Lífið

Fjölskylduvæn heimildamyndasamkeppni

Hvernig myndast fjölskyldan þín?
Heimildamyndasamkeppni fyrir heimagerðar fjölskyldumyndir.
Hvernig myndast fjölskyldan þín? Heimildamyndasamkeppni fyrir heimagerðar fjölskyldumyndir.

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík (RIFF) efnir til samkeppni um bestu heimagerðu heimildamyndina í samstarfi við Apple IMC.

Landsmenn luma án efa á óborganlegum myndbrotum úr afmælum og fermingum en nú er tækifærið til þess að nýta upptökuvélina til stærri verkefna og gera fjölskyldunni skil með stafrænum hætti.

Fyrirkomulag keppninnar er með því sniði að þátttakendur senda inn mynd, að hámarki 10 mínútna löng, þar sem fjölskyldan er umfjöllunarefni eða yfirskrift. Myndin verður að vera klipp með iMovie hugbúnaði og skal henni skilað inn á DVD-diski fyrir 15. september. Þeir þátttakendur sem ekki hafa aðgang að hugbúnaðinum get fengið aðstöðu til þess að klippa myndina hjá Apple á Íslandi.

Dómnefndina skipa leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir, Árni Ólafur Ásgeirsson leikstjóri og Bjarki Guðjónsson frá Apple.

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík fer fram 28. september til 8. október og verður myndin sýnd á lokadegi hátíðarinnar sem helguð er fjölskyldunni. Í verðlaun eru augljós heiður og MacBook fartölva.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu hátíðarinnar, en slóðin er www.filmfest.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.