Með Hitlers - stúkuna í gámi 26. ágúst 2006 15:00 Helgi Björnsson Hið þýsk - íslenska samstarf hefur gengið vonum framar og er hið forna leikhús Admiralspalast komið á sinn gamla stall Helgi Björnsson hefur í nógu að snúast um þessar mundir. Athafnamaðurinn var nýkominn heim úr fjögurra daga útreiðartúr á Þingvöllum þegar Fréttablaðið náði tali af honum en leikhúsið Admiralspalast í miðborg Berlínar hefur heldur betur slegið í gegn. Túskildingsóperuna eftir Bertolt Brecht og Kurt Weill í leikstjórn þýska leikhúskóngsins Klaus Maria Brandauer með þýskum stórstjörnum í helstu hlutverkum er nú sýnd fyrir fullu húsi en salurinn tekur 1800 manns. „Við erum ótrúlega sáttir með þessar viðtökur sem leikhúsið hefur fengið,“ segir Helgi en heljarinnar opnunarteiti var haldið af þessu tilefni þar sem allar helstu skrautfjaðrir Berlínar mættu og skemmtu sér konunglega. „Þarna spilaði Kapital Dance Orchestra og hin 102 ára gamli Johannes Heesters söng með þeim en hann stóð einmitt á fjölum leikhússins árið 1930,“ segir Helgi og viðurkennir að hann hafi einnig gripið í hljóðnemann við miklar undirtektir. Mikið hefur verið fjallað um framkvæmdirnar í þýskum fjölmiðlum og segir Helgi að varla hafi verið hægt að opna dagblað án þess að minnst væri á Admiralspalast. Enn eimir af þeirri umfjöllun. Leikhúsið var byggt um aldamótin og var í fyrstu notað sem skautasvell fyrir fínar frúr. Á millistríðsárunum var húsinu síðan breytt í leikhús og hýsti allar þær revíur sem þar voru settar upp. Þegar nasistar tóku öll völd í Þýskalandi var byggð sérstök stúka fyrir Adolf Hitler sem nefnd var Fuhrerlosse eða Foringjastúkan en Hitler hafði mikið dálæti á þýskri menningu og sótti oft leiksýningar í húsinu. „Þetta var í raun tveggja herbergja stúka þar sem allt var til alls fyrir foringjann,“ útskýrir Helgi en þeir félagar rifu „herlegheitin“ til að rýma fyrir fleiri sætum. Stúkan var reyndar sett í stóran gám enda segir Helgi að þetta séu þannig minjar að ekki sé hægt henda þeim. „Málin þróuðust síðan þannig að listamaðurinn Ragnar Kjartansson hafði samband við okkur og bað um fá hluti úr stúkunni lánaða fyrir listasýningu sem sett verður upp 1.september,“ útskýrir Helgi. Framkvæmdir við húsið eru langt frá því að vera lokið en framundan er að opna 250 manna og 500 sæta leihússal þar sem áður var tyrkneskt karlabað. Dömubaði sem er á sömu hæt verðu síðan breytt í spa fyrir bæði kynin þannig að það verður allt til alls á Admiralspalast. „Síðan opnum við einnig stórglæsilegan veitingastað og svo er næturklúbbur í húsinu,“ segir Helgi en næsta sýning í stóra salnum verður söngleikurinn Bollywood. Menning Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sjá meira
Helgi Björnsson hefur í nógu að snúast um þessar mundir. Athafnamaðurinn var nýkominn heim úr fjögurra daga útreiðartúr á Þingvöllum þegar Fréttablaðið náði tali af honum en leikhúsið Admiralspalast í miðborg Berlínar hefur heldur betur slegið í gegn. Túskildingsóperuna eftir Bertolt Brecht og Kurt Weill í leikstjórn þýska leikhúskóngsins Klaus Maria Brandauer með þýskum stórstjörnum í helstu hlutverkum er nú sýnd fyrir fullu húsi en salurinn tekur 1800 manns. „Við erum ótrúlega sáttir með þessar viðtökur sem leikhúsið hefur fengið,“ segir Helgi en heljarinnar opnunarteiti var haldið af þessu tilefni þar sem allar helstu skrautfjaðrir Berlínar mættu og skemmtu sér konunglega. „Þarna spilaði Kapital Dance Orchestra og hin 102 ára gamli Johannes Heesters söng með þeim en hann stóð einmitt á fjölum leikhússins árið 1930,“ segir Helgi og viðurkennir að hann hafi einnig gripið í hljóðnemann við miklar undirtektir. Mikið hefur verið fjallað um framkvæmdirnar í þýskum fjölmiðlum og segir Helgi að varla hafi verið hægt að opna dagblað án þess að minnst væri á Admiralspalast. Enn eimir af þeirri umfjöllun. Leikhúsið var byggt um aldamótin og var í fyrstu notað sem skautasvell fyrir fínar frúr. Á millistríðsárunum var húsinu síðan breytt í leikhús og hýsti allar þær revíur sem þar voru settar upp. Þegar nasistar tóku öll völd í Þýskalandi var byggð sérstök stúka fyrir Adolf Hitler sem nefnd var Fuhrerlosse eða Foringjastúkan en Hitler hafði mikið dálæti á þýskri menningu og sótti oft leiksýningar í húsinu. „Þetta var í raun tveggja herbergja stúka þar sem allt var til alls fyrir foringjann,“ útskýrir Helgi en þeir félagar rifu „herlegheitin“ til að rýma fyrir fleiri sætum. Stúkan var reyndar sett í stóran gám enda segir Helgi að þetta séu þannig minjar að ekki sé hægt henda þeim. „Málin þróuðust síðan þannig að listamaðurinn Ragnar Kjartansson hafði samband við okkur og bað um fá hluti úr stúkunni lánaða fyrir listasýningu sem sett verður upp 1.september,“ útskýrir Helgi. Framkvæmdir við húsið eru langt frá því að vera lokið en framundan er að opna 250 manna og 500 sæta leihússal þar sem áður var tyrkneskt karlabað. Dömubaði sem er á sömu hæt verðu síðan breytt í spa fyrir bæði kynin þannig að það verður allt til alls á Admiralspalast. „Síðan opnum við einnig stórglæsilegan veitingastað og svo er næturklúbbur í húsinu,“ segir Helgi en næsta sýning í stóra salnum verður söngleikurinn Bollywood.
Menning Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sjá meira