Er Súðavík eitt ríkasta sveitarfélagið? 4. desember 2006 05:00 Þann 21. nóvember sl. birtist grein í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni „Súðavík er eitt ríkasta sveitarfélagið“. Það verður að segja eins og er að þessi grein virðist nokkuð fljótvirknislega unnin. Hún var ekki löng, en samt voru nú villurnar í henni ótrúlega margar. Segja má að það eina rétta í greininni sé það sem gefið er til kynna með fyrirsögninni. Súðavíkurhreppur er eitt af ríkustu sveitarfélögum á Íslandi (þó ekki það ríkasta), þegar miðað er við hreina eign á hvern íbúa eins og hún birtist í Árbók sveitarfélaga og þar miðað við árslok 2005. Síðan hefur sveitarfélögum fækkað talsvert eins og kunnugt er og mörg sveitarfélög sem þá voru til eru ekki til lengur. Blaðamaður Fréttablaðsins bjó til „topp tíu“ lista yfir ríkustu sveitarfélög landsins. Þar voru í efstu sætum eftirtalin sveitarfélög: SveitarfélagHrein eign á íbúa Súðavíkurhreppur2.700.000 Innri-Akraneshreppur2.700.000 Akraneskaupstaður1.600.000 Höfðahreppur1.600.000 Þessi listi blaðamannsins er tóm vitleysa. Réttur listi lítur svona út: SveitarfélagHrein eign á íbúa Hvalfjarðarstrandarhreppur 2.699.551,- Innri-Akraneshreppur2.667.672,- Súðavíkurhreppur2.666.464,- Skilmannahreppur2.208.038,- Sem dæmi um vitleysu blaðamannsins þá komust Hvalfjarðar-strandarhreppur og Skilmannahreppur ekki inn á „topp tíu“-lista blaðamannsins! Að auki er óskiljanlegt hvernig Akraneskaupstaður kemst á listann. Hann á ekkert erindi á þennan lista með eign upp á 0,6 milljónir en ekki 1,6 milljónir eins og blaðamaðurinn fullyrðir. Fleira þarf að leiðrétta. Fullyrt er í fréttinni að efni Innri-Akraneshrepps byggist á starfsemi og skattgreiðslum Íslenska járnblendi-félagsins. Þetta er á misskilningi byggt. Innri-Akraneshreppur hefur aldrei fengið krónu frá Íslenska járnblendifélaginu af þeirri einföldu ástæðu að Grundartangi og svæðið þar í kring hefur aldrei tilheyrt því sveitarfélagi. Innri-Akraneshreppur seldi hins vegar sinn hlut í Andakíls-árvirkjun fyrir nokkrum árum og lét þá fjárhæð ávaxta sig að mestu leyti. Aðhald hefur verið í rekstri og sveitarsjóður hefur skilað tekju-afgangi. Um Akraneskaupstað má lesa eftirfarandi í grein blaðamannsins: „Akraneskaupstaður lendir í þriðja sæti á topp tíu listanum yfir efnuðustu sveitarfélög landsins og virðist byggjast á góðum rekstri.“ Eins og fram kemur hér að ofan er þetta tóm della. Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en Akraneskaupstaður sé ágætlega rekið sveitarfélag, en hann er fjarri því að komast inn á þennan lista. Það var síðan ótrúlegt að sjá hvað aðrir fjölmiðlar voru fljótir að taka upp þessa illa unnu frétt Fréttablaðsins algjörlega gagnrýnislaust með öllum sömu villunum. Ég verð að viðurkenna að það varð mér dálítið áfall sem dyggum fréttalesanda í mörg ár. Nú er það svo að hvorki Hvalfjarðarstrandarhreppur, Innri-Akraneshreppur og Skilmannahreppur eru til lengur. Þeir hafa allir sameinast (ásamt Leirár- og Melahreppi) í nýju sveitarfélagi sem varð til í júní síðastliðnum og heitir Hvalfjarðarsveit. Það er kannski aðalfréttin og hlýtur að vekja athygli þegar listinn yfir tíu eignamestu sveitarfélögin (pr. íbúa) er skoðaður, að í fjórum efstu sætunum skuli vera að finna þrjú sveitarfélög sem nú hafa öll sameinast í einu sveitarfélagi. Eins og gefur að skilja hefur Hvalfjarðarsveit mjög sterkan efnahag. En þegar öllu er á botninn hvolft skipa eignir pr. íbúa kannski ekki allra mestu máli þegar menn velta ríkidæmi sveitarfélaga fyrir sér. Mestu skiptir mannauðurinn og að mannlíf sé gott. En sterk fjárhagsstaða sveitarfélags hjálpar óneitanlega til þegar skapa á sóknarfæri til framtíðar. Og ég held að framtíð Hvalfjarðarsveitar sé mjög björt af mörgum ástæðum og íbúarnir geti horft bjartsýnir fram á