Viðskipti innlent

Sund selur og kaupir

Sund fjárfestingarfélag hefur eignast um fimm prósenta hlut í FL Group sem kostaði tæpa 9,3 milljarða króna. Seljandi bréfanna var FL.

Jafnframt seldi Sund, sem er í jafnri eigu Gunnþórunnar Jónsdóttur, Jóns Kristjánssonar og Gabríelu Kristjánsdóttur, 3,75 prósenta hlut í Straumi-Burðarási fyrir sjö milljarða króna. Eftir viðskiptin nemur hlutur Sunds í Straumi 3,53 prósentum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×