Lífið

Hlutverkaleit í sjónvarpi heyrir sögunni til

Fuller- og Beckham-hjónin Simon Fuller er einn valdamesti framleiðandinn í bresku sjónvarpi en hann hefur í hyggju að gera þætti með þeim Victoriu Beckham og Emmu Bunton.
Fuller- og Beckham-hjónin Simon Fuller er einn valdamesti framleiðandinn í bresku sjónvarpi en hann hefur í hyggju að gera þætti með þeim Victoriu Beckham og Emmu Bunton.

Simon Fuller og Victoria Beckham hafa hug á því að gera saman sjónvarpsþátt að því er kemur fram á fréttasíðu BBC. Þetta verður mun alvarlegri þáttur en raunveruleikaþættirnir þótt þeir verði vissulega skemmtilegir enda er Victoria ákaflega fyndin kona, sagði Fuller í samtali við Broadcast Magasine.

Fuller er umboðsmaður Beckham-hjónanna og hefur í hyggju að koma annarri kryddpíu á framfæri, Emmu Bunton. Hún fór í leiklistarskóla og hefur þetta í blóðinu, sagði Fuller sem er með puttana í ansi mörgu, en aðstandendur gamanþáttarins Little Britain hafa beðið hann um að aðstoða sig við að koma þættinum á framfæri í Bandaríkjunum.

Fuller varð heimsfrægur þegar hann kom plötusamningi Spice Girls í kring, en það tryggði honum sparifé næstu árin því þær gáfu út Wannabe skömmu seinna sem sló öll met. Fuller er einnig ábyrgur fyrir Pop Idol-þáttunum sem njóta mikilla vinsælda um allan heim en hann fór í mál við nafna sinn Cowell þegar sá síðastnefndi kom á fót X-Factor sem Fuller þótti of líkur Idol-þáttunum. Fuller hætti hins vegar við málsóknina þegar framleiðendur X-Factor buðu honum bita af kökunni.

Fuller lýsti því hins vegar yfir í blaðinu að hæfileikaleit í sjónvarpi heyrði sögunni til. Það hafa alltof margir lélegir sigurvegarar komið fram á undanförnum árum, sagði Fuller. Fjöldi fólks hefur tapað miklu fá og það er því kominn tími til að horfa fram á veginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.