Lífið

Craig segist vera hataður

Sá besti?
Margir eru þeirrar skoðunar að Sony og Broccoli - fjölskyldan hafi gert mistök með því að ráða Pierce Brosnan ekki aftur.
Sá besti? Margir eru þeirrar skoðunar að Sony og Broccoli - fjölskyldan hafi gert mistök með því að ráða Pierce Brosnan ekki aftur.

Með hverri vikunni styttist í Casino Royal - nýjustu James Bond myndina. Sjaldan eða aldrei hefur staðið jafn mikill styr um valið á þeim sem fetar í fótspor þeirra Sean Connery, George Lazenby, Roger Moore, Timothy Dalton og Pierce Brosnan en Daniel Craig er hins vegar hvergi banginn.

Leikarinn breski, sem vakti mikla athygli fyrir leik sinn í kvikmyndinni Layer Cake og Munich, var í viðtali við tímaritið Entertainment Weekly og sendi þar hatursfullum andstæðingum sínum tónum. Ef ég færi á netið og skoðaði það sem er sagt um mig myndi það gera mig brjálaðan, sagði Craig í samtali við blaðið en viðurkenndi þó að hafa litið öðru hvoru inná spjallsvæðin. Því miður, bætti Craig við.

Nýlega var sett á laggirnar heimasíðan craignotbond.com þar sem óvildarmenn Craig gátu ausið úr skálum reiði sinnar með ákvörðun Broccolli - fjölskyldunnar, sem á einkaréttinn á James Bond, að velja fyrsta ljóshærða Bond - inn. Þeir hata mig og finnst ég ekki rétti maðurinn í hlutverkið. Fólk er ástríðufullt þegar kemur að því hver eigi að leika James Bond og ég get skilið það. Hins vegar vildi ég óska þess að ég yrði dæmdur af verkum mínum, sagði Craig en miðað við þau viðbrögð sem trailer myndarinnar hefur fengið þarf hann ekkert að óttast enda hefur Barbara Broccoli þegar fengið hann til að leika í næstu James Bond mynd.

Craig fann strax fyrir mikilli utanaðkomandi pressu fyrir atriðið þegar Bond segir til nafns með hinni heimsfrægu línu. The name is Bond, James Bond. Leikarinn segist hafa bægt öllum spurningum frá um hvernig hann ætlaði að gera þetta, ekki einu sinni æft sig fyrir framan spegil. Ef ég hefði fengið einhverja þráhyggju gagnvart þessu yrði þessi setning bara eins og reipi í kringum hálsinn á mér, sagði Craig sem sagðist bara vilja hespa þessu af og láta það vera að klúðra setningunni.

Casino Royal er fyrsta bókin sem Ian Flemming skrifaði um þennan heimsfræga leyniþjónustumann. Hún þykir nokkuð ruddaleg og Bond langt frá því sem kvikmyndahúsagestir þekkja til persónunnar enda ákvað Craig að horfa á allar James Bond - myndirnar oftar en einu sinni en skilja síðan allt eftir sem hinir höfðu lagt til. Mér finnst algjörlega ástæðulaust að gera þessa mynd án þess að gera eitthvað algjörlega nýtt, útskýrir Craig. Þessi mynd væri tímasóun ef persóna Bond væri sú sama og fyrir tæpri hálfri öld síðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.