Innlent

Rætt um skiptingu embætta

Gert var ráð fyrir að meirihlutamyndun sjálfstæðismanna og framsóknarmanna í Árborg myndi skýrast eftir samningafund flokkanna í gærkvöld. Ellert Tómasson, kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins, taldi í gær að þá myndi liggja fyrir hvort af meirihlutamyndun yrði eða ekki.

Það hefur ekki steytt á neinu ennþá, sagði Ellert í gær og staðfesti að skipting embætta hefði lauslega verið rædd en vildi ekki greina frá því. Ég er í mjög góðu starfi og vil ekki sleppa því, sagði Þorvaldur Guðmundsson, oddviti B-lista, spurður um bæjarstjórastólinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×