Viðskipti innlent

FME semur um eftirlit Mön

Jónas Fr. Jónsson forstjóri FME tekur í hendina á John Aspden forstjóra Fjármálaeftirlitsins á Mön.
Jónas Fr. Jónsson forstjóri FME tekur í hendina á John Aspden forstjóra Fjármálaeftirlitsins á Mön.

Fjármálaeftirlitið undirritaði á mánudag samstarfssamning við fjármálaeftirlitið á Mön. Samningurinn tekur til samstarfs um eftirlit og upplýsingaskipti og er sá fyrsti sem Fjármálaeftirlitið gerir við eftirlitsaðila utan EES.  

„Mön er þekkt fjármálamiðstöð og ég er ánægður með að við skulum vera búin ljúka þessum fyrsta samningi við ríki fyrir utan EES, miðað við útrás bankanna verður þetta ekki síðasti,“ segir Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME. Annað dæmi um starfsemi banka utan EES er nýstofna útibú Glitnis í Kína. Samningurinn við fjármálaeftirlitið á Mön er sagður til kominn vegna starfsemi dótturfélaga Kaupþings Singer & Friedlander á Mön. Samningurinn tekur þó til almenns samstarfs milli eftirlitsstofnananna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×