Lífið

Black besti vinurinn

Númer Eitt Leikarinn Jack Black er afar vinsæll á meðal Breta.
Númer Eitt Leikarinn Jack Black er afar vinsæll á meðal Breta.

Gamanleikarinn Jack Black varð efstur í breskri skoðanakönnun þar sem fólk átti að nefna þann leikara sem það vildi helst eiga sem vin.

Ekki kemur á óvart að Jack Black hafi náð toppsætinu enda hefur hann farið á kostum í hinum fjölmörgu grínmyndum og þykir jafnan hrókur alls fagnaðar. Nýjasta mynd hans, Nacho Libre, hefur jafnframt fengið fínar viðtökur.

Athygli vekur að Tom Cruise lenti í neðsta sæti í könnuninni. Er þar vafalítið um að kenna tengslum hans við hina umdeildu vísindakirkju og þegar hann gekk nánast af göflunum eftir að hafa kynnst leikkonunni Katie Holmes.

Í öðru sæti lenti Johnny Depp en þar á eftir komu Will Smith og Samuel L. Jackson. Þeir Brad Pitt, Orlando Bloom og Mel Gibson voru einnig ofarlega á blaði. Alls tóku rúmlega 2.000 Bretar þátt í könnuninni sem var gerð á vegum Yahoo! Enter­tainment. Gátu þeir valið á milli ellefu leikara og fékk Tom Cruise aðeins 3 prósent atkvæða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.