Evra eða króna - sjónhverfingar stjórnarflokkanna 19. október 2006 05:00 Á síðastliðnum misserum hefur verið talsverð umræða um hvort rétt sé að taka upp evru í stað krónu. Sú umræða varð kröftug þegar verðgildi íslensku krónunnar hríðféll snemma á vormánuðum. Heyra mátti þá skoðun hjá ráðherrum Framsóknarflokksins sem báru ábyrgð á stöðu efnahagsmála að dýfan sem krónan tók væri til marks um nauðsyn þess að taka upp evru í stað krónu. Málflutningur framsóknarmanna minnti um margt á illa ræðarann sem kennir árinni. Auðvitað er sú staða sem við blasir í efnahagsmálum þjóðarinnar, s.s. há verðbólga, háir vextir og viðskiptahalli, ekki krónunni að kenna heldur slakri efnahagsstjórn. Almenningur geldur fyrir slaka efnahagsstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks með hæstu vöxtum í Evrópu sem þar að auki eru verðtryggðir. Háir vextir halda síðan uppi yfirverði á íslensku krónunni. Einstaka stjórnmálamaður hefur boðað að við upptöku evrunnar væri hægt að bjóða lán sem væru margfalt hagstæðari en þau sem eru í boði nú. Staðreyndin er þó sú að Ísland er langt frá því að geta uppfyllt skilyrði fyrir upptöku evrunnar. Upptaka evru er skilyrt Í fyrsta lagi er Ísland ekki í Evrópusambandinu en þó svo að Ísland gerðist aðili að Evrópusambandinu væri björninn ekki unninn. Aðrar kröfur sem settar eru fyrir upptöku evru eru þær að verðbólga sé ekki 1,5% hærri en í þeim þrem löndum Evrópusambandsins þar sem verðlag er hvað stöðugast og að vextir séu ekki 2% hærri en í fyrrgreindum löndum. Íslendingar eru langt frá því að uppfylla þessi skilyrði þar sem vextir hér eru þeir hæstu í Evrópu og verðbólga er enn nálægt 8% en þyrfti að vera í kringum 2,6%. Við í Frjálslynda flokknum höfum, ásamt málsmetandi hagfræðingum, metið hvaða afleiðingar það hefði fyrir efnahagslíf á Íslandi ef hægt væri að ýta öllum lagalegum og tæknilegum hindrunum til hliðar og taka upp evru. Skilyrði Í fyrsta lagi þá þyrfti að ákveða verðgildi krónunnar. Það skiptir gríðarlega miklu máli, en ef tekin væri sú afstaða að skiptin færu fram á verðgildi krónunnar á mörkuðum nú væri verið að festa í sessi það yfirverð sem er á íslensku krónunni um leið og vextir væru færðir niður um að minnsta kosti 11% í sambærilega vexti og á evrusvæðinu í einu vetfangi. Hætt er við að slíkar sviptingar verði mikill eldsmatur fyrir verðbólguna. Til lengri tíma litið er hætt við að yfirverð í gengisskráningu í krónum í skiptum fyrir evru verði einungis leiðrétt með sársaukafullum afleiðingum, t.d. samdrætti og kjaraskerðingu. Hinn kosturinn væri að verðfella krónuna í þeim (vöru)skiptum sem færu fram á evrum og krónum en hætt er við að staða íslensku bankanna yrði erfið þar sem þeir hafa verið stórtækir á erlendum lánamarkaði og við gengisfellingu krónunnar myndi staða þeirra versna verulega. Einnig má gera ráð fyrir að tekjur bankanna myndu skerðast verulega þar sem meiri samkeppni yrði á lánamarkaði og þeir hefðu ekki sjálfvirkar tekjur af gjaldeyrisviðskiptum og endurlánum af erlendu lánsfé. Það er mikil draumsýn að ætla að við það eitt að taka upp evru hverfi allur vandi sem blasir við í hagstjórninni, hverfi eins og dögg fyrir sólu. Til þess að hægt sé að hugleiða að taka upp evru þá er forsendan sú að takast á við það ójafnvægi sem ríkir í þjóðarbúskapnum. Eigum við ekki að reyna að taka hlutina í réttri röð? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Sjá meira
