Golf

Ragnhildur úr leik

Ragnhildur Sigurðardóttir, golfkona
Ragnhildur Sigurðardóttir, golfkona

Ragnhildur Sigurðardóttir, kylfingur úr GR, komst ekki í gegnum niðurskurðinn á úrtökumóti fyrir LPGA-mótaröðina í golfi en leikið var í Palm Springs í Kaliforníu.

Ragnhildur lék fyrstu hringina tvo á 81 og 76 höggum og er því ekki ein af þeim 70 keppendum sem fá að klára síðari tvo hringina. 30 efstu keppendur að mótinu loknu komast á lokaúrtökumótið fyrir mótaröðina. Ragnhildur ætlar að freista gæfunnar á öðru úrtökumóti sem fer fram í Flórída í byrjun október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×