Hvað á vitleysan að ganga langt? 24. nóvember 2006 05:30 Landsmönnum er vel kunnugt um bæði óréttlætið og byggðaeyðinguna sem fylgir íslenska kvótakerfinu. Einhverjir hugga sig við að það sé ákveðinn fórnarkostnaður fyrir meinta hagræðingu af kvótakerfinu. Geir Haarde forsætisráðherra gat samt ekki fært nein rök fyrir neinum ávinningi af kerfinu þegar honum var gefinn kostur á því, enda hafa tekjur sjávarútvegsins ekkert aukist á undanförnum árum á meðan skuldir hafa hlaðist upp. Skuldaaukning síðasta áratuginn svarar brátt til tveggja Kárahnjúkastíflna. Enn aðrir hugga sig við að kerfið sé reist á einhverjum vísindalegum grunni og miðist við að byggja upp fiskistofnana. Þessi uppbygging hefur ekki gengið eftir enda er engin von til þess að áætlanabúskapur Hafró í undirdjúpunum með villta dýrastofna geti gengið eitthvað betur en áætlanabúskapur Stalíns á þurru landi. Kerfið stendur vægast sagt á völtum fótum líffræðilega, enda gengur það í berhögg við viðtekna vistfræði. Í umræðum á Alþingi hefur sjávarútvegsráðherra haldið því fram að hvalir éti meiri fisk en landsmenn afla. Það eru líka staðreyndir að spendýr sjávarins og fuglar himinsins éta ekki bara margfalt heldur tugfalt meira en það sem maðurinn tekur til sín af gæðum hafsins. Í hinu flókna orkuflæði og samspili ólíkra lífvera hafsins er augljóst að sjávarspendýr og fuglarnir eru aukaleikarar í því orkuflæði sem fram fer í hafinu, þar sem fiskarnir sjálfir hljóta að vera aðalleikararnir. Það má færa fullgild rök fyrir því að þorskstofninn þurfi að éta í viku hverri sambærilegt magn og ársafli Íslendinga er úr sama stofni. Þannig skiptir ekki öllu máli hvort við veiðum 193.000 tonn af þorski á yfirstandandi fiskveiðiári eða þess vegna helmingi meira, þar sem þá yrði meiri fæða fyrir þá sem eftir yrðu og framleiðslan í stofninum myndi vaxa. Á Alþingi hefur sjávarútvegsráðherra farið mjög hallloka í þeim umræðum sem fram hafa farið um ofangreindar staðreyndir en flóttaleið ráðherra hefur verið að hafrannsóknir séu háðar óvissu og að von sé á niðurstöðum eftir einhver ár. Það er ekki rétt að það þurfi að bíða í mörg ár. Staðreyndirnar blasa við hverjum sem vilja sjá að áhrif fiskveiðanna eru minniháttar miðað við aðra krafta. Það skýtur því skökku við þegar verið er að ákvarða upp á kíló hvað hver sjómaður má veiða af ákveðinni tegund út frá kerfi, sem stendur á svo veikum grunni og hvað þá að það þurfi að leggja heilu hluta landsins í rúst, kerfisins vegna. Íslenska kvótakerfið er vitleysistilraun sem hefur ekki gengið upp og engin von til þess að gangi upp, þar sem hún stríðir gegn lögmálum náttúrunnar. Fleiri tilraunir, álíka vitlausar, hafa verið gerðar í smærri skala á síðustu árum, s.s. þegar reynt var að gefa villtum þorski loðnu í Arnarfirði til þess að koma í veg fyrir að þorskurinn æti rækjuna í sama firði. Niðurstaða þeirrar tilraunar var að viðbótarfæðan sem þorskurinn fékk gaf honum aukinn kraft til þess að ráðast að rækjunni með enn meira afli - og klára hana. Sú spurning verður æ áleitnari - hvað þarf þessi vitleysa að ganga langt? Höfundur er alþingismaðurv Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Landsmönnum