Á síðastliðnum misserum hefur verið talsverð umræða um hvort rétt sé að taka upp evru í stað krónu. Sú umræða varð kröftug þegar verðgildi íslensku krónunnar hríðféll snemma á vormánuðum. Heyra mátti þá skoðun hjá ráðherrum Framsóknarflokksins sem báru ábyrgð á stöðu efnahagsmála að dýfan sem krónan tók væri til marks um nauðsyn þess að taka upp evru í stað krónu. Málflutningur framsóknarmanna minnti um margt á illa ræðarann sem kennir árinni. Auðvitað er sú staða sem við blasir í efnahagsmálum þjóðarinnar, s.s. há verðbólga, háir vextir og viðskiptahalli, ekki krónunni að kenna heldur slakri efnahagsstjórn. Almenningur geldur fyrir slaka efnahagsstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks með hæstu vöxtum í Evrópu sem þar að auki eru verðtryggðir. Háir vextir halda síðan uppi yfirverði á íslensku krónunni. Einstaka stjórnmálamaður hefur boðað að við upptöku evrunnar væri hægt að bjóða lán sem væru margfalt hagstæðari en þau sem eru í boði nú. Staðreyndin er þó sú að Ísland er langt frá því að geta uppfyllt skilyrði fyrir upptöku evrunnar. Upptaka evru er skilyrt Í fyrsta lagi er Ísland ekki í Evrópusambandinu en þó svo að Ísland gerðist aðili að Evrópusambandinu væri björninn ekki unninn. Aðrar kröfur sem settar eru fyrir upptöku evru eru þær að verðbólga sé ekki 1,5% hærri en í þeim þrem löndum Evrópusambandsins þar sem verðlag er hvað stöðugast og að vextir séu ekki 2% hærri en í fyrrgreindum löndum. Íslendingar eru langt frá því að uppfylla þessi skilyrði þar sem vextir hér eru þeir hæstu í Evrópu og verðbólga er enn nálægt 8% en þyrfti að vera í kringum 2,6%. Við í Frjálslynda flokknum höfum, ásamt málsmetandi hagfræðingum, metið hvaða afleiðingar það hefði fyrir efnahagslíf á Íslandi ef hægt væri að ýta öllum lagalegum og tæknilegum hindrunum til hliðar og taka upp evru. Skilyrði Í fyrsta lagi þá þyrfti að ákveða verðgildi krónunnar. Það skiptir gríðarlega miklu máli, en ef tekin væri sú afstaða að skiptin færu fram á verðgildi krónunnar á mörkuðum nú væri verið að festa í sessi það yfirverð sem er á íslensku krónunni um leið og vextir væru færðir niður um að minnsta kosti 11% í sambærilega vexti og á evrusvæðinu í einu vetfangi. Hætt er við að slíkar sviptingar verði mikill eldsmatur fyrir verðbólguna. Til lengri tíma litið er hætt við að yfirverð í gengisskráningu í krónum í skiptum fyrir evru verði einungis leiðrétt með sársaukafullum afleiðingum, t.d. samdrætti og kjaraskerðingu. Hinn kosturinn væri að verðfella krónuna í þeim (vöru)skiptum sem færu fram á evrum og krónum en hætt er við að staða íslensku bankanna yrði erfið þar sem þeir hafa verið stórtækir á erlendum lánamarkaði og við gengisfellingu krónunnar myndi staða þeirra versna verulega. Einnig má gera ráð fyrir að tekjur bankanna myndu skerðast verulega þar sem meiri samkeppni yrði á lánamarkaði og þeir hefðu ekki sjálfvirkar tekjur af gjaldeyrisviðskiptum og endurlánum af erlendu lánsfé. Það er mikil draumsýn að ætla að við það eitt að taka upp evru hverfi allur vandi sem blasir við í hagstjórninni, hverfi eins og dögg fyrir sólu. Til þess að hægt sé að hugleiða að taka upp evru þá er forsendan sú að takast á við það ójafnvægi sem ríkir í þjóðarbúskapnum. Eigum við ekki að reyna að taka hlutina í réttri röð?
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun