Búa til risa í norrænum ferðaþjónustuiðnaði 28. desember 2006 07:15 FL selur Sterling til Northern Travel Holding og tekur hlut í því ásamt Fons og Sundi. Iceland Express, Astraeus og Ticket renna einnig inn í NTH. Innan vébanda þess er stærsta lággjaldaflugfélag Norðurlanda og stærsta ferðaskrifstofukeðjan. Horft til skráningar árið 2008 eða 2009. FL Group hefur selt allan hlut sinn í Sterling, stærsta lággjaldaflugfélagi Norðurlanda, til Northern Travel Holding, eignarhaldsfélags í ferðaþjónustu, fyrir tuttugu milljarða króna. Kaupverðið er greitt með sex milljörðum króna í reiðufé og fjórtán milljörðum króna í formi láns frá seljanda til þriggja ára. Salan hefur óveruleg áhrif á afkomu FL. Eigendur Northern Travel eru Fons eignarhaldsfélag, FL Group og Sund og verður hið nýja félag með ráðandi stöðu á flestum vígstöðvum í norrænum ferðaþjónustuiðnaði. Eigið fé Northern Travel er um 11,5 milljarðar króna, árleg heildarvelta er áætluð 120 milljarðar króna og flýgur félagið með 7,5 milljónir farþega. Pálmi Haraldsson, stjórnarformaður Northern Travel og annar eiganda Fons, segir að endalausir möguleikar bíði hins nýja félags sem starfi á stóru en vannýttu markaðssvæði. „Það er alveg ljóst að þessi félög styðja við hvert annað, enda eru nokkur þeirra þau stærstu á sínu sviði á Norðurlöndum. Það eru 55 breiðþotur að fara frá Skandinavíu til Bangkok í hverri viku. Við erum ekki með eina einustu vél en samt er ég að selja 40 prósent af sætunum." NTH tekur einnig yfir Iceland Express og Hekla Travel að öllu leyti, 51 prósents hlut í breska leiguflugfélaginu Astraeus og 29,26 prósenta hlut í Ticket, stærstu ferðaskrifstofukeðju Norðurlanda. Þessi bréf voru áður eigu Fons. Engar breytingar eru fyrirhugaðar á yfirstjórn dótturfélaganna. Pálmi útilokar ekki skráningu á markað árið 2008 eða 2009. „Það er alveg ljóst að ef afkoman gengur eftir þá verður farið í skráningu til að ná í meira áhættufé og við getum haldið áfram að vaxa. Heimurinn er stór en Ísland er lítið." Sterling og Maersk Air var bjargað af Fons úr miklum taprekstri snemma árið 2005. Pálmi sameinaði félögin undir merkjum Sterling og seldi það til FL Group fyrir fimmtán milljarða króna í október í fyrra. Hann segir fátt benda til annars en að viðsnúningur sem orðið hefur á rekstri Sterlings haldi áfram. „Ég sá mikið á eftir Sterling á sínum tíma því ég var alltaf með þessa mynd í huga. En stundum fær maður tilboð sem maður getur ekki hafnað." eggert@frettabladid.is Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
FL selur Sterling til Northern Travel Holding og tekur hlut í því ásamt Fons og Sundi. Iceland Express, Astraeus og Ticket renna einnig inn í NTH. Innan vébanda þess er stærsta lággjaldaflugfélag Norðurlanda og stærsta ferðaskrifstofukeðjan. Horft til skráningar árið 2008 eða 2009. FL Group hefur selt allan hlut sinn í Sterling, stærsta lággjaldaflugfélagi Norðurlanda, til Northern Travel Holding, eignarhaldsfélags í ferðaþjónustu, fyrir tuttugu milljarða króna. Kaupverðið er greitt með sex milljörðum króna í reiðufé og fjórtán milljörðum króna í formi láns frá seljanda til þriggja ára. Salan hefur óveruleg áhrif á afkomu FL. Eigendur Northern Travel eru Fons eignarhaldsfélag, FL Group og Sund og verður hið nýja félag með ráðandi stöðu á flestum vígstöðvum í norrænum ferðaþjónustuiðnaði. Eigið fé Northern Travel er um 11,5 milljarðar króna, árleg heildarvelta er áætluð 120 milljarðar króna og flýgur félagið með 7,5 milljónir farþega. Pálmi Haraldsson, stjórnarformaður Northern Travel og annar eiganda Fons, segir að endalausir möguleikar bíði hins nýja félags sem starfi á stóru en vannýttu markaðssvæði. „Það er alveg ljóst að þessi félög styðja við hvert annað, enda eru nokkur þeirra þau stærstu á sínu sviði á Norðurlöndum. Það eru 55 breiðþotur að fara frá Skandinavíu til Bangkok í hverri viku. Við erum ekki með eina einustu vél en samt er ég að selja 40 prósent af sætunum." NTH tekur einnig yfir Iceland Express og Hekla Travel að öllu leyti, 51 prósents hlut í breska leiguflugfélaginu Astraeus og 29,26 prósenta hlut í Ticket, stærstu ferðaskrifstofukeðju Norðurlanda. Þessi bréf voru áður eigu Fons. Engar breytingar eru fyrirhugaðar á yfirstjórn dótturfélaganna. Pálmi útilokar ekki skráningu á markað árið 2008 eða 2009. „Það er alveg ljóst að ef afkoman gengur eftir þá verður farið í skráningu til að ná í meira áhættufé og við getum haldið áfram að vaxa. Heimurinn er stór en Ísland er lítið." Sterling og Maersk Air var bjargað af Fons úr miklum taprekstri snemma árið 2005. Pálmi sameinaði félögin undir merkjum Sterling og seldi það til FL Group fyrir fimmtán milljarða króna í október í fyrra. Hann segir fátt benda til annars en að viðsnúningur sem orðið hefur á rekstri Sterlings haldi áfram. „Ég sá mikið á eftir Sterling á sínum tíma því ég var alltaf með þessa mynd í huga. En stundum fær maður tilboð sem maður getur ekki hafnað." eggert@frettabladid.is
Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira