Innlent

80 kjörseðlar á glámbekk

Kjörgögn á ritstjórn fréttablaðsins
Refsivert væri að nýta kjörgögn til þess að hafa áhrif á úrslit kosninga eða gera það með öðrum sviksamlegum hætti.
Kjörgögn á ritstjórn fréttablaðsins Refsivert væri að nýta kjörgögn til þess að hafa áhrif á úrslit kosninga eða gera það með öðrum sviksamlegum hætti.

Fréttablaðið hefur undir höndum 80 ónotaða kjörseðla til þess að greiða atkvæði utan kjörfundar. Hverjum seðli fylgja tvö umslög og fylgiseðill svo sem lög gera ráð fyrir.

Lögfræðingar, sem Fréttablaðið hefur ráðfært sig við, furða sig á því að unnt sé að komast yfir ónotaða kjörseðla í slíkum mæli. Illmögulegt er að nota kjörseðlana nema með því að falsa embættisstimpil, en einnig þyrfti að koma til áritun af hálfu viðkomandi kjörstjórnar.

Ekki er vitað hvernig seðlarnir komust upprunalega úr réttum hirslum yfirvalda. Þeim verður komið í hendur réttra yfirvalda við fyrsta tækifæri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×