Innlent

Dæmdar 220 þúsund krónur

Maður hefur verið dæmdur til að greiða öðrum ríflega 220 þúsund krónur í miskabætur og 120 þúsund í málskostnað vegna líkamsárásar. Farið hafði verið fram á tæpar 780 þúsund krónur.

Mennirnir voru í áhöfn Sunnutinds frá Djúpavogi fyrir rúmum tveimur árum. Skipið var í höfn á Seyðisfirði og sátu mennirnir ölvaðir á kaffihúsi í bænum er árásin var gerð. Hinn dæmdi segir hinn hafa manað sig upp í að kýla sig, því engum hefði tekist að rota sig í boxi sem hann stundaði. Hinn segist hafa verið sleginn án fyrirvara. Við höggið höfuðkúpubrotnaði hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×