Lífið

Pete fékk nóg

Doherty Réðst á karlkyns hjúkrunarfræðing og braut rúm þar sem hann var í meðferð því hann saknar unnustu sinnar Kate Moss svo mikið.
Doherty Réðst á karlkyns hjúkrunarfræðing og braut rúm þar sem hann var í meðferð því hann saknar unnustu sinnar Kate Moss svo mikið. MYND/NordicPhoto/gettyimages

Rokkarinn og ólátabelgurinn Pete Doherty lét öllum illum látum á meðferðarheimilinu sem hann dvelst á um þessar mundir vegna eiturlyjafíknar sinnar. Hann réðst á karlkyns hjúkrunarfræðing og braut allt og braml­aði á herbergi sína ásmt því að öskra: "Ég nenni ekki að hanga hér lengur, ég hef fengið nóg."

Ástæðan mun vera sú að hann saknar Kate Moss unnustu sinnar. Þau höfðu ætlað að gifta sig en þurftu að slá þeim plönum á frest eftir að Doherty var handtekinn með eiturlyf í fórum sínum og skipaður í meðferð. Þessi ólæti Doherty gætu hins vegar haft þau áhrif að hann þarf að vera lengur í meðferð og mæta fyrir rétt á ný.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.