Dansað kringum gullálfinn 29. desember 2006 06:00 Í útvarpinu á dögunum var rætt við kaupmann á landsbyggðinni um veðrið. Tilefni viðtalsins var að veðrið var hagstætt fyrir verslun. Í íþróttafréttum er West Ham orðið áhugavert vegna þess að íslenskir kaupsýslumenn hafa keypt félagið. Útrás íslenskra banka og annarra stórfyrirtækja hefur orðið til þess að nýjar þjóðhetjur hafa orðið til hér heima, mennirnir sem kaupa upp fyrirtæki í útlöndum. Ísland samtímans er orðið gegnsýrt hugmyndafræði um mælanlega skilvirkni og árangur og þá er um leið gerð krafa um einfaldan og auðskilinn tölulegan mælikvarða. Í þessu virðumst við elta ítrustu útgáfur vestrænnar markaðshyggju, þannig að lítið jafnvægi er í gildismati og viðhorfum. Hin samfélagslega athygli og áhersla er á samanburð og samkeppni frekar en félagslega ábyrgð og uppeldi. Gildin sem eru í forgrunni eru peningar, tíska og útlit. Ekkert virðist marktækt lengur nema hægt sé að festa við það prósentu- eða krónutölu. Eiður Smári Guðjohnsen er ekki fremstur íslenskra knattspyrnumanna vegna þrotlausra æfinga, hæfileika og skilnings á leiknum, heldur vegna þess að hann er dýrastur og spilar í deild þar sem miklir peningar eru í húfi. Stórfyrirtæki og milljónamæringar eru merkilegir og áhugaverðir vegna þess að þeir eiga svo mikla peninga. Fréttastofur telja sig ekki geta sleppt því að segja okkur hvernig þróunin er í Kauphöllinni í öllum almennum fréttatímum jafnvel þótt ekkert sé þar að gerast, en þróun grunnskólans eða leikskólans er þá og því aðeins fréttaefni að mannekla eða verkföll séu í þann veginn að trufla daglega rútínu foreldra. Jafnvel bráðsnjöll og uppbyggileg hugmynd eins og Íþróttaálfurinn í Latabæ, sem stuðla á að hreyfingu og hollum lífsháttum er nú gengin í björg markaðsvæðingar. Íþróttaálfurinn er orðinn mikilvirkur aðgöngumiði banka og stórfyrirtækja að nýjum markaðshópi – litlum börnum. Börnum sem sitja límd og hreyfingarlítil fyrir framan skjáinn. Hefði verið fráleitt að hugsa sér Álfinn sem talsmann jákvæðrar uppbyggingar aðstöðu fyrir íþróttir og hreyfingu? Ástæða er til að velta fyrir sér hvort þetta séu í raun þau gildi og það lífsviðhorf sem við viljum ala börn okkar upp við. Firring markaðsvæðingarinnar, sem gerir alla hluti að varningi með einhvers konar verðmiða, er gengin lengra en margur heldur. Fegurð og útlit er nú markaðsett með svipuðum hætti og gert var áður en vakning varð í kvenréttindamálum á seinni hluta síðustu aldar. Veruleikaþættir og tónlistarmyndbönd yfirkeyra neikvæðar staðalímyndir telpna og drengja þannig að útlitsleg samanburðarfræði er orðin allsráðandi. Hugmyndir um að útlitið skipti ekki öllu virðast álíka úreltar og trúbadúrinn Gylfi Ægisson, sem samdi á sínum tíma Minningu um mann, þar sem „fegurðin að innan þykir best“. Efnahagsleg velgengni er vissulega þakkarverð, en ástæða er til að minnast Mídasar konungs. Hann áttaði sig ekki fyrr en of seint á dekkri hliðum þeirrar efnahagslegu velgengni sem fólst í þakkargjöf Díonysosar. Væri það ekki skelfileg tilhugsun ef snerting okkar breytti börnum okkar í skynlausar gullstyttur líkt og þegar Mídas snerti dóttur sína? En spyrja má: Á hvað á þá að leggja áherslu og hvaða gildi eiga að vera í brennidepli? Engin ástæða er til að fylgja fordæmi Mídasar konungs og gerast algerlega fráhverf veraldlegum gæðum. Hins vegar er þetta spurning um jafnvægi og að við köstum ekki grundvallargildum um virðingu og tillitssemi fyrir róða. Við þurfum að bera virðingu fyrir okkur sjálfum og hvert fyrir öðru, en ekki síst að reyna að miðla þeirri virðingu og þeirri tillitssemi til barna okkar. Foreldrar og heimili eru í lykilhlutverki við að efla þroska barnsins og því er ekki hægt að framselja þá ábyrgð alfarið til skólans eða uppeldisstofnana að rækta þau gildi sem efla félagsþroska. Það er mikilvægt að byrja þetta ræktunarstarf strax í leikskóla og halda því áfram upp grunnskólann – í samstarfi heimila og skóla – með uppbyggingu jákvæðs umhverfis að leiðarljósi. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir framtíðarvelferð og velsæld landsmanna, að byggja upp jákvætt hugarfar virðingar, vináttu og tillitssemi hjá æskunni. Skammsýnn dans í kringum gullkálfa og/eða gullálfa mun hins vegar engu skila nema vandræðum. Birgir Guðmundsson Birgir Guðmundsson er lektor í fjölmiðlafræði við sama skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hermundur Sigmundsson Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Sjá meira
Í útvarpinu á dögunum var rætt við kaupmann á landsbyggðinni um veðrið. Tilefni viðtalsins var að veðrið var hagstætt fyrir verslun. Í íþróttafréttum er West Ham orðið áhugavert vegna þess að íslenskir kaupsýslumenn hafa keypt félagið. Útrás íslenskra banka og annarra stórfyrirtækja hefur orðið til þess að nýjar þjóðhetjur hafa orðið til hér heima, mennirnir sem kaupa upp fyrirtæki í útlöndum. Ísland samtímans er orðið gegnsýrt hugmyndafræði um mælanlega skilvirkni og árangur og þá er um leið gerð krafa um einfaldan og auðskilinn tölulegan mælikvarða. Í þessu virðumst við elta ítrustu útgáfur vestrænnar markaðshyggju, þannig að lítið jafnvægi er í gildismati og viðhorfum. Hin samfélagslega athygli og áhersla er á samanburð og samkeppni frekar en félagslega ábyrgð og uppeldi. Gildin sem eru í forgrunni eru peningar, tíska og útlit. Ekkert virðist marktækt lengur nema hægt sé að festa við það prósentu- eða krónutölu. Eiður Smári Guðjohnsen er ekki fremstur íslenskra knattspyrnumanna vegna þrotlausra æfinga, hæfileika og skilnings á leiknum, heldur vegna þess að hann er dýrastur og spilar í deild þar sem miklir peningar eru í húfi. Stórfyrirtæki og milljónamæringar eru merkilegir og áhugaverðir vegna þess að þeir eiga svo mikla peninga. Fréttastofur telja sig ekki geta sleppt því að segja okkur hvernig þróunin er í Kauphöllinni í öllum almennum fréttatímum jafnvel þótt ekkert sé þar að gerast, en þróun grunnskólans eða leikskólans er þá og því aðeins fréttaefni að mannekla eða verkföll séu í þann veginn að trufla daglega rútínu foreldra. Jafnvel bráðsnjöll og uppbyggileg hugmynd eins og Íþróttaálfurinn í Latabæ, sem stuðla á að hreyfingu og hollum lífsháttum er nú gengin í björg markaðsvæðingar. Íþróttaálfurinn er orðinn mikilvirkur aðgöngumiði banka og stórfyrirtækja að nýjum markaðshópi – litlum börnum. Börnum sem sitja límd og hreyfingarlítil fyrir framan skjáinn. Hefði verið fráleitt að hugsa sér Álfinn sem talsmann jákvæðrar uppbyggingar aðstöðu fyrir íþróttir og hreyfingu? Ástæða er til að velta fyrir sér hvort þetta séu í raun þau gildi og það lífsviðhorf sem við viljum ala börn okkar upp við. Firring markaðsvæðingarinnar, sem gerir alla hluti að varningi með einhvers konar verðmiða, er gengin lengra en margur heldur. Fegurð og útlit er nú markaðsett með svipuðum hætti og gert var áður en vakning varð í kvenréttindamálum á seinni hluta síðustu aldar. Veruleikaþættir og tónlistarmyndbönd yfirkeyra neikvæðar staðalímyndir telpna og drengja þannig að útlitsleg samanburðarfræði er orðin allsráðandi. Hugmyndir um að útlitið skipti ekki öllu virðast álíka úreltar og trúbadúrinn Gylfi Ægisson, sem samdi á sínum tíma Minningu um mann, þar sem „fegurðin að innan þykir best“. Efnahagsleg velgengni er vissulega þakkarverð, en ástæða er til að minnast Mídasar konungs. Hann áttaði sig ekki fyrr en of seint á dekkri hliðum þeirrar efnahagslegu velgengni sem fólst í þakkargjöf Díonysosar. Væri það ekki skelfileg tilhugsun ef snerting okkar breytti börnum okkar í skynlausar gullstyttur líkt og þegar Mídas snerti dóttur sína? En spyrja má: Á hvað á þá að leggja áherslu og hvaða gildi eiga að vera í brennidepli? Engin ástæða er til að fylgja fordæmi Mídasar konungs og gerast algerlega fráhverf veraldlegum gæðum. Hins vegar er þetta spurning um jafnvægi og að við köstum ekki grundvallargildum um virðingu og tillitssemi fyrir róða. Við þurfum að bera virðingu fyrir okkur sjálfum og hvert fyrir öðru, en ekki síst að reyna að miðla þeirri virðingu og þeirri tillitssemi til barna okkar. Foreldrar og heimili eru í lykilhlutverki við að efla þroska barnsins og því er ekki hægt að framselja þá ábyrgð alfarið til skólans eða uppeldisstofnana að rækta þau gildi sem efla félagsþroska. Það er mikilvægt að byrja þetta ræktunarstarf strax í leikskóla og halda því áfram upp grunnskólann – í samstarfi heimila og skóla – með uppbyggingu jákvæðs umhverfis að leiðarljósi. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir framtíðarvelferð og velsæld landsmanna, að byggja upp jákvætt hugarfar virðingar, vináttu og tillitssemi hjá æskunni. Skammsýnn dans í kringum gullkálfa og/eða gullálfa mun hins vegar engu skila nema vandræðum. Birgir Guðmundsson Birgir Guðmundsson er lektor í fjölmiðlafræði við sama skóla.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun