Stöðvum barnaklám á netinu! 4. desember 2006 05:00 Kynferðislegt ofbeldi á börnum er víðtækt vandamál. Tölur um þetta viðkvæma málefni eru sláandi og því miður á slíkt ofbeldi sér stað um allan heim. Sem dæmi má nefna að 16% þeirra sem fá lækningu við kynsjúkdómi í Nígeríu eru undir 5 ára aldri og 17% barna á Íslandi, eða um fimmta hver stúlka og tíundi hver drengur, verða fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Fjölmörg önnur dæmi mætti taka. Tölfræðin sýnir þó aðeins lítið brot af vandamálinu þar sem eðli þessara brota og sú leynd sem yfir þeim hvílir valda því að sjaldan er tilkynnt um þau. Óbirt rannsókn Hrefnu Ólafsdóttur félagsráðgjafa sýnir til dæmis að kynferðislegt ofbeldi gegn barni árið 2002 var einungis kært í fjórum tilfellum af 122. Þrátt fyrir þessa staðreynd er almenn vitund að aukast um það að kynferðislegt ofbeldi sé glæpur sem eigi ekki að líðast. Hins vegar virðast ekki allir átta sig á því að skoðun barnakláms á netinu er kynferðislegt ofbeldi. Það er ofbeldi gegn því barni sem á myndinni er þó svo að engin bein líkamleg snerting eigi sér stað. Engin klámmynd verður nokkru sinni til af barni án þess að það þjáist og í hvert sinn sem þessi mynd er skoðuð er verið að halda ofbeldinu gegn barninu áfram. Sá möguleiki að útrýma efni af netinu er takmarkaður og sannað er að vitneskja barns um mynd af því á netinu veldur því enn meira hugarangri og miska. Barnaklám hefur komið fram í dagsljósið síðasta áratuginn og er það nær eingöngu vegna tilkomu og útþenslu netsins. Netið hefur ótvíræða kosti en því miður hefur það sínar dökku hliðar og þar ber einna hæst aukna möguleika kynferðisafbrotamanna á að stunda iðju sína óáreittir. Jafnvel þó að erfitt verði að stöðva barnaklám á netinu með öllu getum við eigi að síður gert allt sem í okkar valdi stendur til að sporna við því. Ef baráttan einkennist af öflugri alþjóðastarfsemi og góðri samvinnu fagaðila er hægt að ná góðum árangri. Virkt eftirlit með barnaklámi á netinu og þátttaka almennings í slíku eftirliti er ekki síður mikilvægt. Barnaheill hafa starfrækt ábendingalínu síðan 2001. Við hvetjum fólk til að láta vita í hvert sinn sem það verður vart við barnaklám á Netinu með því að senda inn ábendingu. Barnaheill hafa átt öflugt alþjóðlegt samstarf frá upphafi við ábendingalínur annarra landa innan regnhlífarsamtakanna INHOPE. Einnig erum við í mjög góðu samstarfi við Lögregluna í Reykjavík, Ríkislögreglustjóra og netþjónustuaðila á Íslandi. Þegar ábending berst, og starfsfólk Barnaheilla hefur metið það svo að um kynferðislegt og klámfengið efni af barni sé að ræða, finnur það út með sérstökum hugbúnaði hvar efnið er vistað. Ef efnið er vistað á Íslandi er ábendingin send til alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra sem hefur rannsókn á málinu. Ef efnið er hins vegar vistað erlendis er ábendingin send til samstarfsaðila Barnaheilla í viðkomandi landi sem senda hana áfram til lögreglunnar þar. Í lok október 2006 höfðu Barnaheillum borist meira en 3.000 ábendingar um barnaklám á Netinu. Þar af voru meira en 1000 ábendingar sem höfðu að geyma myndir þar sem börn voru sýnd á kynferðislegan og klámfenginn hátt. Þegar borin eru saman tvö tímabil, 1. sept. 2004 til 1. sept. 2005 og 1. sept. 2005 til 1. sept. 2006, kemur fram að 25% aukning hefur orðið á milli ára. Í 64% tilvika voru ábendingarnar sendar til samstarfsaðila erlendis og í 36% tilvika til lögreglunnar. – Barnaheill boða til hádegisfundar í Kornhlöðunni í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi hinn 7. desember nk. kl. 12.00 undir yfirskriftinni Hvert er umfang kynferðislegs ofbeldis á netinu á Íslandi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Kynferðislegt ofbeldi á börnum er víðtækt vandamál. Tölur um þetta viðkvæma málefni eru sláandi og því miður á slíkt ofbeldi sér stað um allan heim. Sem dæmi má nefna að 16% þeirra sem fá lækningu við kynsjúkdómi í Nígeríu eru undir 5 ára aldri og 17% barna á Íslandi, eða um fimmta hver stúlka og tíundi hver drengur, verða fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Fjölmörg önnur dæmi mætti taka. Tölfræðin sýnir þó aðeins lítið brot af vandamálinu þar sem eðli þessara brota og sú leynd sem yfir þeim hvílir valda því að sjaldan er tilkynnt um þau. Óbirt rannsókn Hrefnu Ólafsdóttur félagsráðgjafa sýnir til dæmis að kynferðislegt ofbeldi gegn barni árið 2002 var einungis kært í fjórum tilfellum af 122. Þrátt fyrir þessa staðreynd er almenn vitund að aukast um það að kynferðislegt ofbeldi sé glæpur sem eigi ekki að líðast. Hins vegar virðast ekki allir átta sig á því að skoðun barnakláms á netinu er kynferðislegt ofbeldi. Það er ofbeldi gegn því barni sem á myndinni er þó svo að engin bein líkamleg snerting eigi sér stað. Engin klámmynd verður nokkru sinni til af barni án þess að það þjáist og í hvert sinn sem þessi mynd er skoðuð er verið að halda ofbeldinu gegn barninu áfram. Sá möguleiki að útrýma efni af netinu er takmarkaður og sannað er að vitneskja barns um mynd af því á netinu veldur því enn meira hugarangri og miska. Barnaklám hefur komið fram í dagsljósið síðasta áratuginn og er það nær eingöngu vegna tilkomu og útþenslu netsins. Netið hefur ótvíræða kosti en því miður hefur það sínar dökku hliðar og þar ber einna hæst aukna möguleika kynferðisafbrotamanna á að stunda iðju sína óáreittir. Jafnvel þó að erfitt verði að stöðva barnaklám á netinu með öllu getum við eigi að síður gert allt sem í okkar valdi stendur til að sporna við því. Ef baráttan einkennist af öflugri alþjóðastarfsemi og góðri samvinnu fagaðila er hægt að ná góðum árangri. Virkt eftirlit með barnaklámi á netinu og þátttaka almennings í slíku eftirliti er ekki síður mikilvægt. Barnaheill hafa starfrækt ábendingalínu síðan 2001. Við hvetjum fólk til að láta vita í hvert sinn sem það verður vart við barnaklám á Netinu með því að senda inn ábendingu. Barnaheill hafa átt öflugt alþjóðlegt samstarf frá upphafi við ábendingalínur annarra landa innan regnhlífarsamtakanna INHOPE. Einnig erum við í mjög góðu samstarfi við Lögregluna í Reykjavík, Ríkislögreglustjóra og netþjónustuaðila á Íslandi. Þegar ábending berst, og starfsfólk Barnaheilla hefur metið það svo að um kynferðislegt og klámfengið efni af barni sé að ræða, finnur það út með sérstökum hugbúnaði hvar efnið er vistað. Ef efnið er vistað á Íslandi er ábendingin send til alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra sem hefur rannsókn á málinu. Ef efnið er hins vegar vistað erlendis er ábendingin send til samstarfsaðila Barnaheilla í viðkomandi landi sem senda hana áfram til lögreglunnar þar. Í lok október 2006 höfðu Barnaheillum borist meira en 3.000 ábendingar um barnaklám á Netinu. Þar af voru meira en 1000 ábendingar sem höfðu að geyma myndir þar sem börn voru sýnd á kynferðislegan og klámfenginn hátt. Þegar borin eru saman tvö tímabil, 1. sept. 2004 til 1. sept. 2005 og 1. sept. 2005 til 1. sept. 2006, kemur fram að 25% aukning hefur orðið á milli ára. Í 64% tilvika voru ábendingarnar sendar til samstarfsaðila erlendis og í 36% tilvika til lögreglunnar. – Barnaheill boða til hádegisfundar í Kornhlöðunni í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi hinn 7. desember nk. kl. 12.00 undir yfirskriftinni Hvert er umfang kynferðislegs ofbeldis á netinu á Íslandi?
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun