Nýsköpun í stjórnmálum Katrín Jakobsdóttir skrifar 1. desember 2006 05:00 Ég hefði líklega orðið hissa ef einhver hefði sagt mér árið 1996 að ég myndi taka þátt í forvali og stefna að þingsæti áratug síðar. Eins og mörgum öðrum fannst mér stjórnmálalífið ekki spennandi á þeim tíma. Þó að margt ágætt fólk starfaði í stjórnmálaflokkunum fannst mér enginn þeirra spennandi sem stjórnmálaafl. Það var ekki fyrr en Vinstrihreyfingin-grænt framboð varð til að ég fékk verulegan áhuga á að taka þátt í flokksstarfi. Eins og flestum öðrum í VG finnst mér undarlegt þegar rætt er um flokkinn okkar út frá atburðum áranna 1996-1999, þegar sameiningarumræða vinstrimanna stóð hvað hæst. Reyndar er það einkum fólk í öðrum flokkum sem hefur áhuga á því að halda áfram að ræða þessa fortíð. Vinstri græn hafa sem betur fer borið gæfu til að lifa í núinu. Áhrif vinstri grænnaAf hverju gekk ég til liðs við Vinstrihreyfinguna-grænt framboð? Jú, það var vegna þess að mér fannst að þessi flokkur væri ný rödd í íslenskum stjórnmálum. Og finnst enn. Og áhrif flokksins blasa við. Stjórnmálamenn tóku umhverfismál ekki nógu alvarlega fyrir tíu árum og þau voru raunar ekkert rædd fyrir seinustu kosningar. Nú hafa allir flokkar tekið við sér. Andstaða við hernaðarstefnu Bandaríkjanna var ekki í tísku þegar Vinstrihreyfingin-grænt framboð var stofnuð. Baráttan fyrir kvenfrelsi hefur líka lent í mótbyr en í hana er nú kominn aukinn kraftur. Baráttan fyrir velferð hefur seinustu ár verið varnarbarátta og er enn. En einnig þar bind ég helst vonir við Vinstrihreyfinguna-grænt framboð. Framan af stóð það flokknum nokkuð fyrir þrifum að hann var lítill og illa skipulagður. Það veitti honum frelsi en um leið var stundum eins og hann væri í annarri deild en stærstu flokkarnir. Verkefni okkar seinustu ár hefur því verið að gera flokkinn að afli sem enginn getur vísað burt eða flokkað í aðra deild, án þess þó að flokkurinn api allt eftir öðrum flokkum eða glati sérstöðu sinni. Það hefur tekist. Kosningabarátta VG í vor var örugglega sú sem skilaði mestum árangri. Þó var hún ódýr en á hinn bóginn vel samhæfð um allt land og frambjóðendur okkar vöktu athygli fyrir að tala eigin tungu en ekki eins og frambjóðendavélar. Sameiginlegt prófkjör í þremur kjördæmum núna um næstu helgi er annað dæmi um tilraun sem ekki er sótt til annarra heldur kemur uppástungan upphaflega frá óbreyttum flokksmanni á landsfundi. Breytingar framundanPrófkjör eru vandmeðfarin leið. Eðlilegt er að tortryggni gæti gagnvart þeim enda hræða sporin. Samt höfum við í VG ákveðið að fara þessa leið núna. Þrátt fyrir allt eru prófkjörin lýðræðislegt ferli sem getur aukið þrótt manna og flokka, ef vel er á málum haldið. Við frambjóðendurnir höfum ekki auglýst eða leigt okkur skrifstofur heldur treyst á að kjósendur í forvalinu hugsi sjálfir og vegi og meti hvað við höfum fram að færa. Við viljum breyta prófkjöri úr neikvæðu orði í jákvætt. Ég tæki ekki þátt í stjórnmálum nema ég teldi tilgang með því. Fyrir mér er tilgangurinn sá að taka þátt í nýsköpun í stjórnmálalífinu. Eins og fólk hefur tekið eftir hefur Vinstrihreyfingin-grænt framboð undanfarið verið helsta nýsköpunarafl í íslenskum stjórnmálum. Við höfum treyst kjósendum og þeir hafa treyst okkur í auknum mæli. Ég held að það blasi nú við flestum að ef það eiga að verða breytingar í íslensku stjórnmálalífi í vor þá verður það á vegum Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs. Prófkjörið á morgun er aðeins fyrsta skrefið í átt til nýrra tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Ég hefði líklega orðið hissa ef einhver hefði sagt mér árið 1996 að ég myndi taka þátt í forvali og stefna að þingsæti áratug síðar. Eins og mörgum öðrum fannst mér stjórnmálalífið ekki spennandi á þeim tíma. Þó að margt ágætt fólk starfaði í stjórnmálaflokkunum fannst mér enginn þeirra spennandi sem stjórnmálaafl. Það var ekki fyrr en Vinstrihreyfingin-grænt framboð varð til að ég fékk verulegan áhuga á að taka þátt í flokksstarfi. Eins og flestum öðrum í VG finnst mér undarlegt þegar rætt er um flokkinn okkar út frá atburðum áranna 1996-1999, þegar sameiningarumræða vinstrimanna stóð hvað hæst. Reyndar er það einkum fólk í öðrum flokkum sem hefur áhuga á því að halda áfram að ræða þessa fortíð. Vinstri græn hafa sem betur fer borið gæfu til að lifa í núinu. Áhrif vinstri grænnaAf hverju gekk ég til liðs við Vinstrihreyfinguna-grænt framboð? Jú, það var vegna þess að mér fannst að þessi flokkur væri ný rödd í íslenskum stjórnmálum. Og finnst enn. Og áhrif flokksins blasa við. Stjórnmálamenn tóku umhverfismál ekki nógu alvarlega fyrir tíu árum og þau voru raunar ekkert rædd fyrir seinustu kosningar. Nú hafa allir flokkar tekið við sér. Andstaða við hernaðarstefnu Bandaríkjanna var ekki í tísku þegar Vinstrihreyfingin-grænt framboð var stofnuð. Baráttan fyrir kvenfrelsi hefur líka lent í mótbyr en í hana er nú kominn aukinn kraftur. Baráttan fyrir velferð hefur seinustu ár verið varnarbarátta og er enn. En einnig þar bind ég helst vonir við Vinstrihreyfinguna-grænt framboð. Framan af stóð það flokknum nokkuð fyrir þrifum að hann var lítill og illa skipulagður. Það veitti honum frelsi en um leið var stundum eins og hann væri í annarri deild en stærstu flokkarnir. Verkefni okkar seinustu ár hefur því verið að gera flokkinn að afli sem enginn getur vísað burt eða flokkað í aðra deild, án þess þó að flokkurinn api allt eftir öðrum flokkum eða glati sérstöðu sinni. Það hefur tekist. Kosningabarátta VG í vor var örugglega sú sem skilaði mestum árangri. Þó var hún ódýr en á hinn bóginn vel samhæfð um allt land og frambjóðendur okkar vöktu athygli fyrir að tala eigin tungu en ekki eins og frambjóðendavélar. Sameiginlegt prófkjör í þremur kjördæmum núna um næstu helgi er annað dæmi um tilraun sem ekki er sótt til annarra heldur kemur uppástungan upphaflega frá óbreyttum flokksmanni á landsfundi. Breytingar framundanPrófkjör eru vandmeðfarin leið. Eðlilegt er að tortryggni gæti gagnvart þeim enda hræða sporin. Samt höfum við í VG ákveðið að fara þessa leið núna. Þrátt fyrir allt eru prófkjörin lýðræðislegt ferli sem getur aukið þrótt manna og flokka, ef vel er á málum haldið. Við frambjóðendurnir höfum ekki auglýst eða leigt okkur skrifstofur heldur treyst á að kjósendur í forvalinu hugsi sjálfir og vegi og meti hvað við höfum fram að færa. Við viljum breyta prófkjöri úr neikvæðu orði í jákvætt. Ég tæki ekki þátt í stjórnmálum nema ég teldi tilgang með því. Fyrir mér er tilgangurinn sá að taka þátt í nýsköpun í stjórnmálalífinu. Eins og fólk hefur tekið eftir hefur Vinstrihreyfingin-grænt framboð undanfarið verið helsta nýsköpunarafl í íslenskum stjórnmálum. Við höfum treyst kjósendum og þeir hafa treyst okkur í auknum mæli. Ég held að það blasi nú við flestum að ef það eiga að verða breytingar í íslensku stjórnmálalífi í vor þá verður það á vegum Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs. Prófkjörið á morgun er aðeins fyrsta skrefið í átt til nýrra tíma.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar