Viðskipti innlent

Engar breytingar á Úrvalsvísitölunni

Engar tilfærslur urðu á félögum inn eða út úr nýrri Úrvalsvísitölu fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní á næsta ári. Sömu fimmtán félög og skipuðu eldri Úrvalsvísitölu sitja því sem fastast áfram.

Tvisvar á ári eru tólf til fimmtán félög valin inn eftir ákveðnum reglum sem byggjast á gögnum um viðskipti frá 1. desember árið 2005 til 30. nóvember í ár.

Kaupþing banki hefur mesta vægi allra félaga í vísitölunni, að 34 prósentum, en bæði Landsbankinn og Glitnir hafa rúmlega fjórtán prósenta vægi.

Fyrirfram hafði greiningardeild Kaupþings reiknað með að Icelandic Group tæki sæti Atlantic Petroleum en sú varð ekki raunin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×