Dansað kringum gullálfinn 29. desember 2006 06:00 Í útvarpinu á dögunum var rætt við kaupmann á landsbyggðinni um veðrið. Tilefni viðtalsins var að veðrið var hagstætt fyrir verslun. Í íþróttafréttum er West Ham orðið áhugavert vegna þess að íslenskir kaupsýslumenn hafa keypt félagið. Útrás íslenskra banka og annarra stórfyrirtækja hefur orðið til þess að nýjar þjóðhetjur hafa orðið til hér heima, mennirnir sem kaupa upp fyrirtæki í útlöndum. Ísland samtímans er orðið gegnsýrt hugmyndafræði um mælanlega skilvirkni og árangur og þá er um leið gerð krafa um einfaldan og auðskilinn tölulegan mælikvarða. Í þessu virðumst við elta ítrustu útgáfur vestrænnar markaðshyggju, þannig að lítið jafnvægi er í gildismati og viðhorfum. Hin samfélagslega athygli og áhersla er á samanburð og samkeppni frekar en félagslega ábyrgð og uppeldi. Gildin sem eru í forgrunni eru peningar, tíska og útlit. Ekkert virðist marktækt lengur nema hægt sé að festa við það prósentu- eða krónutölu. Eiður Smári Guðjohnsen er ekki fremstur íslenskra knattspyrnumanna vegna þrotlausra æfinga, hæfileika og skilnings á leiknum, heldur vegna þess að hann er dýrastur og spilar í deild þar sem miklir peningar eru í húfi. Stórfyrirtæki og milljónamæringar eru merkilegir og áhugaverðir vegna þess að þeir eiga svo mikla peninga. Fréttastofur telja sig ekki geta sleppt því að segja okkur hvernig þróunin er í Kauphöllinni í öllum almennum fréttatímum jafnvel þótt ekkert sé þar að gerast, en þróun grunnskólans eða leikskólans er þá og því aðeins fréttaefni að mannekla eða verkföll séu í þann veginn að trufla daglega rútínu foreldra. Jafnvel bráðsnjöll og uppbyggileg hugmynd eins og Íþróttaálfurinn í Latabæ, sem stuðla á að hreyfingu og hollum lífsháttum er nú gengin í björg markaðsvæðingar. Íþróttaálfurinn er orðinn mikilvirkur aðgöngumiði banka og stórfyrirtækja að nýjum markaðshópi – litlum börnum. Börnum sem sitja límd og hreyfingarlítil fyrir framan skjáinn. Hefði verið fráleitt að hugsa sér Álfinn sem talsmann jákvæðrar uppbyggingar aðstöðu fyrir íþróttir og hreyfingu? Ástæða er til að velta fyrir sér hvort þetta séu í raun þau gildi og það lífsviðhorf sem við viljum ala börn okkar upp við. Firring markaðsvæðingarinnar, sem gerir alla hluti að varningi með einhvers konar verðmiða, er gengin lengra en margur heldur. Fegurð og útlit er nú markaðsett með svipuðum hætti og gert var áður en vakning varð í kvenréttindamálum á seinni hluta síðustu aldar. Veruleikaþættir og tónlistarmyndbönd yfirkeyra neikvæðar staðalímyndir telpna og drengja þannig að útlitsleg samanburðarfræði er orðin allsráðandi. Hugmyndir um að útlitið skipti ekki öllu virðast álíka úreltar og trúbadúrinn Gylfi Ægisson, sem samdi á sínum tíma Minningu um mann, þar sem „fegurðin að innan þykir best“. Efnahagsleg velgengni er vissulega þakkarverð, en ástæða er til að minnast Mídasar konungs. Hann áttaði sig ekki fyrr en of seint á dekkri hliðum þeirrar efnahagslegu velgengni sem fólst í þakkargjöf Díonysosar. Væri það ekki skelfileg tilhugsun ef snerting okkar breytti börnum okkar í skynlausar gullstyttur líkt og þegar Mídas snerti dóttur sína? En spyrja má: Á hvað á þá að leggja áherslu og hvaða gildi eiga að vera í brennidepli? Engin ástæða er til að fylgja fordæmi Mídasar konungs og gerast algerlega fráhverf veraldlegum gæðum. Hins vegar er þetta spurning um jafnvægi og að við köstum ekki grundvallargildum um virðingu og tillitssemi fyrir róða. Við þurfum að bera virðingu fyrir okkur sjálfum og hvert fyrir öðru, en ekki síst að reyna að miðla þeirri virðingu og þeirri tillitssemi til barna okkar. Foreldrar og heimili eru í lykilhlutverki við að efla þroska barnsins og því er ekki hægt að framselja þá ábyrgð alfarið til skólans eða uppeldisstofnana að rækta þau gildi sem efla félagsþroska. Það er mikilvægt að byrja þetta ræktunarstarf strax í leikskóla og halda því áfram upp grunnskólann – í samstarfi heimila og skóla – með uppbyggingu jákvæðs umhverfis að leiðarljósi. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir framtíðarvelferð og velsæld landsmanna, að byggja upp jákvætt hugarfar virðingar, vináttu og tillitssemi hjá æskunni. Skammsýnn dans í kringum gullkálfa og/eða gullálfa mun hins vegar engu skila nema vandræðum. Birgir Guðmundsson Birgir Guðmundsson er lektor í fjölmiðlafræði við sama skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hermundur Sigmundsson Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Í útvarpinu á dögunum var rætt við kaupmann á landsbyggðinni um veðrið. Tilefni viðtalsins var að veðrið var hagstætt fyrir verslun. Í íþróttafréttum er West Ham orðið áhugavert vegna þess að íslenskir kaupsýslumenn hafa keypt félagið. Útrás íslenskra banka og annarra stórfyrirtækja hefur orðið til þess að nýjar þjóðhetjur hafa orðið til hér heima, mennirnir sem kaupa upp fyrirtæki í útlöndum. Ísland samtímans er orðið gegnsýrt hugmyndafræði um mælanlega skilvirkni og árangur og þá er um leið gerð krafa um einfaldan og auðskilinn tölulegan mælikvarða. Í þessu virðumst við elta ítrustu útgáfur vestrænnar markaðshyggju, þannig að lítið jafnvægi er í gildismati og viðhorfum. Hin samfélagslega athygli og áhersla er á samanburð og samkeppni frekar en félagslega ábyrgð og uppeldi. Gildin sem eru í forgrunni eru peningar, tíska og útlit. Ekkert virðist marktækt lengur nema hægt sé að festa við það prósentu- eða krónutölu. Eiður Smári Guðjohnsen er ekki fremstur íslenskra knattspyrnumanna vegna þrotlausra æfinga, hæfileika og skilnings á leiknum, heldur vegna þess að hann er dýrastur og spilar í deild þar sem miklir peningar eru í húfi. Stórfyrirtæki og milljónamæringar eru merkilegir og áhugaverðir vegna þess að þeir eiga svo mikla peninga. Fréttastofur telja sig ekki geta sleppt því að segja okkur hvernig þróunin er í Kauphöllinni í öllum almennum fréttatímum jafnvel þótt ekkert sé þar að gerast, en þróun grunnskólans eða leikskólans er þá og því aðeins fréttaefni að mannekla eða verkföll séu í þann veginn að trufla daglega rútínu foreldra. Jafnvel bráðsnjöll og uppbyggileg hugmynd eins og Íþróttaálfurinn í Latabæ, sem stuðla á að hreyfingu og hollum lífsháttum er nú gengin í björg markaðsvæðingar. Íþróttaálfurinn er orðinn mikilvirkur aðgöngumiði banka og stórfyrirtækja að nýjum markaðshópi – litlum börnum. Börnum sem sitja límd og hreyfingarlítil fyrir framan skjáinn. Hefði verið fráleitt að hugsa sér Álfinn sem talsmann jákvæðrar uppbyggingar aðstöðu fyrir íþróttir og hreyfingu? Ástæða er til að velta fyrir sér hvort þetta séu í raun þau gildi og það lífsviðhorf sem við viljum ala börn okkar upp við. Firring markaðsvæðingarinnar, sem gerir alla hluti að varningi með einhvers konar verðmiða, er gengin lengra en margur heldur. Fegurð og útlit er nú markaðsett með svipuðum hætti og gert var áður en vakning varð í kvenréttindamálum á seinni hluta síðustu aldar. Veruleikaþættir og tónlistarmyndbönd yfirkeyra neikvæðar staðalímyndir telpna og drengja þannig að útlitsleg samanburðarfræði er orðin allsráðandi. Hugmyndir um að útlitið skipti ekki öllu virðast álíka úreltar og trúbadúrinn Gylfi Ægisson, sem samdi á sínum tíma Minningu um mann, þar sem „fegurðin að innan þykir best“. Efnahagsleg velgengni er vissulega þakkarverð, en ástæða er til að minnast Mídasar konungs. Hann áttaði sig ekki fyrr en of seint á dekkri hliðum þeirrar efnahagslegu velgengni sem fólst í þakkargjöf Díonysosar. Væri það ekki skelfileg tilhugsun ef snerting okkar breytti börnum okkar í skynlausar gullstyttur líkt og þegar Mídas snerti dóttur sína? En spyrja má: Á hvað á þá að leggja áherslu og hvaða gildi eiga að vera í brennidepli? Engin ástæða er til að fylgja fordæmi Mídasar konungs og gerast algerlega fráhverf veraldlegum gæðum. Hins vegar er þetta spurning um jafnvægi og að við köstum ekki grundvallargildum um virðingu og tillitssemi fyrir róða. Við þurfum að bera virðingu fyrir okkur sjálfum og hvert fyrir öðru, en ekki síst að reyna að miðla þeirri virðingu og þeirri tillitssemi til barna okkar. Foreldrar og heimili eru í lykilhlutverki við að efla þroska barnsins og því er ekki hægt að framselja þá ábyrgð alfarið til skólans eða uppeldisstofnana að rækta þau gildi sem efla félagsþroska. Það er mikilvægt að byrja þetta ræktunarstarf strax í leikskóla og halda því áfram upp grunnskólann – í samstarfi heimila og skóla – með uppbyggingu jákvæðs umhverfis að leiðarljósi. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir framtíðarvelferð og velsæld landsmanna, að byggja upp jákvætt hugarfar virðingar, vináttu og tillitssemi hjá æskunni. Skammsýnn dans í kringum gullkálfa og/eða gullálfa mun hins vegar engu skila nema vandræðum. Birgir Guðmundsson Birgir Guðmundsson er lektor í fjölmiðlafræði við sama skóla.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun