Innlent

Best fyrir norðan og austan

Veðurstofan spáir sunnanátt næstu daga og nokkuð góðu ferðaveðri um hvítasunnuhelgina. Veðrið verður best fyrir norðan og austan en þar verður hlýtt og hiti um 18 gráður. Á Suður- og Vesturlandi verður kaldara og nokkur væta en rigningin mun aukast á sunnudag.

Á mánudaginn verður sunnanátt og væta um allt land en mjög hlýtt á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti getur farið upp í 20 stig á þessu svæði og því er upplagt að skella sér austur eða norður um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×