Innlent

Stjórn BÍ kannar hugsanlegan þátt DV í sjálfsvíginu

MYND/Stefán

Arna Schram, formaður Blaðamannafélagsins, segir á vefsíðu félagsins að stjórn þess muni kanna hvort eða hvaða þátt DV átti í því að karlmaður á sextugsaldri svipti sig lífi á Ísafirði í gær. Í gærmorgun birti DV mynd af honum, nafngreindi hann og taldi hann tengjast kynferðisbrotum gegn drengjum. Ekki liggur fyrir hvort lögregluyfirvöld vestra ætli að rannsaka málið nánar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×