanna (F.F.S.Í.) og sem formaður Frjálslynda flokksins og alþingismaður hef ég haft þá skoðun að tryggja öllum þau kjör að geta lifað af án fátæktar eða vöntunar nauðþurfta. Að hjúkrun fólks, öldrunarþjónusta og önnur vistunarúrræði stæðu öllum til boða.Stétt með stéttHverri starfsstétt ber skylda að starfa með öðrum starfsstéttum þessa þjóðfélags, að tryggja þau lágmarkskjör og velferðarþjónustu sem gerð var grein fyrir í upphafi þessarar áramótagreinar. Frjálslyndi flokkurinn hefur þá stefnu að lágmarkskjör eigi að duga til þess að lifa mannsæmandi lífi og tryggja velferð.• Bætur almannatrygginga fylgi almennri launavísitölu og nægi til framfærslu.• Skerðing tryggingagreiðslna verði lækkuð og afnumin með öllu á tekjur og lífeyrisgreiðslur undir 50 þúsund krónum á mánuði.• Lífeyrissjóðstekjur séu skattlagðar sem fjármagnstekjur. Afsláttur af fasteignagjöldum aukist með lækkandi tekjum.• Lífskjör fatlaðra verði bætt, dregið verði úr skerðingu bóta vegna atvinnuþátttöku og lífeyrisgreiðslur skerði ekki örorkubætur.• Afnema skal tekjutengingu við laun maka.• Lækka þarf húsnæðiskostnað öryrkja og fatlaðra. Það eru rauntekjur eftir skattgreiðslur til ríkis og sveitarfélaga sem skipta þá sem minnst hafa sér til framfærslu mestu máli. Það er ekki nóg að hækka lægstu laun og bætur T.R. ef skattastefna ríkisstjórnar verður síðan til þess að láglaunafólk og bótaþegar eru að greiða skatta af brúttótekjum sem ekki nægja fólki til lágmarksframfærslu og nauðþurfta.Skattastefna Sjálfstæðis og FramsóknarÞað er sorglegt að líta yfir vegferð ríkisstjórnarinnar í skattamálum einstaklinga sl. 12 ár. Misskipting í launum hefur aukist sem aldrei fyrr og margir hafa tugi milljóna eða hundruði í árslaun. Ríkisstjórnin eykur á misvægið með forgang á að afnema hátekjuskattinn og lækka sérstaklega skatta þeirra sem hæstar tekjur höfðu. Frekar átti að hækka tekjuviðmið og hafa áfram skatt á háar og mjög háar ofurtekjur. Persónuafsláttur var látinn sitja eftir og hafa minna vægi til hækkunar skattleysismarka sem leiddi til þess að skattgreiðendur með lágar tekjur eru beinir tekjuskattsgreiðendur. Þetta kallaði fjármálaráðherra að breikka skattstofninn.Frjálslyndi flokkurinn lagði til fyrir alþingiskosningar 2003 að í stað stefnu ríkisstjórnarinnar yrði þeim 16 milljörðum króna sem átti að verja í 4% flata lækkun tekjuskatts á einstaklinga varið öllum í hækkun persónuafsláttar. Það hefði hækkað skattleysismörk i um 110.000 kr. Hagur lágtekju- og millitekjufólks hefði batnað en þeir sem hæstar hefðu tekjur greiddu meira. Stjórnarandstaðan lagði til í haust að persónuafsláttur yrði hækkaður sem næmi báðum þeim 2% sem taka áttu gildi 1. janúar nk. Allar tillögur frá stjórnarandstöðu um velferðarmál aldraðra og öryrkja sem og hækkun persónuafsláttar voru felldar á haustþinginu.Lækkun virðisaukaskatts á matvöru og aðrar aðgerðir til lækkunar matarverðs eiga síðan að koma til framkvæmda í mars 2007. Að sjálfsögðu kosningamál sem ríkistjórnin leggur með sér. Það verður annarra að fylgja þeirri stefnu eftir. Tímabært er að skipta um ríkisstjórn að vori.Herlaust landEinn merkasti atburður innanlands á árinu var að bandaríska setuliðið fór af landi brott. Aðdragandinn var sérstakur og kom ríkisstjórninni á óvart. Það er ánægjuefni að hér skuli ekki vera vopnum búinn her á friðartímum. Að Bandaríkin færu með sín tæki, tól og mannskap átti öllum að vera ljóst og vinátta Davíðs og Bush breytti því ekki. Hörmungar-ástand er í Írak þar sem nú er borgarastríð og ömurlegt að tveir fyrrum forystumenn okkar þjóðar skildu játast undir þau vígaferli sem skila heimsbyggðinni vaxandi hatri milli þjóða og trúarbragða. Við bentum árið 2004 á að nauðsyn væri að leita samstarfs við norrænar þjóðir um eftirlit og varnir Norðurhafa. Nú eiga sér stað slíkar viðræður sem vonandi leiða til aukinnar samvinnu. Sýnum frumkvæði að því að ræða við rússneska ráðamenn um samskipti og eftirlit Norðurhafa. Veröldin er mikið breytt frá dögum kalda stríðsins, aukin samvinna þjóða á fjölmörgum sviðum og friðarvilji verður að vera leiðarljós nýrrar og friðvænlegrar framtíðar. Landið, miðin og víðerniVið deilum um nýtingu okkar á náttúruauðlindum til lands og sjávar, þar er engin sátt á orðin. Vont kvótakerfi fiskveiða hefur ekki náð þeim markmiðum sem að var stefnt. Lögin áttu að tryggja trausta atvinnu og byggð í landinu og byggja upp fiskistofnana. Einkum okkar aðalnytjastofn, þorskstofninn. Kvótabraskleigukerfið arðrænir bæði sjómenn og sjávarbyggðir, kvótalitlar útgerðir og fiskvinnslur. Það sóar verðmætum, það vita allir þeir sem fiskveiðar stunda. Þeir stóru verða stærri í kerfinu og atvinnuréttur byggðanna safnast á færri hendur. Fólki fækkar í sjávarbyggðunum og allir leita með logandi ljósi að atvinnutækifærum sem gætu orðið tryggari en braskið með atvinnurétt sjávarbyggðanna. Faðir kvótans, Halldór Ásgrímsson, réði Valgerði Sverrisdóttur sem falið var verkefnið iðnvæðing byggðanna, þ.e. stóriðja, einkum álver. Það þarf engan að undra þó öllu sé vel tekið sem viðbót í atvinnu, þar með stóriðju í byggðum sem standa veikt. Forsvarsmenn byggða vilja nýta þá orku sem svæðið býður upp á. Álver af hæfilegri stærð, að því gefnu að orku megi nýta án verulegs skaða á náttúru, er vissulega nothæfur kostur til atvinnusköpunar. Rekstur Norðuráls í Hvalfirði sýndi góðan rekstur þó framleiðsla sé undir 150-200 þúsund tonn á ári. Stjórnvöld verða að hafa stefnu og óþarft að stofna til risaálvera í hverri vík. Reynsla okkar m.a. af Kárahnjúkavirkjun ætti að kenna okkur vandaðri umgengni við náttúruna í framtíðinni. InnflytjendurErlendu fólki fjölgaði ört á Íslandi undanfarin misseri. Frjálslyndi flokkurinn vill að fólki af erlendu bergi brotið sem flyst hingað til lands, verði gert kleift að finna sér hlutverk og aðlagast íslensku samfélagi. Innfluttu fólki verði sýnd full virðing og tryggð mannréttindi. Málefni erlendra ríkisborgara á Íslandi eru nú í ólestri. Fólk býr í atvinnuhúsnæði, skráning og eftirlit er gloppótt. Brotið er á réttindum fólks, íslenskukennsla er af skornum skammti o.s.frv. Mikið innstreymi er af fólki hingað og aldrei meira en síðustu mánuði. Erlendir starfsmenn nálgast nú óðfluga 20.000. Það eru um 13% af íslensku vinnuafli. Við upplifum nú aðstæður sem aldrei hafa komið upp áður þar sem mikill fjöldi erlends fólks mun keppa við Íslendinga um vinnu. Stjórnvöld áttu að bregðast betur við þeim miklu þjóðfélagslegu áskorunum sem felast í stórauknu streymi erlends vinnuafls hingað sem varð þegar frjáls för launafólks frá nýjum aðildarríkjum ESB varð að lögum 1. maí sl. Frjálst flæði erlends vinnuafls á vinnumarkaðinn getur leitt til lækkunar launa. Staða þess starfsfólks sem þegar er komið til landsins verði könnuð, fjölskylduhagir og áform þeirra um framtíðarbúsetu á Íslandi. Þannig má spá fyrir um t.d. fjölgun skólabarna, þörf á kennslu í íslensku og annarri aðlögun. Eftirlit og takmörkun væri einfaldari ef Ísland hefði nýtt sér fyrirvara sem mögulegur var vorið 2006. Við viljum reyna að takmarka á ný frjálst flæði launafólks frá nýjum ríkjum EES og tryggja þá hagsmuni bæði þeirra útlendinga sem hingað vilja koma og þeirra sem eru hér fyrir. Ekki er verið að tala um að loka landinu eða reka fólk á brott, heldur eingöngu lögð áhersla á að sökum smæðar þjóðarinnar er það okkur Íslendingum nauðsynlegt að stýra sjálfir flæði erlendra nýbúa til landsins. Ég þakka landsmönnum stuðning við Frjálslynda flokkinn og óska öllum gæfuríks komandi árs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Í áratugi hafa launþegar, samtök þeirra og stjórnmálaflokkar haft uppi áherslur um velferðarþjóðfélag í bestu merkingu þess. Hér ættu allir að geta lifað af við þau kjör og réttindi sem okkur væru tryggð. Lágmarkslaun á vinnumarkaði og lágmarksbætur Tryggingastofnunar ríkisins (T.R.) til eldri borgara og öryrkja ásamt lífeyrissjóðakerfinu eða atvinnuleysisbótasjóði ættu að tryggja framfærslu, til mannsæmandi lífs. Sem forystumaður stéttarfélags og Landssambands yfirmanna (F.F.S.Í.) og sem formaður Frjálslynda flokksins og alþingismaður hef ég haft þá skoðun að tryggja öllum þau kjör að geta lifað af án fátæktar eða vöntunar nauðþurfta. Að hjúkrun fólks, öldrunarþjónusta og önnur vistunarúrræði stæðu öllum til boða.Stétt með stéttHverri starfsstétt ber skylda að starfa með öðrum starfsstéttum þessa þjóðfélags, að tryggja þau lágmarkskjör og velferðarþjónustu sem gerð var grein fyrir í upphafi þessarar áramótagreinar. Frjálslyndi flokkurinn hefur þá stefnu að lágmarkskjör eigi að duga til þess að lifa mannsæmandi lífi og tryggja velferð.• Bætur almannatrygginga fylgi almennri launavísitölu og nægi til framfærslu.• Skerðing tryggingagreiðslna verði lækkuð og afnumin með öllu á tekjur og lífeyrisgreiðslur undir 50 þúsund krónum á mánuði.• Lífeyrissjóðstekjur séu skattlagðar sem fjármagnstekjur. Afsláttur af fasteignagjöldum aukist með lækkandi tekjum.• Lífskjör fatlaðra verði bætt, dregið verði úr skerðingu bóta vegna atvinnuþátttöku og lífeyrisgreiðslur skerði ekki örorkubætur.• Afnema skal tekjutengingu við laun maka.