Ánægður með fatastíl Íslendinga 22. október 2006 12:00 „Ég er eins og veiðimaður í leit að ferskum fatastíl," segir hinn 29 ára gamli Yvan Rodic sem hefur skotist hratt upp metorðastigann en vefsíða hans www.facehunter.blogspot.is er ein vinsælasta tískusíða í heiminum. Hann er nú staddur hér á landi í tengslum við Airwaves-tónlistarhátíðina til að taka út íslensku tískusenuna og menninguna hérlendis fyrir nokkur af stærstu tímaritum heims. Yvan er í draumastarfi margra en hann er sendur á hina ýmsu tískuviðburði í heiminum, meðal annars allar tískuvikurnar, til að taka myndir af fólki. Hans sérgrein er að finna fólk með skemmtilegan fatastíl og mynda það, eins konar götutísku. „Jú, þetta er auðvitað skemmtileg atvinna en það er stundum erfitt að blanda svona saman skemmtun og vinnu. Eins og maður væri allan daginn að vinna í partíi," segir Yvan en það eru aðeins níu mánuðir síðan hann stofnaði vefsíðuna sína. Hann byrjaði fyrst á því að taka portrettmyndir af fólki með skrítinn svip en þróaðist út frá því í að skoða persónulegan fatastíl fólks enda er hann sammála orðatiltækinu góða að fötin skapi manninn. Tímarit á borð við franska Elle, DQ og danska blaðið Cover settu sig í samband við hann og núna sér hann mánaðarlega um opnur í þessum blöðum ásamt því að birta myndirnar sínar í fleiri blöðum í heiminum. Yvan hefur alltaf litla Canon digital myndavél í vasanum sem hann segist taka með sér hvert sem hann fer og oftast nær fær hann góðar viðtökur frá fólki enda ekki amaleg viðurkenning að fá að komast á tískusíðu hjá einhverju af ofangreindum tímaritum. „Flest fólkið sem ég tek myndir af eru orðnir vinir og kunningjar mínir í dag. Maður reynir alltaf að spjalla og kynnast fólkinu áður en maður tekur myndina." Þetta er ekki fyrsta sinn sem Yvan kemur til Íslands en hann kom hingað árið 2000 til að skoða náttúruna. „Ég var ekki með neitt sérstaklega háar væntingar um tískusenuna í þessu litla landi en mikið svakalega tókst ykkur að koma mér á óvart. Hér er fólk með sérstakan og flottan fatastíl á hverju götuhorni," segir Yvan og er greinilega ánægður með veru sína hér. Myndirnar af íslenskri götutísku munu birtast í desemberheftum danska tímaritsins Cover og í franska jaðarritinu WAD. Menning Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Fleiri fréttir Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Sjá meira
„Ég er eins og veiðimaður í leit að ferskum fatastíl," segir hinn 29 ára gamli Yvan Rodic sem hefur skotist hratt upp metorðastigann en vefsíða hans www.facehunter.blogspot.is er ein vinsælasta tískusíða í heiminum. Hann er nú staddur hér á landi í tengslum við Airwaves-tónlistarhátíðina til að taka út íslensku tískusenuna og menninguna hérlendis fyrir nokkur af stærstu tímaritum heims. Yvan er í draumastarfi margra en hann er sendur á hina ýmsu tískuviðburði í heiminum, meðal annars allar tískuvikurnar, til að taka myndir af fólki. Hans sérgrein er að finna fólk með skemmtilegan fatastíl og mynda það, eins konar götutísku. „Jú, þetta er auðvitað skemmtileg atvinna en það er stundum erfitt að blanda svona saman skemmtun og vinnu. Eins og maður væri allan daginn að vinna í partíi," segir Yvan en það eru aðeins níu mánuðir síðan hann stofnaði vefsíðuna sína. Hann byrjaði fyrst á því að taka portrettmyndir af fólki með skrítinn svip en þróaðist út frá því í að skoða persónulegan fatastíl fólks enda er hann sammála orðatiltækinu góða að fötin skapi manninn. Tímarit á borð við franska Elle, DQ og danska blaðið Cover settu sig í samband við hann og núna sér hann mánaðarlega um opnur í þessum blöðum ásamt því að birta myndirnar sínar í fleiri blöðum í heiminum. Yvan hefur alltaf litla Canon digital myndavél í vasanum sem hann segist taka með sér hvert sem hann fer og oftast nær fær hann góðar viðtökur frá fólki enda ekki amaleg viðurkenning að fá að komast á tískusíðu hjá einhverju af ofangreindum tímaritum. „Flest fólkið sem ég tek myndir af eru orðnir vinir og kunningjar mínir í dag. Maður reynir alltaf að spjalla og kynnast fólkinu áður en maður tekur myndina." Þetta er ekki fyrsta sinn sem Yvan kemur til Íslands en hann kom hingað árið 2000 til að skoða náttúruna. „Ég var ekki með neitt sérstaklega háar væntingar um tískusenuna í þessu litla landi en mikið svakalega tókst ykkur að koma mér á óvart. Hér er fólk með sérstakan og flottan fatastíl á hverju götuhorni," segir Yvan og er greinilega ánægður með veru sína hér. Myndirnar af íslenskri götutísku munu birtast í desemberheftum danska tímaritsins Cover og í franska jaðarritinu WAD.
Menning Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Fleiri fréttir Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Sjá meira