Evrópa hefur góða forystu 24. september 2006 06:30 Gleðin skein af þeim Jose-Maria Olazabal og Sergio Garcia í gær. Lið Evrópu er að vinna Ryder -keppnina með tíu vinningum gegn sex hjá bandaríska liðinu fyrir lokadaginn á K-Klub sem er í dag. Illa gekk hjá bandaríska liðinu í gær og voru það þeir Tiger Woods og Jim Furyk sem lönduðu eina sigri þess í fjórmenningnum eftir hádegi þegar þeir unnu hina írsku Paidraig Harrington og Paul McGinley. Spánverjinn José Maria Olazabal jafnaði í gær met Ian Woosnam í fjórleik. Þeir tveir hafa náð flestum stigum í fjórleik fyrir Evrópuliðið í 79 ára sögu keppninnar. Olazábal lék með Sergio Garcia í gær og unnu þeir þá Chris DiMarco og Phil Mickelson. Paul Casey og David Howell sigruðu í gær þá Stewart Cink og Zach Johnson en Casey fór holu í höggi á fjórtándu brautinni. Síðast fór maður holu í höggi í Ryder-keppninni árið 1995. Cink og Johnson léku illa í gær. „Þetta er ótrúleg tilfinning, í fyrsta sinn sem ég fer holu í höggi á atvinnumannamóti,“ sagði Englendingurinn Paul Casey eftir að hafa farið holu í höggi en hann er aðeins fimmti kylfingurinn sem afrekar það á Ryder-keppni. Það er allt útlit fyrir að Evrópa muni vinna þriðja sigur sinn í röð í Ryder-keppninni. Sergio Garcia hefur leikið frábærlega á mótinu og unnið alla fjóra leiki sína til þessa. „Það skiptir miklu máli að hafa góða spilara með sér og ég hef verið heppinn með það. Ég og Luke Donald náðum til dæmis frábærlega saman. Það sem skiptir samt mestu máli er að tryggja Evrópu sigur og það drífur mann áfram,“ sagði Garcia í gær. Golf Íþróttir Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Lið Evrópu er að vinna Ryder -keppnina með tíu vinningum gegn sex hjá bandaríska liðinu fyrir lokadaginn á K-Klub sem er í dag. Illa gekk hjá bandaríska liðinu í gær og voru það þeir Tiger Woods og Jim Furyk sem lönduðu eina sigri þess í fjórmenningnum eftir hádegi þegar þeir unnu hina írsku Paidraig Harrington og Paul McGinley. Spánverjinn José Maria Olazabal jafnaði í gær met Ian Woosnam í fjórleik. Þeir tveir hafa náð flestum stigum í fjórleik fyrir Evrópuliðið í 79 ára sögu keppninnar. Olazábal lék með Sergio Garcia í gær og unnu þeir þá Chris DiMarco og Phil Mickelson. Paul Casey og David Howell sigruðu í gær þá Stewart Cink og Zach Johnson en Casey fór holu í höggi á fjórtándu brautinni. Síðast fór maður holu í höggi í Ryder-keppninni árið 1995. Cink og Johnson léku illa í gær. „Þetta er ótrúleg tilfinning, í fyrsta sinn sem ég fer holu í höggi á atvinnumannamóti,“ sagði Englendingurinn Paul Casey eftir að hafa farið holu í höggi en hann er aðeins fimmti kylfingurinn sem afrekar það á Ryder-keppni. Það er allt útlit fyrir að Evrópa muni vinna þriðja sigur sinn í röð í Ryder-keppninni. Sergio Garcia hefur leikið frábærlega á mótinu og unnið alla fjóra leiki sína til þessa. „Það skiptir miklu máli að hafa góða spilara með sér og ég hef verið heppinn með það. Ég og Luke Donald náðum til dæmis frábærlega saman. Það sem skiptir samt mestu máli er að tryggja Evrópu sigur og það drífur mann áfram,“ sagði Garcia í gær.
Golf Íþróttir Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira