Viðskipti innlent

Fremstir að mati S&P

Kaupthing Fund Global Value, sjóður í umsjá eignastýringar Kaupþings, fékk nýverið fjórar stjörnur af fimm í einkunn frá matsfyrirtækinu Standard & Poors. Þetta er hæsta einkunn erlendra hlutabréfasjóða hér.

Stjörnugjöfin endurspeglar ávöxtun að teknu tilliti til áhættu í samanburði við aðra sambærilega sjóði. Sjóðurinn var metinn gagnvart hópi 672 annarra.

Sjóðurinn, sem fjárfestir í 30-40 hlutabréfum í Bandaríkjunum, hefur hækkað um 48 prósent á undanförnum þremur árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×