Lífið

Leiður á viðtölum

Liam og noel Noel Gallagher er orðinn þreyttur á því að Liam sleppi við öll blaðaviðtöl.
Liam og noel Noel Gallagher er orðinn þreyttur á því að Liam sleppi við öll blaðaviðtöl.

Noel Gallagher, gítarleikari og aðallagasmiður Oasis, er orðinn hundleiður á að fara í blaðaviðtöl. Segir hann að litli bróðirinn Liam sleppi við allar slíkar skyldur. Jafnframt segist hann myndu hætta í sveitinni ef hann fengi ekki svona vel borgað.

"Vegna þess hve ég er vingjarnlegur og Liam er algjör andstæða mín er ég alltaf látinn fara í viðtölin. Ég þarf að vinna frá ellefu á morgnana til fjögur á nóttunni og mér finnst það ömurlegt. Hann fær að labba um í sínum asnalegu fötum, rífa kjaft og detta í það," sagði Noel. "Ef ég fengi ekki svona mikið borgað myndi ég líklega ekki nenna þessu. Mér finnst það sjúklega skemmtilegt að koma fram á tónleikum en að fara í tónleikaferð með krakkann okkar er enginn hægðarleikur."

Oasis gefur út safnplötuna Stop the Clocks í nóvember næstkomandi. Á plötunni eru lög á borð við Wonderwall og Live Forever.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.