Viðskipti innlent

Fiskiverðið lækkaði

Verð á fiski hefur lækkað nokkuð síðan það stóð í methæðum á haustdögum.
Verð á fiski hefur lækkað nokkuð síðan það stóð í methæðum á haustdögum.

Meðalverð fyrir fisk á mörkuðum landsins lækkaði um 4,7 prósent í síðustu viku frá vikunni á undan. Alls seldust tæp 2.100 tonn á mörkuðunum og var meðalverðið 169,37 krónur á kíló sem er 8,33 króna lækkun á milli vikna. Verðið hefur lækkað talsverð síðustu vikurnar frá því það stóð í hæstu hæðum á haustdögum.

Líkt og fyrri vikur seldist mest af ýsu en í boði voru 818 tonn sem er tæplega tvöfalt meira en vikuna á undan og fengust 166,34 króna meðalverð fyrir kíló af slægðri ýsu.

Þá var verulegt framboð af þorski eða 230 tonn sem þó er 40 tonnum minna en vikuna á undan en 249,12 króna meðalverð fékkst fyrir slægðan þorsk.

Ufsi var að þessu sinni þriðja söluhæsta tegundin og hefur hann sætaskipti við steinbít, sem iðurlega er ofarlega á lista yfir mest seldu tegundirnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×