Viðskipti innlent

Verðmæti flaka jókst um 30%

Bretland er stærsti markaðurinn fyrir íslensk ýsuflök.
Bretland er stærsti markaðurinn fyrir íslensk ýsuflök. MYND/E.ól

Samanlagt útflutningsverðmæti fyrir fersk þorsk- og ýsuflök nam 10 milljörðum króna á fyrstu tíu mánuðum ársins. Þetta er 30 prósenta aukning á milli ára, samkvæmt upplýsingum Landssambands smábátaeigenda.

Verðmæti þorskflaka hefur hækkað um 20 prósent en ýsuflaka um 16 prósent á milli ára. Til samanburðar jókst heildarmagn þorskflaka um 7 prósent en ýsuflaka um 15 prósent á sama tíma.

Langmest af útfluttum flökum fór líkt og fyrri ár á markað í Bretlandi. Næstmest fer til Bandaríkjanna en þar á eftir kemur Frakkland en þangað fóru 8 prósent af útfluttum flökum á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×