Viðskipti innlent

LÍ mælir með sölu í FL Group

Greiningardeild Landsbankans verðleggur FL Group á 120 milljarða króna og mælir með sölu á hlutabréfum í félaginu.

Samkvæmt verðmatinu metur bankinn hlutinn í FL á 15,2 krónur og sér gengið fara í sautján krónur á næstu tólf mánuðum. Markaðsgengi FL stóð í 17,9 krónum við opnun markaða í gær.

Landsbankinn býst við að þriðji ársfjórðungur verði erfiður en þegar matið var unnið hafði orðið talsvert gengistap á hlutabréfum og gjaldeyriseign.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×