Craig segist vera hataður 14. ágúst 2006 12:30 Sá besti? Margir eru þeirrar skoðunar að Sony og Broccoli - fjölskyldan hafi gert mistök með því að ráða Pierce Brosnan ekki aftur. Með hverri vikunni styttist í Casino Royal - nýjustu James Bond myndina. Sjaldan eða aldrei hefur staðið jafn mikill styr um valið á þeim sem fetar í fótspor þeirra Sean Connery, George Lazenby, Roger Moore, Timothy Dalton og Pierce Brosnan en Daniel Craig er hins vegar hvergi banginn. Leikarinn breski, sem vakti mikla athygli fyrir leik sinn í kvikmyndinni Layer Cake og Munich, var í viðtali við tímaritið Entertainment Weekly og sendi þar hatursfullum andstæðingum sínum tónum. Ef ég færi á netið og skoðaði það sem er sagt um mig myndi það gera mig brjálaðan, sagði Craig í samtali við blaðið en viðurkenndi þó að hafa litið öðru hvoru inná spjallsvæðin. Því miður, bætti Craig við. Nýlega var sett á laggirnar heimasíðan craignotbond.com þar sem óvildarmenn Craig gátu ausið úr skálum reiði sinnar með ákvörðun Broccolli - fjölskyldunnar, sem á einkaréttinn á James Bond, að velja fyrsta ljóshærða Bond - inn. Þeir hata mig og finnst ég ekki rétti maðurinn í hlutverkið. Fólk er ástríðufullt þegar kemur að því hver eigi að leika James Bond og ég get skilið það. Hins vegar vildi ég óska þess að ég yrði dæmdur af verkum mínum, sagði Craig en miðað við þau viðbrögð sem trailer myndarinnar hefur fengið þarf hann ekkert að óttast enda hefur Barbara Broccoli þegar fengið hann til að leika í næstu James Bond mynd. Craig fann strax fyrir mikilli utanaðkomandi pressu fyrir atriðið þegar Bond segir til nafns með hinni heimsfrægu línu. The name is Bond, James Bond. Leikarinn segist hafa bægt öllum spurningum frá um hvernig hann ætlaði að gera þetta, ekki einu sinni æft sig fyrir framan spegil. Ef ég hefði fengið einhverja þráhyggju gagnvart þessu yrði þessi setning bara eins og reipi í kringum hálsinn á mér, sagði Craig sem sagðist bara vilja hespa þessu af og láta það vera að klúðra setningunni. Casino Royal er fyrsta bókin sem Ian Flemming skrifaði um þennan heimsfræga leyniþjónustumann. Hún þykir nokkuð ruddaleg og Bond langt frá því sem kvikmyndahúsagestir þekkja til persónunnar enda ákvað Craig að horfa á allar James Bond - myndirnar oftar en einu sinni en skilja síðan allt eftir sem hinir höfðu lagt til. Mér finnst algjörlega ástæðulaust að gera þessa mynd án þess að gera eitthvað algjörlega nýtt, útskýrir Craig. Þessi mynd væri tímasóun ef persóna Bond væri sú sama og fyrir tæpri hálfri öld síðan. Menning Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Með hverri vikunni styttist í Casino Royal - nýjustu James Bond myndina. Sjaldan eða aldrei hefur staðið jafn mikill styr um valið á þeim sem fetar í fótspor þeirra Sean Connery, George Lazenby, Roger Moore, Timothy Dalton og Pierce Brosnan en Daniel Craig er hins vegar hvergi banginn. Leikarinn breski, sem vakti mikla athygli fyrir leik sinn í kvikmyndinni Layer Cake og Munich, var í viðtali við tímaritið Entertainment Weekly og sendi þar hatursfullum andstæðingum sínum tónum. Ef ég færi á netið og skoðaði það sem er sagt um mig myndi það gera mig brjálaðan, sagði Craig í samtali við blaðið en viðurkenndi þó að hafa litið öðru hvoru inná spjallsvæðin. Því miður, bætti Craig við. Nýlega var sett á laggirnar heimasíðan craignotbond.com þar sem óvildarmenn Craig gátu ausið úr skálum reiði sinnar með ákvörðun Broccolli - fjölskyldunnar, sem á einkaréttinn á James Bond, að velja fyrsta ljóshærða Bond - inn. Þeir hata mig og finnst ég ekki rétti maðurinn í hlutverkið. Fólk er ástríðufullt þegar kemur að því hver eigi að leika James Bond og ég get skilið það. Hins vegar vildi ég óska þess að ég yrði dæmdur af verkum mínum, sagði Craig en miðað við þau viðbrögð sem trailer myndarinnar hefur fengið þarf hann ekkert að óttast enda hefur Barbara Broccoli þegar fengið hann til að leika í næstu James Bond mynd. Craig fann strax fyrir mikilli utanaðkomandi pressu fyrir atriðið þegar Bond segir til nafns með hinni heimsfrægu línu. The name is Bond, James Bond. Leikarinn segist hafa bægt öllum spurningum frá um hvernig hann ætlaði að gera þetta, ekki einu sinni æft sig fyrir framan spegil. Ef ég hefði fengið einhverja þráhyggju gagnvart þessu yrði þessi setning bara eins og reipi í kringum hálsinn á mér, sagði Craig sem sagðist bara vilja hespa þessu af og láta það vera að klúðra setningunni. Casino Royal er fyrsta bókin sem Ian Flemming skrifaði um þennan heimsfræga leyniþjónustumann. Hún þykir nokkuð ruddaleg og Bond langt frá því sem kvikmyndahúsagestir þekkja til persónunnar enda ákvað Craig að horfa á allar James Bond - myndirnar oftar en einu sinni en skilja síðan allt eftir sem hinir höfðu lagt til. Mér finnst algjörlega ástæðulaust að gera þessa mynd án þess að gera eitthvað algjörlega nýtt, útskýrir Craig. Þessi mynd væri tímasóun ef persóna Bond væri sú sama og fyrir tæpri hálfri öld síðan.
Menning Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist