Lífið

Myndband við hvert lag

Tónlistarmaðurinn Beck sendir frá sér nýja plötu 3. október.
Tónlistarmaðurinn Beck sendir frá sér nýja plötu 3. október.

Nýjasta plata Becks Hansen, Information, er væntanleg 3. október. Beck hefur tekið upp myndband við hvert einasta lag á plötunni sem hægt verður að sjá á heimasíðum á borð við YouTube.com. Einnig verður hægt að hlaða lögunum niður af netinu.

Við erum að ganga inn í tímabil þar sem hvert lag og myndbandið við það eru orðin ein heild, sagði Beck. Þetta er ekki lengur bara tónlistin, heldur eitthvað allt annað.

Með hverju eintaki plötunnar fylgir nánast autt umslag með límmiðum svo að hlustendur geti dundað sér við að búa til sitt eigið umslag á meðan þeir hlusta á gripinn. Við erum að láta fólk fá verkefni svo það komi sér ekki í vandræði á meðan það hlustar á plötuna, sagði Beck.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.