er vel kunnugt um bæði óréttlætið og byggðaeyðinguna sem fylgir íslenska kvótakerfinu. Einhverjir hugga sig við að það sé ákveðinn fórnarkostnaður fyrir meinta hagræðingu af kvótakerfinu. Geir Haarde forsætisráðherra gat samt ekki fært nein rök fyrir neinum ávinningi af kerfinu þegar honum var gefinn kostur á því, enda hafa tekjur sjávarútvegsins ekkert aukist á undanförnum árum á meðan skuldir hafa hlaðist upp. Skuldaaukning síðasta áratuginn svarar brátt til tveggja Kárahnjúkastíflna. Enn aðrir hugga sig við að kerfið sé reist á einhverjum vísindalegum grunni og miðist við að byggja upp fiskistofnana. Þessi uppbygging hefur ekki gengið eftir enda er engin von til þess að áætlanabúskapur Hafró í undirdjúpunum með villta dýrastofna geti gengið eitthvað betur en áætlanabúskapur Stalíns á þurru landi. Kerfið stendur vægast sagt á völtum fótum líffræðilega, enda gengur það í berhögg við viðtekna vistfræði. Í umræðum á Alþingi hefur sjávarútvegsráðherra haldið því fram að hvalir éti meiri fisk en landsmenn afla. Það eru líka staðreyndir að spendýr sjávarins og fuglar himinsins éta ekki bara margfalt heldur tugfalt meira en það sem maðurinn tekur til sín af gæðum hafsins. Í hinu flókna orkuflæði og samspili ólíkra lífvera hafsins er augljóst að sjávarspendýr og fuglarnir eru aukaleikarar í því orkuflæði sem fram fer í hafinu, þar sem fiskarnir sjálfir hljóta að vera aðalleikararnir. Það má færa fullgild rök fyrir því að þorskstofninn þurfi að éta í viku hverri sambærilegt magn og ársafli Íslendinga er úr sama stofni. Þannig skiptir ekki öllu máli hvort við veiðum 193.000 tonn af þorski á yfirstandandi fiskveiðiári eða þess vegna helmingi meira, þar sem þá yrði meiri fæða fyrir þá sem eftir yrðu og framleiðslan í stofninum myndi vaxa. Á Alþingi hefur sjávarútvegsráðherra farið mjög hallloka í þeim umræðum sem fram hafa farið um ofangreindar staðreyndir en flóttaleið ráðherra hefur verið að hafrannsóknir séu háðar óvissu og að von sé á niðurstöðum eftir einhver ár. Það er ekki rétt að það þurfi að bíða í mörg ár. Staðreyndirnar blasa við hverjum sem vilja sjá að áhrif fiskveiðanna eru minniháttar miðað við aðra krafta. Það skýtur því skökku við þegar verið er að ákvarða upp á kíló hvað hver sjómaður má veiða af ákveðinni tegund út frá kerfi, sem stendur á svo veikum grunni og hvað þá að það þurfi að leggja heilu hluta landsins í rúst, kerfisins vegna. Íslenska kvótakerfið er vitleysistilraun sem hefur ekki gengið upp og engin von til þess að gangi upp, þar sem hún stríðir gegn lögmálum náttúrunnar. Fleiri tilraunir, álíka vitlausar, hafa verið gerðar í smærri skala á síðustu árum, s.s. þegar reynt var að gefa villtum þorski loðnu í Arnarfirði til þess að koma í veg fyrir að þorskurinn æti rækjuna í sama firði. Niðurstaða þeirrar tilraunar var að viðbótarfæðan sem þorskurinn fékk gaf honum aukinn kraft til þess að ráðast að rækjunni með enn meira afli - og klára hana. Sú spurning verður æ áleitnari - hvað þarf þessi vitleysa að ganga langt? Höfundur er alþingismaðurv
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun