FL fer úr Straumi með Finnair í farteskinu 16. desember 2006 06:00 Björgólfur Thor Björgólfsson ræðir við fundargesti. Friðrik Jóhannsson, forstjóri Straums, og Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Straums, fylgjast með. Straumur-Burðarás, Samvinnutryggingar og aðrir fjárfestar kaupa 22,6 prósenta hlut í Straumi af FL Group fyrir 42 milljarða króna. FL fær peninga, hlutabréf í Finnair og hefur bolmagn til að ráðast í 200 milljarða verkefni. FL Group hefur selt 22,6 prósent eignarhluta síns í Straumi-Burðarási Fjárfestingarbanka. Kaupendur eru bankinn sjálfur og hópur fjárfesta, en stefnt er að því að ganga frá viðskiptunum þann 22. desember næst komandi. Seljandinn fær fyrir sinn snúð 42,1 milljarð króna, þar af 28,3 milljarða króna í peningum, 10,2 milljarða með hlutabréfum í Finnair og 3,6 milljarða í skráðum íslenskum fyrirtækjum. FL Group á nú orðið 23 prósenta hlut í Finnair. Eftir viðskiptin heldur FL utan um fjögurra prósenta hlut í Straumi. Meðal nýrra fjárfesta, sem koma að Straumi, eru Löngusker, félag í eigu Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga, og tveir bandarískir fagfjárfestar. Straumur kaupir tæplega tíu prósenta hlut af eigin bréfum. Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Straums-Burðaráss, býst ekki við að bankinn eigi bréfin til langs tíma; bréfunum verði annaðhvort miðlað út til áhrifafjárfesta eða stærri hóps fjárfesta. Með viðskiptunum lýkur stuttu samstarfi Björgólfs Thors Björgólfssonar, stjórnarformanns Straums-Burðaráss, og Hannesar Smárasonar, forstjóra FL og annars aðaleigenda FL Group. FL Group kom óvænt inn í hluthafahóp Straums í júlí þegar félagið festi kaup á 24,4 prósentum hlutafjár af þeim Magnúsi Kristinssyni og Kristni Björnssyni sem höfðu lent í minnihluta innan stjórnar Straums. Þótt FL Group hafi selt bréf á genginu átján sem voru keypt á 18,9, segir Hannes Smárason, forstjóri FL Group, að viðskiptin komi ekki illa út fjárhagslega þar sem bréfin hafi verið keypt á sínum tíma í skiptum fyrir önnur bréf (FL og Kaupþing) sem einnig voru á yfirverði. Ekki megi horfa fram hjá því að eigið fé félagsins hafi aukist um 35 milljarða í sumar og alltaf kosti að ná í nýtt eigið fé. Eiginfjárstaða FL er sterk þessa dagana eftir þessa sölu og fréttir í vikunni af nýjum fjármögnunarsamningi við Barclay Capital. „Fjárfestingargeta félagsins er sjálfsagt yfir 300 milljarðar. Þar af eru kannski eitt hundrað milljarðar króna í verkefnum þannig að við höfum gríðarlegan slagkraft.“ Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Straumur-Burðarás, Samvinnutryggingar og aðrir fjárfestar kaupa 22,6 prósenta hlut í Straumi af FL Group fyrir 42 milljarða króna. FL fær peninga, hlutabréf í Finnair og hefur bolmagn til að ráðast í 200 milljarða verkefni. FL Group hefur selt 22,6 prósent eignarhluta síns í Straumi-Burðarási Fjárfestingarbanka. Kaupendur eru bankinn sjálfur og hópur fjárfesta, en stefnt er að því að ganga frá viðskiptunum þann 22. desember næst komandi. Seljandinn fær fyrir sinn snúð 42,1 milljarð króna, þar af 28,3 milljarða króna í peningum, 10,2 milljarða með hlutabréfum í Finnair og 3,6 milljarða í skráðum íslenskum fyrirtækjum. FL Group á nú orðið 23 prósenta hlut í Finnair. Eftir viðskiptin heldur FL utan um fjögurra prósenta hlut í Straumi. Meðal nýrra fjárfesta, sem koma að Straumi, eru Löngusker, félag í eigu Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga, og tveir bandarískir fagfjárfestar. Straumur kaupir tæplega tíu prósenta hlut af eigin bréfum. Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Straums-Burðaráss, býst ekki við að bankinn eigi bréfin til langs tíma; bréfunum verði annaðhvort miðlað út til áhrifafjárfesta eða stærri hóps fjárfesta. Með viðskiptunum lýkur stuttu samstarfi Björgólfs Thors Björgólfssonar, stjórnarformanns Straums-Burðaráss, og Hannesar Smárasonar, forstjóra FL og annars aðaleigenda FL Group. FL Group kom óvænt inn í hluthafahóp Straums í júlí þegar félagið festi kaup á 24,4 prósentum hlutafjár af þeim Magnúsi Kristinssyni og Kristni Björnssyni sem höfðu lent í minnihluta innan stjórnar Straums. Þótt FL Group hafi selt bréf á genginu átján sem voru keypt á 18,9, segir Hannes Smárason, forstjóri FL Group, að viðskiptin komi ekki illa út fjárhagslega þar sem bréfin hafi verið keypt á sínum tíma í skiptum fyrir önnur bréf (FL og Kaupþing) sem einnig voru á yfirverði. Ekki megi horfa fram hjá því að eigið fé félagsins hafi aukist um 35 milljarða í sumar og alltaf kosti að ná í nýtt eigið fé. Eiginfjárstaða FL er sterk þessa dagana eftir þessa sölu og fréttir í vikunni af nýjum fjármögnunarsamningi við Barclay Capital. „Fjárfestingargeta félagsins er sjálfsagt yfir 300 milljarðar. Þar af eru kannski eitt hundrað milljarðar króna í verkefnum þannig að við höfum gríðarlegan slagkraft.“
Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira