Viðskipti innlent

Minni hækkanir á hlutabréfum Tryggingamiðstöðin hástökkvari ársins 2006.

Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hækkaði um 15,9 prósent á árinu 2006 og stóð í 6.410 stigum við lokun markaða í gær. Þetta er töluvert minni hækkun en árin 2003-2005 þegar vísitalan hækkaði vel yfir fimmtíu prósent innan árs.

Greiningardeild Kaupþings telur að hækkun ársins sé vel ásættanleg í ljósi þeirra aðstæðna er ríkt hafa á innlendum hlutabréfamarkaði á árinu. Hlutabréf hækkuðu skarpt framan af ári og sleikti Úrvalsvísitalan sjö þúsund stiga múrinn um miðjan febrúar. Upp úr því tóku hlutabréfa að falla hratt og hélst sú lækkun langt fram á sumar. Mikill viðsnúningur varð á markaði á þriðja ársfjórðungi þegar Úrvalsvísitalan hækkaði um tæp fimmtán prósent.

Fjögur félög hækkuðu yfir þrjátíu prósent á árinu, TM, HB Grandi, Glitnir og FL Group. TM hækkaði um tæp fjörutíu prósent. Sjö félög sýndu neikvæða nafnávöxtun á árinu. Mest féllu bréf í Flögu Group árið 2006 eða um 43,2 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×