Eyþór Arnalds en ekki sjálfur David Bowie 19. september 2006 00:01 „Changes dæmið? Já, þetta er Todmobile. Það er svona þegar tekið er á því. Þetta er „cover“ sem við vorum að leika okkur með. Svo hringdi Mogginn og bað um þetta lag og við töldum bara í,“ segir Þorvaldur Bjarni tónlistarmaður. Morgunblaðið hefur lagst í mikla auglýsingaherferð eins og lýðum má ljóst vera. Og hefur nú um hríð keyrt sjónvarpsauglýsingu þar sem ýmsar ljósmyndir eru keyrðar og undir leikið hið þekkta lag David Bowies Changes. Ekki verður betur heyrt en þarna sé Bowie sjálfur á ferð en svo er ekki. Sá sem syngur er enginn annar en tónlistar- og stjórnmálamaðurinn Eyþór Arnalds. Og víst er að jafnvel þeir sem telja sig til hörðustu aðdáenda Bowies hafa látið blekkjast. Eyþór Arnalds og bowie Ekki bara að raddir þeirra séu nauðalíkar heldur eru þeir ekki ósvipaðir í útliti þegar vel er að gáð.„Nei, þetta er nú ekki alveg nákvæm eftirlíking," hlær Þorvaldur Bjarni aðspurður. "En við berum fulla virðingu fyrir meistaranum. Þegar við höfum verið að taka Bowie-cover þá hefur Eyþór sungið það.“ Eftir að hafa hlustað á lagið í heild sinni kemur í ljós að Eyþór er Eyþór en ekki Bowie. Hins vegar í því broti lagsins sem notað er við auglýsinguna þá er erfitt að greina mun. „Á köflum dettur þetta saman. Já, það er magnað hvað raddir þeirra eru líkar,“ segir Þorvaldur.Þorvaldur Bjarni Segir lítið mál hafa verið að taka Changes, bara talið í, enda hljómsveitin nú við tökur nýrrar plötu.Hljómsveitin Todmobile er nú við upptökur á nýrri plötu og því var ekki málið að telja í Bowie slagarann góða. Saga Film framleiðir auglýsinguna fyrir Moggann en jafnframt eru til útgáfur við auglýsinguna lagið Changes í flutningi með Hermigervli og svo hljómsveitinni Reykjavík. Ekki fer á milli mála í þeim útgáfum að þar er ekki Bowie á ferð en öllu erfiðara að greina á milli útgáfu Todmobile og svo upprunalegu útgáfunnar. „Þetta er snilldarpopp og ótrúlega gaman að taka þetta upp,“ segir Þorvaldur Bjarni. Hann segir nokkuð algengt að Todmobile geri svona auglýsingar. Og nú, þegar hópurinn sé í hljóðveri að taka upp nýja plötu, hafi verið lófa lagið að renna í Changes. Þorvaldur segir vel ganga með hina nýju plötu Todmobile og sé verkefnið gríðarlega skemmtilegt Menning Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Sjá meira
„Changes dæmið? Já, þetta er Todmobile. Það er svona þegar tekið er á því. Þetta er „cover“ sem við vorum að leika okkur með. Svo hringdi Mogginn og bað um þetta lag og við töldum bara í,“ segir Þorvaldur Bjarni tónlistarmaður. Morgunblaðið hefur lagst í mikla auglýsingaherferð eins og lýðum má ljóst vera. Og hefur nú um hríð keyrt sjónvarpsauglýsingu þar sem ýmsar ljósmyndir eru keyrðar og undir leikið hið þekkta lag David Bowies Changes. Ekki verður betur heyrt en þarna sé Bowie sjálfur á ferð en svo er ekki. Sá sem syngur er enginn annar en tónlistar- og stjórnmálamaðurinn Eyþór Arnalds. Og víst er að jafnvel þeir sem telja sig til hörðustu aðdáenda Bowies hafa látið blekkjast. Eyþór Arnalds og bowie Ekki bara að raddir þeirra séu nauðalíkar heldur eru þeir ekki ósvipaðir í útliti þegar vel er að gáð.„Nei, þetta er nú ekki alveg nákvæm eftirlíking," hlær Þorvaldur Bjarni aðspurður. "En við berum fulla virðingu fyrir meistaranum. Þegar við höfum verið að taka Bowie-cover þá hefur Eyþór sungið það.“ Eftir að hafa hlustað á lagið í heild sinni kemur í ljós að Eyþór er Eyþór en ekki Bowie. Hins vegar í því broti lagsins sem notað er við auglýsinguna þá er erfitt að greina mun. „Á köflum dettur þetta saman. Já, það er magnað hvað raddir þeirra eru líkar,“ segir Þorvaldur.Þorvaldur Bjarni Segir lítið mál hafa verið að taka Changes, bara talið í, enda hljómsveitin nú við tökur nýrrar plötu.Hljómsveitin Todmobile er nú við upptökur á nýrri plötu og því var ekki málið að telja í Bowie slagarann góða. Saga Film framleiðir auglýsinguna fyrir Moggann en jafnframt eru til útgáfur við auglýsinguna lagið Changes í flutningi með Hermigervli og svo hljómsveitinni Reykjavík. Ekki fer á milli mála í þeim útgáfum að þar er ekki Bowie á ferð en öllu erfiðara að greina á milli útgáfu Todmobile og svo upprunalegu útgáfunnar. „Þetta er snilldarpopp og ótrúlega gaman að taka þetta upp,“ segir Þorvaldur Bjarni. Hann segir nokkuð algengt að Todmobile geri svona auglýsingar. Og nú, þegar hópurinn sé í hljóðveri að taka upp nýja plötu, hafi verið lófa lagið að renna í Changes. Þorvaldur segir vel ganga með hina nýju plötu Todmobile og sé verkefnið gríðarlega skemmtilegt
Menning Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Sjá meira