Aðstoða munaðarlaus börn í Malaví 4. ágúst 2006 10:30 Hjónin Eyþór og Ellen leggja upp í tíu daga ferð til Afríkuríkisins Malaví á mánudag. Þar ætla þau að kynna sér uppbyggingu dagvistarheimila fyrir munaðarlaus börn og hitta þarlendan tónlistarmann. MYND/Valli Hjónin Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson leggja á mánudag upp í langferð. Þau eru á leið til Afríkuríkisins Malaví þar sem þau ætla að dvelja í tíu daga til að kynna sér uppbyggingu á dagvistarheimilum fyrir börn. „Þetta kemur í framhaldi af disknum sem við gáfum út í fyrra, Vísnabók heimsins, þar sem bentum á það að börn eru eins alls staðar í heiminum. Allur ágóði af disknum rennur óskertur til barna í Malaví," segir Ellen í samtali við Fréttablaðið. Ellen segir að Rauði krossinn hafi boðið þeim hjónum að koma með út til Malaví til að fá að kynnast því með eigin augum sem er að gerast þar. Þar er að hefjast uppbygging á dagvistarheimilum fyrir börn. „Mörg börn þarna eru munaðarlaus eftir að hafa misst fjölskyldumeðlimi og ættingja úr eyðni. Svo eru stórfjölskyldur sem taka þau að sér. Það vantar hins vegar að koma þeim fyrir á daginn þegar fólk fer í vinnu og eldri börnin eru í skóla. Þess vegna er verið að byggja þessi dagvistarheimili," segir Ellen. „Það verður sérstaklega áhugavert að fá að sjá þetta verkefni nú þegar það er á algeru frumstigi og svo mögulega aftur seinna þegar það er lengra komið." Ellen og Eyþór hafa safnað styrkjum fyrir ferðina víða og með í för verður kvikmyndatökulið sem festir ferðina á filmu. Það eru þau Helga Vala Helgadóttir, Arnar Þórisson og Ragnhildur Ásvaldsdóttir sem skipa kvikmyndatökuliðið. Afraksturinn verður svo sýndur í Ríkissjónvarpinu, Sólveig Ólafsdóttir fer fyrir hópnum fyrir hönd Rauða krossins. Auk þess að fylgjast með uppbyggingu dagvistarheimila ætla tónlistarhjónin auðvitað að kynna sér tónlist innfæddra. „Við ætlum að hitta mann sem heitir Ben Michael, en hann er tónlistarmaður sem er ættaður frá Malaví. Hann er búinn að semja lag fyrir okkur og erum með lag fyrir hann," segir Ellen. Talsverður undirbúningur er að baki ferð sem þessari. Þegar Fréttablaðið ræddi við Ellen í gær voru hún og Eyþór á leið í sprautu og það var í annað sinn sem það var gert. Auk þess þurfa ferðalangarnir að taka töflur gegn malaríu allan tímann sem þau ferðast um Afríku. Ellen segir að þau njóti góðs af reynslu starfsmanna Rauða krossins, þau setji allt traust sitt á þau. „Eyþór hefur auðvitað ferðast víða um heim með Mezzoforte þannig að segja má að ég sé umkringd reynsluboltum." Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
Hjónin Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson leggja á mánudag upp í langferð. Þau eru á leið til Afríkuríkisins Malaví þar sem þau ætla að dvelja í tíu daga til að kynna sér uppbyggingu á dagvistarheimilum fyrir börn. „Þetta kemur í framhaldi af disknum sem við gáfum út í fyrra, Vísnabók heimsins, þar sem bentum á það að börn eru eins alls staðar í heiminum. Allur ágóði af disknum rennur óskertur til barna í Malaví," segir Ellen í samtali við Fréttablaðið. Ellen segir að Rauði krossinn hafi boðið þeim hjónum að koma með út til Malaví til að fá að kynnast því með eigin augum sem er að gerast þar. Þar er að hefjast uppbygging á dagvistarheimilum fyrir börn. „Mörg börn þarna eru munaðarlaus eftir að hafa misst fjölskyldumeðlimi og ættingja úr eyðni. Svo eru stórfjölskyldur sem taka þau að sér. Það vantar hins vegar að koma þeim fyrir á daginn þegar fólk fer í vinnu og eldri börnin eru í skóla. Þess vegna er verið að byggja þessi dagvistarheimili," segir Ellen. „Það verður sérstaklega áhugavert að fá að sjá þetta verkefni nú þegar það er á algeru frumstigi og svo mögulega aftur seinna þegar það er lengra komið." Ellen og Eyþór hafa safnað styrkjum fyrir ferðina víða og með í för verður kvikmyndatökulið sem festir ferðina á filmu. Það eru þau Helga Vala Helgadóttir, Arnar Þórisson og Ragnhildur Ásvaldsdóttir sem skipa kvikmyndatökuliðið. Afraksturinn verður svo sýndur í Ríkissjónvarpinu, Sólveig Ólafsdóttir fer fyrir hópnum fyrir hönd Rauða krossins. Auk þess að fylgjast með uppbyggingu dagvistarheimila ætla tónlistarhjónin auðvitað að kynna sér tónlist innfæddra. „Við ætlum að hitta mann sem heitir Ben Michael, en hann er tónlistarmaður sem er ættaður frá Malaví. Hann er búinn að semja lag fyrir okkur og erum með lag fyrir hann," segir Ellen. Talsverður undirbúningur er að baki ferð sem þessari. Þegar Fréttablaðið ræddi við Ellen í gær voru hún og Eyþór á leið í sprautu og það var í annað sinn sem það var gert. Auk þess þurfa ferðalangarnir að taka töflur gegn malaríu allan tímann sem þau ferðast um Afríku. Ellen segir að þau njóti góðs af reynslu starfsmanna Rauða krossins, þau setji allt traust sitt á þau. „Eyþór hefur auðvitað ferðast víða um heim með Mezzoforte þannig að segja má að ég sé umkringd reynsluboltum."
Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira