Lífið

Vill fá spólurnar

Heather Mills og Paul McCartney eru komin í hár saman og beita öllum brögðum til að fá sínu framgengt.
Heather Mills og Paul McCartney eru komin í hár saman og beita öllum brögðum til að fá sínu framgengt. MYND/getty

Mál Heather Mills og Sir Paul McCartney heldur áfram að komast á forsíður slúðurblaðanna en eins og flestum ætti að vera kunnugt um er í uppsiglingu einhver bitrasti hjónaskilnaður síðari ára. Nú eru það upptökur Lindu heitinnar McCartneys sem eru mál málanna en á þeim er hún sögð ljóstra upp leyndarmálum hjónabandsins sem enginn vissi af.

Heather Mills er sögð vilja tryggja það að Paul kaupi þær ekki dýrum dómum og sjá svo til þess að þeim verði eytt eða láti þær hverfa.

Sérfræðingar í Bretlandi telja að Mills ætli sér að nota upptökurnar til að styrkja málstað sinn; að Paul McCartney hafi beitt eiginkonu sína sálugu ofbeldi og verið fauti í hjónabandi. Paul hafi síðan haldið þeirri hegðun áfram þegar hann giftist Mills.

Peter Cox, gamall vinur Lindu, er með spólurnar í sinni vörslu en hann og Paul elduðu grátt silfur á sínum tíma og hefur Cox haft horn í síðu bítilsins frá því að hann kynntist honum fyrst. Samkvæmt heimildarmanni breska götublaðsins Daily Mirror er Heather sögð leita allra leiða til að fá spólurnar eða afrit af þeim enda styðji þær við málið hjá henni. „Heather trúir því að uppljóstranir hennar um hjónabandið eigi eftir að koma heimsbyggðinni í opna skjöldu,“ er haft eftir heimildarmanni í Daily Mirror.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.