Viðskipti innlent

Samruni Existu og VÍS samþykktur

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna Existu og VÍS.
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna Existu og VÍS.

Samkeppniseftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að samruni Existu og VÍS hafi ekki áhrif á samkeppni, enda sé starfsemi annars vegar Existu og hins vegar VÍS eignarhaldsfélags og dótturfélaga ólík. Samrunaaðilar eigi enga hluti í fyrirtækjum sem séu í samkeppni á markaði og því sé ekki fyrirsjáanlegt að samruninn muni draga úr samkeppni eða mynda eða styrkja markaðsráðandi stöðu.



Í sumar keypti Exista 80,8 prósenta hlut í VÍS og á eftir kaupin um 99,93 prósenta eignarhlut í félaginu. Að mati Samkeppniseftirlitsins fela kaupin í sér samruna og því féll samruninn undir samrunaeftirlit. Þann 10. júlí tilkynnti Samkeppniseftirlitið að það teldi ástæðu til frekari rannsóknar á samkeppnislegum áhrifum samrunans og varð niðurstaðan, eins og fyrr segir, að hann hafi ekki áhrif á samkeppni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×