Lífið

Ættleiða í Afríku

Hjónakornin Madonna og Guy Richie ætla að ættleiða barn til að bjarga hjónabandinu.
Hjónakornin Madonna og Guy Richie ætla að ættleiða barn til að bjarga hjónabandinu. MYND/Getty

Söngkonan Madonna og eiginmaður hennar leikstjórinn Guy Richie halda til Afríku í næsta mánuði til að ættleiða barn af barnaheimili í Malawi. Hjónin eru þar með að feta í fótspor Angelinu Jolie og Brad Pitt. Ástæðan fyrir Afríkuferðinni er einnig að safna peningum fyrir afrísk barnaheimili en þau ætla að nota ferðina og taka með sér barn heim til Englands.

Samkvæmt blaðinu The People mun ástæðan fyrir ættleiðingu Madonnu og Richie vera sú að hjónaband þeirra standi á völtum fótum og vilja þau gera allt til að bjarga því. Barnið yrði það þriðja í röðinni því Madonna á dótturina Lourdes úr fyrra sambandi og saman eiga Richie og Madonna einn son.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.