Er Súðavík eitt ríkasta sveitarfélagið? 4. desember 2006 05:00 Þann 21. nóvember sl. birtist grein í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni „Súðavík er eitt ríkasta sveitarfélagið“. Það verður að segja eins og er að þessi grein virðist nokkuð fljótvirknislega unnin. Hún var ekki löng, en samt voru nú villurnar í henni ótrúlega margar. Segja má að það eina rétta í greininni sé það sem gefið er til kynna með fyrirsögninni. Súðavíkurhreppur er eitt af ríkustu sveitarfélögum á Íslandi (þó ekki það ríkasta), þegar miðað er við hreina eign á hvern íbúa eins og hún birtist í Árbók sveitarfélaga og þar miðað við árslok 2005. Síðan hefur sveitarfélögum fækkað talsvert eins og kunnugt er og mörg sveitarfélög sem þá voru til eru ekki til lengur. Blaðamaður Fréttablaðsins bjó til „topp tíu“ lista yfir ríkustu sveitarfélög landsins. Þar voru í efstu sætum eftirtalin sveitarfélög: SveitarfélagHrein eign á íbúa Súðavíkurhreppur2.700.000 Innri-Akraneshreppur2.700.000 Akraneskaupstaður1.600.000 Höfðahreppur1.600.000 Þessi listi blaðamannsins er tóm vitleysa. Réttur listi lítur svona út: SveitarfélagHrein eign á íbúa Hvalfjarðarstrandarhreppur 2.699.551,- Innri-Akraneshreppur2.667.672,- Súðavíkurhreppur2.666.464,- Skilmannahreppur2.208.038,- Sem dæmi um vitleysu blaðamannsins þá komust Hvalfjarðar-strandarhreppur og Skilmannahreppur ekki inn á „topp tíu“-lista blaðamannsins! Að auki er óskiljanlegt hvernig Akraneskaupstaður kemst á listann. Hann á ekkert erindi á þennan lista með eign upp á 0,6 milljónir en ekki 1,6 milljónir eins og blaðamaðurinn fullyrðir. Fleira þarf að leiðrétta. Fullyrt er í fréttinni að efni Innri-Akraneshrepps byggist á starfsemi og skattgreiðslum Íslenska járnblendi-félagsins. Þetta er á misskilningi byggt. Innri-Akraneshreppur hefur aldrei fengið krónu frá Íslenska járnblendifélaginu af þeirri einföldu ástæðu að Grundartangi og svæðið þar í kring hefur aldrei tilheyrt því sveitarfélagi. Innri-Akraneshreppur seldi hins vegar sinn hlut í Andakíls-árvirkjun fyrir nokkrum árum og lét þá fjárhæð ávaxta sig að mestu leyti. Aðhald hefur verið í rekstri og sveitarsjóður hefur skilað tekju-afgangi. Um Akraneskaupstað má lesa eftirfarandi í grein blaðamannsins: „Akraneskaupstaður lendir í þriðja sæti á topp tíu listanum yfir efnuðustu sveitarfélög landsins og virðist byggjast á góðum rekstri.“ Eins og fram kemur hér að ofan er þetta tóm della. Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en Akraneskaupstaður sé ágætlega rekið sveitarfélag, en hann er fjarri því að komast inn á þennan lista. Það var síðan ótrúlegt að sjá hvað aðrir fjölmiðlar voru fljótir að taka upp þessa illa unnu frétt Fréttablaðsins algjörlega gagnrýnislaust með öllum sömu villunum. Ég verð að viðurkenna að það varð mér dálítið áfall sem dyggum fréttalesanda í mörg ár. Nú er það svo að hvorki Hvalfjarðarstrandarhreppur, Innri-Akraneshreppur og Skilmannahreppur eru til lengur. Þeir hafa allir sameinast (ásamt Leirár- og Melahreppi) í nýju sveitarfélagi sem varð til í júní síðastliðnum og heitir Hvalfjarðarsveit. Það er kannski aðalfréttin og hlýtur að vekja athygli þegar listinn yfir tíu eignamestu sveitarfélögin (pr. íbúa) er skoðaður, að í fjórum efstu sætunum skuli vera að finna þrjú sveitarfélög sem nú hafa öll sameinast í einu sveitarfélagi. Eins og gefur að skilja hefur Hvalfjarðarsveit mjög sterkan efnahag. En þegar öllu er á botninn hvolft skipa eignir pr. íbúa kannski ekki allra mestu máli þegar menn velta ríkidæmi sveitarfélaga fyrir sér. Mestu skiptir mannauðurinn og að mannlíf sé gott. En sterk fjárhagsstaða sveitarfélags hjálpar óneitanlega til þegar skapa á sóknarfæri til framtíðar. Og ég held að framtíð Hvalfjarðarsveitar sé mjög björt af mörgum ástæðum og íbúarnir geti horft bjartsýnir fram á veg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Þann 21. nóvember sl. birtist grein í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni „Súðavík er eitt ríkasta sveitarfélagið“. Það verður að segja eins og er að þessi grein virðist nokkuð fljótvirknislega unnin. Hún var ekki löng, en samt voru nú villurnar í henni ótrúlega margar. Segja má að það eina rétta í greininni sé það sem gefið er til kynna með fyrirsögninni. Súðavíkurhreppur er eitt af ríkustu sveitarfélögum á Íslandi (þó ekki það ríkasta), þegar miðað er við hreina eign á hvern íbúa eins og hún birtist í Árbók sveitarfélaga og þar miðað við árslok 2005. Síðan hefur sveitarfélögum fækkað talsvert eins og kunnugt er og mörg sveitarfélög sem þá voru til eru ekki til lengur. Blaðamaður Fréttablaðsins bjó til „topp tíu“ lista yfir ríkustu sveitarfélög landsins. Þar voru í efstu sætum eftirtalin sveitarfélög: SveitarfélagHrein eign á íbúa Súðavíkurhreppur2.700.000 Innri-Akraneshreppur2.700.000 Akraneskaupstaður1.600.000 Höfðahreppur1.600.000 Þessi listi blaðamannsins er tóm vitleysa. Réttur listi lítur svona út: SveitarfélagHrein eign á íbúa Hvalfjarðarstrandarhreppur 2.699.551,- Innri-Akraneshreppur2.667.672,- Súðavíkurhreppur2.666.464,- Skilmannahreppur2.208.038,- Sem dæmi um vitleysu blaðamannsins þá komust Hvalfjarðar-strandarhreppur og Skilmannahreppur ekki inn á „topp tíu“-lista blaðamannsins! Að auki er óskiljanlegt hvernig Akraneskaupstaður kemst á listann. Hann á ekkert erindi á þennan lista með eign upp á 0,6 milljónir en ekki 1,6 milljónir eins og blaðamaðurinn fullyrðir. Fleira þarf að leiðrétta. Fullyrt er í fréttinni að efni Innri-Akraneshrepps byggist á starfsemi og skattgreiðslum Íslenska járnblendi-félagsins. Þetta er á misskilningi byggt. Innri-Akraneshreppur hefur aldrei fengið krónu frá Íslenska járnblendifélaginu af þeirri einföldu ástæðu að Grundartangi og svæðið þar í kring hefur aldrei tilheyrt því sveitarfélagi. Innri-Akraneshreppur seldi hins vegar sinn hlut í Andakíls-árvirkjun fyrir nokkrum árum og lét þá fjárhæð ávaxta sig að mestu leyti. Aðhald hefur verið í rekstri og sveitarsjóður hefur skilað tekju-afgangi. Um Akraneskaupstað má lesa eftirfarandi í grein blaðamannsins: „Akraneskaupstaður lendir í þriðja sæti á topp tíu listanum yfir efnuðustu sveitarfélög landsins og virðist byggjast á góðum rekstri.“ Eins og fram kemur hér að ofan er þetta tóm della. Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en Akraneskaupstaður sé ágætlega rekið sveitarfélag, en hann er fjarri því að komast inn á þennan lista. Það var síðan ótrúlegt að sjá hvað aðrir fjölmiðlar voru fljótir að taka upp þessa illa unnu frétt Fréttablaðsins algjörlega gagnrýnislaust með öllum sömu villunum. Ég verð að viðurkenna að það varð mér dálítið áfall sem dyggum fréttalesanda í mörg ár. Nú er það svo að hvorki Hvalfjarðarstrandarhreppur, Innri-Akraneshreppur og Skilmannahreppur eru til lengur. Þeir hafa allir sameinast (ásamt Leirár- og Melahreppi) í nýju sveitarfélagi sem varð til í júní síðastliðnum og heitir Hvalfjarðarsveit. Það er kannski aðalfréttin og hlýtur að vekja athygli þegar listinn yfir tíu eignamestu sveitarfélögin (pr. íbúa) er skoðaður, að í fjórum efstu sætunum skuli vera að finna þrjú sveitarfélög sem nú hafa öll sameinast í einu sveitarfélagi. Eins og gefur að skilja hefur Hvalfjarðarsveit mjög sterkan efnahag. En þegar öllu er á botninn hvolft skipa eignir pr. íbúa kannski ekki allra mestu máli þegar menn velta ríkidæmi sveitarfélaga fyrir sér. Mestu skiptir mannauðurinn og að mannlíf sé gott. En sterk fjárhagsstaða sveitarfélags hjálpar óneitanlega til þegar skapa á sóknarfæri til framtíðar. Og ég held að framtíð Hvalfjarðarsveitar sé mjög björt af mörgum ástæðum og íbúarnir geti horft bjartsýnir fram á veg.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun