Þrír óbreyttir borgarar og einn lögreglumaður létust þegar sprengja sprakk nærri lögreglubíl í norðurhluta Bagdad-borgar í morgun. Þá særðust þrír lögreglumenn til viðbótar og einn vegfarandi. Þá fann íröksk lögregla lík af þremur mönnum í vegkanti vestur af Bagdad og hefur AP-fréttastofan eftir sjónarvottum að um sé að ræða írakska lögreglumenn.
Erlent