Hið hættulega, læknisfræðilega umhverfi sjúklinga 14. desember 2006 05:00 Mesti hluti endurhæfingartíma einstaklings sem hefur orðið fyrir slagi er á spítala. Þar er einkum beitt sjónum að líkamlegum einkennum; læknir fylgist með blóðþrýstingi og taugafræðilegum framförum eða þróun. Sama gera taugasálfræðingar og hjúkrunarkonur. Sjúkraliðar aðstoða sjúklinga við að annast daglegar, eðlilegar þarfir. Talmeinafræðingur aðstoðar með æfingum að vistmaður nái eðlilegu tali á ný. Sjúkraþjálfari æfir líkama vistmanns svo hann nái sem sem sterkustum og heilbrigðustum líkama. Iðjuþjálfar kenna og æfa daglega iðju vistmanns svo sem að klæða sig í föt, elda mat en einnig í almennri færni eins og að flétta körfur, mála myndir og þar fram eftir götunum. Allt er þetta gott og blessað en á það sameiginlegt að þjálfunin beinist að líkamlegum framförum sem vissulega eru mikilvægar. Andleg þjálfun er meira og minna útundan. Með öðrum orðum dvelur vistmaðurinn í umhverfi sjúkrahúss, vistast í læknisfræðilegu umhverfi en er sviptur daglegu, eðlilegu lífi. Þetta veldur oft því, að sjúklingurinn verður háður hinu örygga umhverfi sjúkrahússins og þorir vart að stíga út í lífið á nýjan leik, verður skömmustuleg mannafæla og einangrast oft á nýju heimili. Aðstandendur gera oft ekki ráð fyrir að sjúklingurinn geti lifað aftur eðlilegu lífi og hjálpa til við einangrunina. Þetta ástand gildir ekki aðeins um heilaskaðaða, heldur sjúklinga almennt sem orðið hafa fyrir alvarlegu áfalli, eins og t.d. hjartasjúklingar og taugalömun. Oftar en ekki eru menn hafðir í hjólastólum með tilheyrandi hindrunum og niðurlægingu. Sjúkingurinn á í erfiðleikum með að komast aftur út í lífið og nýta þá krafta sem hann býr oft yfir. Þessu má breyta. Sjúkrahúsin þurfa að breyta starfsemi sinni. Að lokinni endurþjálfun líkamans á að leggja áherslu á félagslega og andlega endurhæfingu sem gerir vistmanninn hæfan til að takast á við eigið líf utan stofnunarinnar. Aðstandendur og hjúkrunarfólk hverfur oft undan vistmanninum og þá þarf hann að vera svo í stakk búinn að geta tekist á við lífið sem unnt er. Á síðari stigum endurhæfingar þarf því að breyta læknisfræðilegu umhverfi í félagslegt umhverfi. Sjúklingar þurfa að læra að venjast því að halda út í lífið á nýjan leik með t.d. bíó- og leikhúsferðum eða styttri ferðalögum, jafnvel utanlandsferðum. Það þarf að koma upp skemmtikvöldum á stofnuninni þar sem aðstandendur taka þátt og vistmenn kynnast heilbrigðu fólki. Vistmenn þurfa að taka þátt í hátíðisdögum og blanda sér sem mest í venjulegt líf fólks. Í stað þess að hljóta styrki og bætur frá ríkinu og verða minntur mánaðarlega á, að hann sé baggi á samfélaginu, á ríkið að útvega þeim störf við hæfi, t. d. við kennslu, þar sem þeir geta upplýst um lífsreynslu sína, og þegið mannsæmandi laun. Þar með gæti ríkið sparað tryggingarútlát en fengið skatta (kannski minni en venjulega) af vinnu sjúklinga. Endurmenntun er einnig veigamikill þáttur í þessu sambandi. Og sjúklingar fyndu fyrir félagslegri getu sinni og sjálfstæði. Öll félagsleg endurhæfing myndi miða að hinu sjálfstæða lífi vistmanna að lokinni dvöl á sjúkrahúsi. Þannig yrðu vistmenn aftur eðlilegir samfélagsþegnar í stað þess að vera minntir daglega á að þeir séu sjúklingar sem eru þurfalingar á þjóðfélaginu. Á síðari stigum endurhæfingar þarf því að breyta læknisfræðilegum umhverfi í félagslegt umhverfi. Sjúklingar þurfa að læra að venjast því að halda út í lífið á nýjan leik. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Mesti hluti endurhæfingartíma einstaklings sem hefur orðið fyrir slagi er á spítala. Þar er einkum beitt sjónum að líkamlegum einkennum; læknir fylgist með blóðþrýstingi og taugafræðilegum framförum eða þróun. Sama gera taugasálfræðingar og hjúkrunarkonur. Sjúkraliðar aðstoða sjúklinga við að annast daglegar, eðlilegar þarfir. Talmeinafræðingur aðstoðar með æfingum að vistmaður nái eðlilegu tali á ný. Sjúkraþjálfari æfir líkama vistmanns svo hann nái sem sem sterkustum og heilbrigðustum líkama. Iðjuþjálfar kenna og æfa daglega iðju vistmanns svo sem að klæða sig í föt, elda mat en einnig í almennri færni eins og að flétta körfur, mála myndir og þar fram eftir götunum. Allt er þetta gott og blessað en á það sameiginlegt að þjálfunin beinist að líkamlegum framförum sem vissulega eru mikilvægar. Andleg þjálfun er meira og minna útundan. Með öðrum orðum dvelur vistmaðurinn í umhverfi sjúkrahúss, vistast í læknisfræðilegu umhverfi en er sviptur daglegu, eðlilegu lífi. Þetta veldur oft því, að sjúklingurinn verður háður hinu örygga umhverfi sjúkrahússins og þorir vart að stíga út í lífið á nýjan leik, verður skömmustuleg mannafæla og einangrast oft á nýju heimili. Aðstandendur gera oft ekki ráð fyrir að sjúklingurinn geti lifað aftur eðlilegu lífi og hjálpa til við einangrunina. Þetta ástand gildir ekki aðeins um heilaskaðaða, heldur sjúklinga almennt sem orðið hafa fyrir alvarlegu áfalli, eins og t.d. hjartasjúklingar og taugalömun. Oftar en ekki eru menn hafðir í hjólastólum með tilheyrandi hindrunum og niðurlægingu. Sjúkingurinn á í erfiðleikum með að komast aftur út í lífið og nýta þá krafta sem hann býr oft yfir. Þessu má breyta. Sjúkrahúsin þurfa að breyta starfsemi sinni. Að lokinni endurþjálfun líkamans á að leggja áherslu á félagslega og andlega endurhæfingu sem gerir vistmanninn hæfan til að takast á við eigið líf utan stofnunarinnar. Aðstandendur og hjúkrunarfólk hverfur oft undan vistmanninum og þá þarf hann að vera svo í stakk búinn að geta tekist á við lífið sem unnt er. Á síðari stigum endurhæfingar þarf því að breyta læknisfræðilegu umhverfi í félagslegt umhverfi. Sjúklingar þurfa að læra að venjast því að halda út í lífið á nýjan leik með t.d. bíó- og leikhúsferðum eða styttri ferðalögum, jafnvel utanlandsferðum. Það þarf að koma upp skemmtikvöldum á stofnuninni þar sem aðstandendur taka þátt og vistmenn kynnast heilbrigðu fólki. Vistmenn þurfa að taka þátt í hátíðisdögum og blanda sér sem mest í venjulegt líf fólks. Í stað þess að hljóta styrki og bætur frá ríkinu og verða minntur mánaðarlega á, að hann sé baggi á samfélaginu, á ríkið að útvega þeim störf við hæfi, t. d. við kennslu, þar sem þeir geta upplýst um lífsreynslu sína, og þegið mannsæmandi laun. Þar með gæti ríkið sparað tryggingarútlát en fengið skatta (kannski minni en venjulega) af vinnu sjúklinga. Endurmenntun er einnig veigamikill þáttur í þessu sambandi. Og sjúklingar fyndu fyrir félagslegri getu sinni og sjálfstæði. Öll félagsleg endurhæfing myndi miða að hinu sjálfstæða lífi vistmanna að lokinni dvöl á sjúkrahúsi. Þannig yrðu vistmenn aftur eðlilegir samfélagsþegnar í stað þess að vera minntir daglega á að þeir séu sjúklingar sem eru þurfalingar á þjóðfélaginu. Á síðari stigum endurhæfingar þarf því að breyta læknisfræðilegum umhverfi í félagslegt umhverfi. Sjúklingar þurfa að læra að venjast því að halda út í lífið á nýjan leik.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun