Lífið

Útvarp Kántrýbær bætir hljómgæðin

Gerir allt sjálfur Hallbjörn Hjartarson hefur rekið Útvarp Kántrýbæ í fjórtán ár og merkir aukinn áhuga landsmanna á kántrýtónlist.
Gerir allt sjálfur Hallbjörn Hjartarson hefur rekið Útvarp Kántrýbæ í fjórtán ár og merkir aukinn áhuga landsmanna á kántrýtónlist.

Hallbjörn Hjartarson í Kántrýbæ heldur ótrauður áfram með útsendingar sínar frá útvarpi Kántrýbæ og hefur nú bætt móttökuskilyrði í Skagafirði. „Eins og þetta hefur verið frá byrjun þá rambar útvarpið á barmi glötunar. Ég vinn við þetta sjálfur og kaupi enga vinnu annars myndi þetta aldrei ganga,“ segir Hallbjörn en kántrýtónlistin er hans stærsta áhugamál og hana hefur hann kynnt fyrir Íslendingum undanfarin fjórtán ár, eða frá því útsendingar á Útvarpi Kántrýbæ hófust.

„Útvarpið næst nú í Skagafirði, Húnavatnssýslu og á Ströndum en einnig er hægt að ná því víða á hálendinu. Það er útsending allan sólarhringinn alla daga vikunnar þó sunnudagskvöldin séu frábrugðin öðrum því þá erum við með fjóra þætti þar sem ekki er leikin kántrýtónlist.“ Hallbjörn segir einungis tíu auglýsingar hafa rúllað inn til hans á þeim tíma sem útvarp Kántrýbær hefur verið við lýði.

„Ég hef aldrei sótt auglýsingar heldur koma þær til mín. Annars á ég marga góða styrktaraðila sem hafa aðstoðað mig við að halda þessu gangandi og ég vona að ég haldi þeim meðan ég er í þessu,“ segir Hallbjörn og bætir því við að sjálfur Kántrýbærinn á Skagaströnd hafi verið opinn í allt sumar en óvíst sé með framhaldið á því í vetur. -sig






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.