Myndgerðar náttúrulifanir 21. september 2006 15:45 Kraftur og yndi úr íslenskri náttúru Steinunn Marteinsdóttir myndlistarmaður heldur tvær einkasýningar á haustdögum. MYND/Vilhelm Myndlistarkonan Steinunn Marteinsdóttir er með mörg járn í eldinum. Þessa dagana standa yfir sýningar á verkum hennar í Listasafni Reykjanesbæjar og og um helgina verður önnur opnuð í Listasal Mosfellsbæjar. Yfirlitssýning á verkum Steinunnar var opnuð í Reykjanesbæ í byrjun mánaðarins. Titill hennar er „1961-2006“ og vísar til ártalsins þegar Steinnunn sneri heim eftir nám í Vestur-Berlín þar sem hún lagði stund á myndlist með keramik sem aðalfag, eina af elstu listgreinum heimsins sem þá átti sér skamma sögu á Íslandi. Þegar heim var komið vann Steinunn á keramikverkstæðinu Glit en setti síðar á stofn sitt eigið verkstæði. Árið 1969 keypti hún bæinn Hulduhóla í Mosfellssveit í félagi við Sverri Haraldsson en þar rekur hún vinnustofu sína í enn þann dag í dag og hefur haldið margar sýningar, bæði ein og í félagi við aðra listamenn. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að Steinunn hélt sína fyrstu einkasýningu á Kjarvalsstöðum árið 1975 en sýning sú markaði tímamót í feril hennar og raunar sögu íslenskrar leirlistar. Sýningin fékk mikla athygli en gagnrýnendur voru beggja blands og efuðust sumir um þá nýjung listakonunnar að blanda landslagsáhrifum í keramikgripi en þær gagnrýnisraddir hafa vissulega hljóðnað með árunum. Steinunn hefur alla tíð verið ötull listamaður og tekið þátt í fjölda samsýninga og einnig starfað að kynningarmálum en Steinunn er einn af stofnfélögum Leirlistafélagsins og sat lengi í stjórn þessu. Auk þess hefur Steinunn starfað að kynningarmálum fyrir íslenska myndlist auk kennslu sem hún segist fást við enn þann dag í dag þó í minni mæli sé. Á sýningunni í Listasafni Reykjanesbæjar gefst gestum góður kostur á að sjá þróun og fjölbreytileika verka Steinunnar, á sýningunni eru bæði málverk og nytja- og skrautgripir frá ýmsum tímum. Sýningin stendur yfir í sýningarsal safnsins í Duushúsum við Duusgötu og er opin alla daga milli kl. 13-17 en henni lýkur 15. október. „Nú vinn ég vinn jöfnum höndum með málverkið og keramikið,“ útskýrir Steinunn en hún útfærir gjarnan hugmyndir sínar í bæði formin og segir að eitt verk fæði af sér annað. Sýningin í Listasalnum ber yfirskriftina „Lifandi land - lifandi vatn“ en þar eru verk sem hún hefur unnið á síðustu þremur árum. „Þessi málverk byggja öll á náttúrulifun,“ segir Steinunn en hún kveðst nota sér óspart þá náttúrufegurð sem finna má í nágrenni Mosfellsbæjar. „Ég sæki minn kraft og yndi í ósnortna náttúru og það má eiginlega segja að þessi verk séu óður til náttúrunnar eða jafnvel samsömun við hana.“ Steinunn segist nálgast náttúruna eins og lifandi veru. „Þessa dagana verður manni oft hugsað til náttúrunnar og verka mannanna. Það er mikill yfirgangur í mannfólkinu, bæði í þéttbýli og annars staðar og þess vegna má greina ótta í þessum myndum.“ Málverkasýningin í Listasal Mosfellsbæjar verður opnuð kl. 14 á laugardaginn en hún mun standa til 14. október. Sýningin verður opin á opnunartíma Bókasafns Mosfellsbæjar, virka daga frá 12-19 og á laugardögum milli 12-15. Nánari upplýsingar um störf og sýningar Steinunnar má finna á heimasíðunni, www.hulduholar.com. Menning Mest lesið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fleiri fréttir Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Sjá meira
Myndlistarkonan Steinunn Marteinsdóttir er með mörg járn í eldinum. Þessa dagana standa yfir sýningar á verkum hennar í Listasafni Reykjanesbæjar og og um helgina verður önnur opnuð í Listasal Mosfellsbæjar. Yfirlitssýning á verkum Steinunnar var opnuð í Reykjanesbæ í byrjun mánaðarins. Titill hennar er „1961-2006“ og vísar til ártalsins þegar Steinnunn sneri heim eftir nám í Vestur-Berlín þar sem hún lagði stund á myndlist með keramik sem aðalfag, eina af elstu listgreinum heimsins sem þá átti sér skamma sögu á Íslandi. Þegar heim var komið vann Steinunn á keramikverkstæðinu Glit en setti síðar á stofn sitt eigið verkstæði. Árið 1969 keypti hún bæinn Hulduhóla í Mosfellssveit í félagi við Sverri Haraldsson en þar rekur hún vinnustofu sína í enn þann dag í dag og hefur haldið margar sýningar, bæði ein og í félagi við aðra listamenn. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að Steinunn hélt sína fyrstu einkasýningu á Kjarvalsstöðum árið 1975 en sýning sú markaði tímamót í feril hennar og raunar sögu íslenskrar leirlistar. Sýningin fékk mikla athygli en gagnrýnendur voru beggja blands og efuðust sumir um þá nýjung listakonunnar að blanda landslagsáhrifum í keramikgripi en þær gagnrýnisraddir hafa vissulega hljóðnað með árunum. Steinunn hefur alla tíð verið ötull listamaður og tekið þátt í fjölda samsýninga og einnig starfað að kynningarmálum en Steinunn er einn af stofnfélögum Leirlistafélagsins og sat lengi í stjórn þessu. Auk þess hefur Steinunn starfað að kynningarmálum fyrir íslenska myndlist auk kennslu sem hún segist fást við enn þann dag í dag þó í minni mæli sé. Á sýningunni í Listasafni Reykjanesbæjar gefst gestum góður kostur á að sjá þróun og fjölbreytileika verka Steinunnar, á sýningunni eru bæði málverk og nytja- og skrautgripir frá ýmsum tímum. Sýningin stendur yfir í sýningarsal safnsins í Duushúsum við Duusgötu og er opin alla daga milli kl. 13-17 en henni lýkur 15. október. „Nú vinn ég vinn jöfnum höndum með málverkið og keramikið,“ útskýrir Steinunn en hún útfærir gjarnan hugmyndir sínar í bæði formin og segir að eitt verk fæði af sér annað. Sýningin í Listasalnum ber yfirskriftina „Lifandi land - lifandi vatn“ en þar eru verk sem hún hefur unnið á síðustu þremur árum. „Þessi málverk byggja öll á náttúrulifun,“ segir Steinunn en hún kveðst nota sér óspart þá náttúrufegurð sem finna má í nágrenni Mosfellsbæjar. „Ég sæki minn kraft og yndi í ósnortna náttúru og það má eiginlega segja að þessi verk séu óður til náttúrunnar eða jafnvel samsömun við hana.“ Steinunn segist nálgast náttúruna eins og lifandi veru. „Þessa dagana verður manni oft hugsað til náttúrunnar og verka mannanna. Það er mikill yfirgangur í mannfólkinu, bæði í þéttbýli og annars staðar og þess vegna má greina ótta í þessum myndum.“ Málverkasýningin í Listasal Mosfellsbæjar verður opnuð kl. 14 á laugardaginn en hún mun standa til 14. október. Sýningin verður opin á opnunartíma Bókasafns Mosfellsbæjar, virka daga frá 12-19 og á laugardögum milli 12-15. Nánari upplýsingar um störf og sýningar Steinunnar má finna á heimasíðunni, www.hulduholar.com.
Menning Mest lesið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fleiri fréttir Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Sjá meira