veg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Þann 21. nóvember sl. birtist grein í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni „Súðavík er eitt ríkasta sveitarfélagið“. Það verður að segja eins og er að þessi grein virðist nokkuð fljótvirknislega unnin. Hún var ekki löng, en samt voru nú villurnar í henni ótrúlega margar. Segja má að það eina rétta í greininni sé það sem gefið er til kynna með fyrirsögninni. Súðavíkurhreppur er eitt af ríkustu sveitarfélögum á Íslandi (þó ekki það ríkasta), þegar miðað er við hreina eign á hvern íbúa eins og hún birtist í Árbók sveitarfélaga og þar miðað við árslok 2005. Síðan hefur sveitarfélögum fækkað talsvert eins og kunnugt er og mörg sveitarfélög sem þá voru til eru ekki til lengur. Blaðamaður Fréttablaðsins bjó til „topp tíu“ lista yfir ríkustu sveitarfélög landsins. Þar voru í efstu sætum eftirtalin sveitarfélög: SveitarfélagHrein eign á íbúa Súðavíkurhreppur2.700.000 Innri-Akraneshreppur2.700.000 Akraneskaupstaður1.600.000 Höfðahreppur1.600.000 Þessi listi blaðamannsins er tóm vitleysa. Réttur listi lítur svona út: SveitarfélagHrein eign á íbúa Hvalfjarðarstrandarhreppur 2.699.551,- Innri-Akraneshreppur2.667.672,- Súðavíkurhreppur2.666.464,- Skilmannahreppur2.208.038,- Sem dæmi um vitleysu blaðamannsins þá komust Hvalfjarðar-strandarhreppur og Skilmannahreppur ekki inn á „topp tíu“-lista blaðamannsins! Að auki er óskiljanlegt hvernig Akraneskaupstaður kemst á listann. Hann á ekkert erindi á þennan lista með eign upp á 0,6 milljónir en ekki 1,6 milljónir eins og blaðamaðurinn fullyrðir. Fleira þarf að leiðrétta. Fullyrt er í fréttinni að efni Innri-Akraneshrepps byggist á starfsemi og skattgreiðslum Íslenska járnblendi-félagsins. Þetta er á misskilningi byggt. Innri-Akraneshreppur hefur aldrei fengið krónu frá Íslenska járnblendifélaginu af þeirri einföldu ástæðu að Grundartangi og svæðið þar í kring hefur aldrei tilheyrt því sveitarfélagi. Innri-Akraneshreppur seldi hins vegar sinn hlut í Andakíls-árvirkjun fyrir nokkrum árum og lét þá fjárhæð ávaxta sig að mestu leyti. Aðhald hefur verið í rekstri og sveitarsjóður hefur skilað tekju-afgangi. Um Akraneskaupstað má lesa eftirfarandi í grein blaðamannsins: „Akraneskaupstaður lendir í þriðja sæti á topp tíu listanum yfir efnuðustu sveitarfélög landsins og virðist byggjast á góðum rekstri.“ Eins og fram kemur hér að ofan er þetta tóm della. Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en Akraneskaupstaður sé ágætlega rekið sveitarfélag, en hann er fjarri því að komast inn á þennan lista. Það var síðan ótrúlegt að sjá hvað aðrir fjölmiðlar voru fljótir að taka upp þessa illa unnu frétt Fréttablaðsins algjörlega gagnrýnislaust með öllum sömu villunum. Ég verð að viðurkenna að það varð mér dálítið áfall sem dyggum fréttalesanda í mörg ár. Nú er það svo að hvorki Hvalfjarðarstrandarhreppur, Innri-Akraneshreppur og Skilmannahreppur eru til lengur. Þeir hafa allir sameinast (ásamt Leirár- og Melahreppi) í nýju sveitarfélagi sem varð til í júní síðastliðnum og heitir Hvalfjarðarsveit. Það er kannski aðalfréttin og hlýtur að vekja athygli þegar listinn yfir tíu eignamestu sveitarfélögin (pr. íbúa) er skoðaður, að í fjórum efstu sætunum skuli vera að finna þrjú sveitarfélög sem nú hafa öll sameinast í einu sveitarfélagi. Eins og gefur að skilja hefur Hvalfjarðarsveit mjög sterkan efnahag. En þegar öllu er á botninn hvolft skipa eignir pr. íbúa kannski ekki allra mestu máli þegar menn velta ríkidæmi sveitarfélaga fyrir sér. Mestu skiptir mannauðurinn og að mannlíf sé gott. En sterk fjárhagsstaða sveitarfélags hjálpar óneitanlega til þegar skapa á sóknarfæri til framtíðar. Og ég held að framtíð Hvalfjarðarsveitar sé mjög björt af mörgum ástæðum og íbúarnir geti horft bjartsýnir fram á veg.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar