Viðskipti innlent

Glitnir heldur einkunn

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Lánshæfi Glitnis er óbreytt að mati Standard & Poor’s sem staðfesti mat sitt þrátt fyrir að matsfyrirtækið hafi lækkað lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins.

Ástæðurnar að baki lækkuðu mati hjá ríkinu voru teknar með í reikninginn við endurskoðun á mati Glitnis, að Standard & Poor’s, en við matið styður styrk staða bankans á heimamarkaði sem og landfræðileg dreifing með starfsemi bankans í Noregi og í Svíþjóð frá því í maí á þessu ári.

„Í einkunnagjöfinni er einnig horft til jafns og stöðugs hagnaðar af starfseminni og gæða eigna.“

Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis segir þessa afstöðu Standar & Poor‘s mikilvæga fyrir lánakerfið og staðfesti að Glitnir, sem sé eini bankinn sem metinn er af S&P, sé svo eignadreifður að mat á veikleikum í íslenska hagkerfinu breyti ekki mati á fjárhagslegum styrk og lánshæfi bankans.

„Ef að líkum lætur mætti draga sömu ályktun um aðra íslenska viðskiptabanka.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×