• Lækka þarf húsnæðiskostnað öryrkja og fatlaðra. Það eru rauntekjur eftir skattgreiðslur til ríkis og sveitarfélaga sem skipta þá sem minnst hafa sér til framfærslu mestu máli. Það er ekki nóg að hækka lægstu laun og bætur T.R. ef skattastefna ríkisstjórnar verður síðan til þess að láglaunafólk og bótaþegar eru að greiða skatta af brúttótekjum sem ekki nægja fólki til lágmarksframfærslu og nauðþurfta.Skattastefna Sjálfstæðis og FramsóknarÞað er sorglegt að líta yfir vegferð ríkisstjórnarinnar í skattamálum einstaklinga sl. 12 ár. Misskipting í launum hefur aukist sem aldrei fyrr og margir hafa tugi milljóna eða hundruði í árslaun. Ríkisstjórnin eykur á misvægið með forgang á að afnema hátekjuskattinn og lækka sérstaklega skatta þeirra sem hæstar tekjur höfðu. Frekar átti að hækka tekjuviðmið og hafa áfram skatt á háar og mjög háar ofurtekjur. Persónuafsláttur var látinn sitja eftir og hafa minna vægi til hækkunar skattleysismarka sem leiddi til þess að skattgreiðendur með lágar tekjur eru beinir tekjuskattsgreiðendur. Þetta kallaði fjármálaráðherra að breikka skattstofninn.Frjálslyndi flokkurinn lagði til fyrir alþingiskosningar 2003 að í stað stefnu ríkisstjórnarinnar yrði þeim 16 milljörðum króna sem átti að verja í 4% flata lækkun tekjuskatts á einstaklinga varið öllum í hækkun persónuafsláttar. Það hefði hækkað skattleysismörk i um 110.000 kr. Hagur lágtekju- og millitekjufólks hefði batnað en þeir sem hæstar hefðu tekjur greiddu meira. Stjórnarandstaðan lagði til í haust að persónuafsláttur yrði hækkaður sem næmi báðum þeim 2% sem taka áttu gildi 1. janúar nk. Allar tillögur frá stjórnarandstöðu um velferðarmál aldraðra og öryrkja sem og hækkun persónuafsláttar voru felldar á haustþinginu.Lækkun virðisaukaskatts á matvöru og aðrar aðgerðir til lækkunar matarverðs eiga síðan að koma til framkvæmda í mars 2007. Að sjálfsögðu kosningamál sem ríkistjórnin leggur með sér. Það verður annarra að fylgja þeirri stefnu eftir. Tímabært er að skipta um ríkisstjórn að vori.Herlaust landEinn merkasti atburður innanlands á árinu var að bandaríska setuliðið fór af landi brott. Aðdragandinn var sérstakur og kom ríkisstjórninni á óvart. Það er ánægjuefni að hér skuli ekki vera vopnum búinn her á friðartímum. Að Bandaríkin færu með sín tæki, tól og mannskap átti öllum að vera ljóst og vinátta Davíðs og Bush breytti því ekki. Hörmungar-ástand er í Írak þar sem nú er borgarastríð og ömurlegt að tveir fyrrum forystumenn okkar þjóðar skildu játast undir þau vígaferli sem skila heimsbyggðinni vaxandi hatri milli þjóða og trúarbragða. Við bentum árið 2004 á að nauðsyn væri að leita samstarfs við norrænar þjóðir um eftirlit og varnir Norðurhafa. Nú eiga sér stað slíkar viðræður sem vonandi leiða til aukinnar samvinnu. Sýnum frumkvæði að því að ræða við rússneska ráðamenn um samskipti og eftirlit Norðurhafa. Veröldin er mikið breytt frá dögum kalda stríðsins, aukin samvinna þjóða á fjölmörgum sviðum og friðarvilji verður að vera leiðarljós nýrrar og friðvænlegrar framtíðar. Landið, miðin og víðerniVið deilum um nýtingu okkar á náttúruauðlindum til lands og sjávar, þar er engin sátt á orðin. Vont kvótakerfi fiskveiða hefur ekki náð þeim markmiðum sem að var stefnt. Lögin áttu að tryggja trausta atvinnu og byggð í landinu og byggja upp fiskistofnana. Einkum okkar aðalnytjastofn, þorskstofninn. Kvótabraskleigukerfið arðrænir bæði sjómenn og sjávarbyggðir, kvótalitlar útgerðir og fiskvinnslur. Það sóar verðmætum, það vita allir þeir sem fiskveiðar stunda. Þeir stóru verða stærri í kerfinu og atvinnuréttur byggðanna safnast á færri hendur. Fólki fækkar í sjávarbyggðunum og allir leita með logandi ljósi að atvinnutækifærum sem gætu orðið tryggari en braskið með atvinnurétt sjávarbyggðanna. Faðir kvótans, Halldór Ásgrímsson, réði Valgerði Sverrisdóttur sem falið var verkefnið iðnvæðing byggðanna, þ.e. stóriðja, einkum álver. Það þarf engan að undra þó öllu sé vel tekið sem viðbót í atvinnu, þar með stóriðju í byggðum sem standa veikt. Forsvarsmenn byggða vilja nýta þá orku sem svæðið býður upp á. Álver af hæfilegri stærð, að því gefnu að orku megi nýta án verulegs skaða á náttúru, er vissulega nothæfur kostur til atvinnusköpunar. Rekstur Norðuráls í Hvalfirði sýndi góðan rekstur þó framleiðsla sé undir 150-200 þúsund tonn á ári. Stjórnvöld verða að hafa stefnu og óþarft að stofna til risaálvera í hverri vík. Reynsla okkar m.a. af Kárahnjúkavirkjun ætti að kenna okkur vandaðri umgengni við náttúruna í framtíðinni. InnflytjendurErlendu fólki fjölgaði ört á Íslandi undanfarin misseri. Frjálslyndi flokkurinn vill að fólki af erlendu bergi brotið sem flyst hingað til lands, verði gert kleift að finna sér hlutverk og aðlagast íslensku samfélagi. Innfluttu fólki verði sýnd full virðing og tryggð mannréttindi. Málefni erlendra ríkisborgara á Íslandi eru nú í ólestri. Fólk býr í atvinnuhúsnæði, skráning og eftirlit er gloppótt. Brotið er á réttindum fólks, íslenskukennsla er af skornum skammti o.s.frv. Mikið innstreymi er af fólki hingað og aldrei meira en síðustu mánuði. Erlendir starfsmenn nálgast nú óðfluga 20.000. Það eru um 13% af íslensku vinnuafli. Við upplifum nú aðstæður sem aldrei hafa komið upp áður þar sem mikill fjöldi erlends fólks mun keppa við Íslendinga um vinnu. Stjórnvöld áttu að bregðast betur við þeim miklu þjóðfélagslegu áskorunum sem felast í stórauknu streymi erlends vinnuafls hingað sem varð þegar frjáls för launafólks frá nýjum aðildarríkjum ESB varð að lögum 1. maí sl. Frjálst flæði erlends vinnuafls á vinnumarkaðinn getur leitt til lækkunar launa. Staða þess starfsfólks sem þegar er komið til landsins verði könnuð, fjölskylduhagir og áform þeirra um framtíðarbúsetu á Íslandi. Þannig má spá fyrir um t.d. fjölgun skólabarna, þörf á kennslu í íslensku og annarri aðlögun. Eftirlit og takmörkun væri einfaldari ef Ísland hefði nýtt sér fyrirvara sem mögulegur var vorið 2006. Við viljum reyna að takmarka á ný frjálst flæði launafólks frá nýjum ríkjum EES og tryggja þá hagsmuni bæði þeirra útlendinga sem hingað vilja koma og þeirra sem eru hér fyrir. Ekki er verið að tala um að loka landinu eða reka fólk á brott, heldur eingöngu lögð áhersla á að sökum smæðar þjóðarinnar er það okkur Íslendingum nauðsynlegt að stýra sjálfir flæði erlendra nýbúa til landsins. Ég þakka landsmönnum stuðning við Frjálslynda flokkinn og óska öllum gæfuríks komandi árs.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun