Viðskipti innlent

Eignastýring KB banka vex hratt

Eignastýring kb banka óx næstmest
KB banki var með eignir upp á 1.400 milljarða króna í stýringu um áramót.
Eignastýring kb banka óx næstmest KB banki var með eignir upp á 1.400 milljarða króna í stýringu um áramót.

Í úttekt tímaritsins Investment pension Europe (IPE), sem er fagtímarit á sviði lífeyrismála, kemur fram að eignastýring KB banka hafi verið með næst mestan vöxt á Norðurlöndunum í fyrra. Óx eignastýringin um 136 prósent á síðasta ári og námu eignir í stýringu tæpum 1.400 milljörðum króna í árslok.

IPE birtir árlega lista yfir fjögur hundruð stærstu eignastýringarfyrirtæki Evrópu og situr eignastýring KB banka í 227. sæti og hækkaði um 56 sæti á síðasta ári. Af þessum fjögur hundruð fyrirtækjum sýndi eignastýring bankans fjórtánda mesta vöxtinn á síðasta ári.

Fram kemur hjá Þórarni Sveinssyni, framkvæmdastjóra eignastýringarinnar, að eignir í stýringu hafi vaxið um fjórðung það sem af er þessu ári og má því ætla að bankinn hafi færst enn ofar á lista IPE.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×