Viðskipti innlent

Nýr Umdæmisstjóri VÍS á Norðurlandi

Helgi Jóhannesson, framkvæmdastjóri Norðurmjólkur, hefur verið ráðinn Umdæmisstjóri VÍS á Norðurlandi.

Hann tekur við nýju starfi umdæmisstjóra þann 1. janúar 2007. Umdæmisskrifstofa VÍS á Norðurlandi er á Akureyri og heyra undir hana svæði allt frá Hvammstanga til Þórshafnar.

Alls eru tíu skrifstofur í umdæminu. Helgi hefur starfað sem framkvæmdastjóri Norðurmjólkur ehf. frá ársbyrjun 2001. Þar áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri Norðlenska í eitt ár og framkvæmdastjóri kjötiðnaðarsviðs KEA frá 1997 til 2000. Hann lauk BSc prófi frá Odense Teknikum árið 1985 og MSc í verkfræði frá Ålborg Universitet árið 1987.

Hann hefur setið í stjórnum hinna ýmsu félaga í gegnum tíðina. Þar á meðal sat hann í stjórn Vátryggingafélags Íslands frá árinu 2002 til 2004, Líftryggingafélagi Íslands frá 2004 til 2005 og Verði frá 2004 til 2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×