Lífið

Feðgarnir mættir til starfa

Feðgar og ritstjórar. Jón Trausti og Reynir eru ánægðir að vinna sé hafin við nýtt tímarit sem kemur út í lok október.
Feðgar og ritstjórar. Jón Trausti og Reynir eru ánægðir að vinna sé hafin við nýtt tímarit sem kemur út í lok október. MYND/GVA

Feðgarnir Reynir Traustaon og Jón Trausti Reynisson eru komnir á fullt í undirbúningi nýs tímarits sem þeir munu ritstýra í sameiningu. Í samtali við Fréttablaðið sagði Reynir að stefnt sé að útgáfu fyrsta tölublaðsins í lok októbermánaðar. Vinnuheiti tímaritsins, sem kemur út mánaðarlega til að byrja með, er Ísafold.

"Ég get ekki sagt að við höfum tekið formlega ákvörðun um að Ísafold verði nafnið, en það er hljómmikið nafn og gæti allt eins orðið fyrir valinu," segir Reynir.

Þeir feðgar hafa unnið saman á nokkrum fjölmiðlum áður, DV, Fréttablaðinu og síðast á Mannlífi. Fram að þessu hefur Reynir verið yfirmaður sonar síns en nú vekur athygli að þeir verða báðir titlaðir ritstjórar.

"Strákurinn er bara orðinn fullnuma," segir Reynir. "Hann er annar tveggja ritstjóra og getur sagt nei við mínum hugmyndum. Það hefur líka alltaf ríkt gagnkvæm virðing okkar á milli í starfinu og við umgöngumst miklu meira eins og starfsbræður heldur en feðgar."

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum verður Reynir einn eigenda tímaritsins, og annarra miðla sem kann að verða ráðist í útgáfu á. Hann fæst þó ekki til að gefa upp hverjir koma að útgáfunni með honum, þó það verði gert áður en fyrsta blaðið kemur út.

"Þetta eru fjársterkir aðilar sem eru fullfærir um að halda úti svona útgáfu og efla hana. Og já, það á eftir að koma á óvart hverjir þetta eru."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.